Er ekki tímabært að tengja? Stefán Ólafsson skrifar 13. febrúar 2023 15:01 Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur harðnað og engar viðræður hafa verið milli aðilanna um nokkurt skeið. Raunar hefur það einkennt þessa deilu frá byrjun að engar alvöru viðræður hafa farið fram við Eflingu að hálfu SA-manna. Enda var það þeirra ásetningur frá byrjun að láta aðra semja fyrir Eflingu. Þessi strategía SA er einmitt helsta rótin að þeim vanda sem nú blasir við. Skoðum það nánar. Halldór Benjamín bjó til vandann Herfræði SA-manna var frá upphafi hugsuð þannig, að ná samningi fyrst við þá sem voru líklegri til að vera auðveldari viðfangs en Efling og stilla Eflingu svo upp við vegg með annarra félaga samning (samning Starfsgreinasambandsins – SGS) og útiloka nokkur frávik frá honum. Þetta er ígildi þess að neita Eflingu, langstærsta félagi verkafólks í landinu, um þann sjálfstæða samningsrétt sem Eflingarfólk sannarlega hefur. Þetta var ekki vegna þess að upphaflegar kröfur Eflingar væru út úr öllu korti eða að Efling sýndi engan samningsvilja. Þvert á móti hefur Efling þrisvar sinnum fært niður kröfur sínar (sem upphaflega voru einfaldlega byggðar á uppfærslu Lífskjarasamningsins með tilliti til hærra verðbólgustigs), í endurteknum tilboðum til SA-manna. Efling hefur þannig ítrekað nálgast SA en þau hafa hins vegar ekki hreyft sig um millimetra – og beinlínis neitað að ræða um efnisatriði. Þetta er þeim mun alvarlegra fyrir þá sök að óbreyttur samningur SGS myndi skila Eflingarfólki lægri meðallaunum og minni raunhækkunum en almennt er hjá öðrum félögum SGS, vegna þess að samsetning Eflingarfélaga er ólík með tilliti til röðunar í launaflokka og starfsaldursþrep, auk þess sem misjafnt er hvernig álög og bónusar skila sér til félagsmanna. Þess vegna hefur Efling frá byrjun farið fram á breytta launatöflu, með annarri útfærslu en er í SGS-samningnum, og einnig að tillit væri tekið til þess að húsnæðiskostnaður er óvenju þungur á svæði Eflingarfólks (höfuðborgarsvæðinu). Í aðra röndina hafa SA-menn sagst vera tilbúnir til að ræða aðra útfærslu launatöflunnar og þá innan svipaðs kostnaðarmats og SGS-samningurinn, en hins vegar hafa þau ekki enn fengist til að ræða þessi mál. Hvers vegna skyldi það vera? Jú, svo virðist sem SA-menn hafi verið vissir um að Eflingu væri um megn að beita nokkrum þrýstingi í kjarabaráttu sinni, eftir að búið var að einangra félagið án raunverulegra samningaviðræðna og stilla upp óbreyttum SGS-samningi sem eina valkostinum sem í boði væri. Markmiðið var að þvinga Eflingu og smala félagsmönnum hennar í dilka Starfsgreinasambandsins, með lakari uppskeru en aðrir. Og gáið að því að Eflingarfólk er almennt með lægstu launin í samfélaginu og býr við hæsta húsnæðiskostnaðinn. Síðan þegar sáttasemjari gerði óbreytt tilboð SA-manna að „miðlunartillögu“ sinni, í þeirri von að aftra verkföllum, þá var þessi víðtæka tilraun til að afnema sjálfstæðan samningsrétt Eflingar orðin öllum ljós. Þetta var auðvitað óþolandi fyrir Eflingarfólk. SA-menn eru hins vegar enn við sama heygarðshornið og hvika hvergi, virðast stóla á að með atkvæðagreiðslu um „miðlunartillöguna“ verði hægt að þvinga fram lausn samkvæmt upphaflegu plani þeirra. Nú blasir við að Efling hefur alvöru slagkraft og í það stefnir að áhrif verkfalla geta orðið víðtæk á næstunni. Enginn skyldi heldur vanmeta getu Eflingarfólks til að fella „miðlunartillögu“ sáttasemjara. Er þá ekki tímabært fyrir SA-menn að tengja sig við veruleikann og koma að samningaborðinu og leita lausna? Vilja þeir láta óbilgjarna málsmeðferð sína leiða deiluna í algjörar ógöngur? Húsnæðisstuðningur: Ríkið getur hjálpað til Til viðbótar við ósk um breytta launatöflu hefur Efling lagt ríka áherslu á að tekið sé tillit til óvenju mikils húsnæðiskostnaðar hjá Eflingarfólki, sem einkum býr á höfuðborgarsvæðinu, þar sem bæði íbúðaverð og leiga eru með allra hæsta móti á landinu. Eðli máls samkvæmt er hægt að mæta þessu með launahækkunum eða með lagfæringum á húsnæðisstuðningi opinbera velferðarkerfisins (leigubótum og vaxtabótum). Að mörgu leyti er einfaldara að leysa þetta á vettvangi stjórnmálanna. Megin markmið húsnæðisstuðningskerfa er yfirleitt þannig í grannríkjunum að þeir sem búa við mest íþyngjandi húsnæðiskostnað fá mestan stuðning. Íslenska kerfið er hins vegar ekki þannig. Það tekur raunar lítið sem ekkert tillit til raunverulegs húsnæðiskostnaðar. Þannig eru til dæmis greiddar húsaleigubætur til láglaunafólks lægri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu (skv. gögnum í Tekjusögu forsætisráðuneytisins frá 2020). Efling hefur unnið greiningu á virkni