Óttast að dánartalan tvöfaldist Ólafur Björn Sverrisson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. febrúar 2023 23:50 Hinn 23 ára gamli Huseyin Seferoglu, var dreginn upp úr húsarústum í borginni Antayka, 6 dögum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. ap Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi. Formleg dánartala eftir hamfarirnar í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í yfir 33 þúsund manns, en áfram heldur björgunarstarf. Hin tíu ára Kudi frá tyrknesku borginni Antayka var föst undir húsarústum í sex daga áður en henni var bjargað í dag. Sýnt var frá björgunaraðgerðum í fréttum Stöðvar 2: Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Marin Griffiths sem mættur er á vettvang hamfaranna óttast að tala látinna muni tvöfaldast hið minnsta. „Þetta er virkilega átakanlegt. Sú vitneskja að þessi grjótföll haldi enn fólki föstu, sumu lifandi, mörgu dáin. Ég held að það sé mjög erfitt að áætla tölu látinna nákvæmlega því við veðrum að komast undir brakið. En ég er viss um að talan mun tvöfaldast eða meira en það,“ segir Griffiths. Handtökutilskipun hefur nú verið gefin út á hendur 113 manns vegna húsa sem hrundu í jarðskjálftunum. Bent hefur verið á að aðgerðirnar séu leið stjórnvalda til að koma sér undan ábyrgð á hamförunum. Sérfræðingar höfðu árum saman varað við alvarlegum brotalömum í tyrkneskum byggingariðnaði sem þrifist hefðu í skjóli spillingar og vafasamrar stefnu stjórnvalda. Senda 30 milljónir króna Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að hratt hafi verið brugðist við en að um yfirþyrmandi verkefni sé að ræða. „Upptökusvæðið er stórt og það eru milljónir manna sem búa þarna. Auðvitað er reynt að bjarga fólki úr rústunum eins og hægt er. Nú hefur tími liðið og það sem Rauði krossi leggur nú áherslu á er mannúðaraðstoð, að koma eftirlifendum til aðstoðar með mat, lyfjum, tjöldum, teppi, fötum og í rauninni sálrænum stuðningi líka,“ segir Kristín. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.Aðsend Fjölmargir Sýrlendingar og Tyrkir er búsettir hérlendis og hvetur Kristín þá til að hafa samband í síma 1717. Neyðarsöfnun gengur vel að sögn Kristínar. „Landsmenn hafa verið mjög duglegir að leggja inn fjármuni í neyðarsöfnun Rauða krossins. Við erum núna að senda 30 milljónir til Tyrklands og Sýrlands. Það fer beint til Rauða krossins í þessum löndum, ekki stjórnvalda,“ segir hún og bendir á að hægt er að senda SMS merkt „hjálp“ í númerið 1900 til að styrkja. „Þetta er yfirþyrmandi verkefni og framundan er mikið uppbyggingarverkefni og mannúðaraðstoð fyrir milljónir manna,“ segir Kristín að lokum. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Hjálparstarf Tyrkland Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Formleg dánartala eftir hamfarirnar í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í yfir 33 þúsund manns, en áfram heldur björgunarstarf. Hin tíu ára Kudi frá tyrknesku borginni Antayka var föst undir húsarústum í sex daga áður en henni var bjargað í dag. Sýnt var frá björgunaraðgerðum í fréttum Stöðvar 2: Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Marin Griffiths sem mættur er á vettvang hamfaranna óttast að tala látinna muni tvöfaldast hið minnsta. „Þetta er virkilega átakanlegt. Sú vitneskja að þessi grjótföll haldi enn fólki föstu, sumu lifandi, mörgu dáin. Ég held að það sé mjög erfitt að áætla tölu látinna nákvæmlega því við veðrum að komast undir brakið. En ég er viss um að talan mun tvöfaldast eða meira en það,“ segir Griffiths. Handtökutilskipun hefur nú verið gefin út á hendur 113 manns vegna húsa sem hrundu í jarðskjálftunum. Bent hefur verið á að aðgerðirnar séu leið stjórnvalda til að koma sér undan ábyrgð á hamförunum. Sérfræðingar höfðu árum saman varað við alvarlegum brotalömum í tyrkneskum byggingariðnaði sem þrifist hefðu í skjóli spillingar og vafasamrar stefnu stjórnvalda. Senda 30 milljónir króna Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að hratt hafi verið brugðist við en að um yfirþyrmandi verkefni sé að ræða. „Upptökusvæðið er stórt og það eru milljónir manna sem búa þarna. Auðvitað er reynt að bjarga fólki úr rústunum eins og hægt er. Nú hefur tími liðið og það sem Rauði krossi leggur nú áherslu á er mannúðaraðstoð, að koma eftirlifendum til aðstoðar með mat, lyfjum, tjöldum, teppi, fötum og í rauninni sálrænum stuðningi líka,“ segir Kristín. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.Aðsend Fjölmargir Sýrlendingar og Tyrkir er búsettir hérlendis og hvetur Kristín þá til að hafa samband í síma 1717. Neyðarsöfnun gengur vel að sögn Kristínar. „Landsmenn hafa verið mjög duglegir að leggja inn fjármuni í neyðarsöfnun Rauða krossins. Við erum núna að senda 30 milljónir til Tyrklands og Sýrlands. Það fer beint til Rauða krossins í þessum löndum, ekki stjórnvalda,“ segir hún og bendir á að hægt er að senda SMS merkt „hjálp“ í númerið 1900 til að styrkja. „Þetta er yfirþyrmandi verkefni og framundan er mikið uppbyggingarverkefni og mannúðaraðstoð fyrir milljónir manna,“ segir Kristín að lokum.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Hjálparstarf Tyrkland Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01
Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07