húsnæðisstuðningskerfisins sem sýnir mikla galla núverandi kerfis, einmitt hvað snertir það markmið að létta sérstaklega mest íþyngjandi húsnæðiskostnaðinn. Þessir gallar eru einnig nefndir í nýrri grænbók Innviðaráðuneytisins um húsnæðismál (sjá hér, bls. 31-38). Ef stjórnvöld fengjust til að endurskoða úthlutunarreglur húsnæðisstuðningsins þannig að kerfið skilaði umtalsvert meiri stuðningi til þeirra sem búa við mest íþyngjandi húsnæðiskostnað og jafnframt með aukinni reglun í formi leigubremsu o.fl. í anda þess sem víða tíðkast í grannríkjunum þá gæti það verið mikilvægt framlag til lausnar deilunni. Samantekt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að Efling hafi ekki ætlað sér að semja heldur fyrst og fremst að fara í verkföll. Það er eins rangt og nokkuð getur verið, eins og hér hefur verið sýnt. Efling hefur unnið tilboð sín faglega og hóflega og ítrekað nálgast SA-menn en ekki einu sinni fengið umræður um efnisatriði nýrrar launatöflu né aðrar útfærslur. Þetta er auðvitað með ólíkindum. Einmitt þess vegna er deilan komin á þann stað sem nú blasir við. Er ekki tímabært að tengja? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur harðnað og engar viðræður hafa verið milli aðilanna um nokkurt skeið. Raunar hefur það einkennt þessa deilu frá byrjun að engar alvöru viðræður hafa farið fram við Eflingu að hálfu SA-manna. Enda var það þeirra ásetningur frá byrjun að láta aðra semja fyrir Eflingu. Þessi strategía SA er einmitt helsta rótin að þeim vanda sem nú blasir við. Skoðum það nánar. Halldór Benjamín bjó til vandann Herfræði SA-manna var frá upphafi hugsuð þannig, að ná samningi fyrst við þá sem voru líklegri til að vera auðveldari viðfangs en Efling og stilla Eflingu svo upp við vegg með annarra félaga samning (samning Starfsgreinasambandsins – SGS) og útiloka nokkur frávik frá honum. Þetta er ígildi þess að neita Eflingu, langstærsta félagi verkafólks í landinu, um þann sjálfstæða samningsrétt sem Eflingarfólk sannarlega hefur. Þetta var ekki vegna þess að upphaflegar kröfur Eflingar væru út úr öllu korti eða að Efling sýndi engan samningsvilja. Þvert á móti hefur Efling þrisvar sinnum fært niður kröfur sínar (sem upphaflega voru einfaldlega byggðar á uppfærslu Lífskjarasamningsins með tilliti til hærra verðbólgustigs), í endurteknum tilboðum til SA-manna. Efling hefur þannig ítrekað nálgast SA en þau hafa hins vegar ekki hreyft sig um millimetra – og beinlínis neitað að ræða um efnisatriði. Þetta er þeim mun alvarlegra fyrir þá sök að óbreyttur samningur SGS myndi skila Eflingarfólki lægri meðallaunum og minni raunhækkunum en almennt er hjá öðrum félögum SGS, vegna þess að samsetning Eflingarfélaga er ólík með tilliti til röðunar í launaflokka og starfsaldursþrep, auk þess sem misjafnt er hvernig álög og bónusar skila sér til félagsmanna. Þess vegna hefur Efling frá byrjun farið fram á breytta launatöflu, með annarri útfærslu en er í SGS-samningnum, og einnig að tillit væri tekið til þess að húsnæðiskostnaður er óvenju þungur á svæði Eflingarfólks (höfuðborgarsvæðinu). Í aðra röndina hafa SA-menn sagst vera tilbúnir til að ræða aðra útfærslu launatöflunnar og þá innan svipaðs kostnaðarmats og SGS-samningurinn, en hins vegar hafa þau ekki enn fengist til að ræða þessi mál. Hvers vegna skyldi það vera? Jú, svo virðist sem SA-menn hafi verið vissir um að Eflingu væri um megn að beita nokkrum þrýstingi í kjarabaráttu sinni, eftir að búið var að einangra félagið án raunverulegra samningaviðræðna og stilla upp óbreyttum SGS-samningi sem eina valkostinum sem í boði væri. Markmiðið var að þvinga Eflingu og smala félagsmönnum hennar í dilka Starfsgreinasambandsins, með lakari uppskeru en aðrir. Og gáið að því að Eflingarfólk er almennt með lægstu launin í samfélaginu og býr við hæsta húsnæðiskostnaðinn. Síðan þegar sáttasemjari gerði óbreytt tilboð SA-manna að „miðlunartillögu“ sinni, í þeirri von að aftra verkföllum, þá var þessi víðtæka tilraun til að afnema sjálfstæðan samningsrétt Eflingar orðin öllum ljós. Þetta var auðvitað óþolandi fyrir Eflingarfólk. SA-menn eru hins vegar enn við sama heygarðshornið og hvika hvergi, virðast stóla á að með atkvæðagreiðslu um „miðlunartillöguna“ verði hægt að þvinga fram lausn samkvæmt upphaflegu plani þeirra. Nú blasir við að Efling hefur alvöru slagkraft og í það stefnir að áhrif verkfalla geta orðið víðtæk á næstunni. Enginn skyldi heldur vanmeta getu Eflingarfólks til að fella „miðlunartillögu“ sáttasemjara. Er þá ekki tímabært fyrir SA-menn að tengja sig við veruleikann og koma að samningaborðinu og leita lausna? Vilja þeir láta óbilgjarna málsmeðferð sína leiða deiluna í algjörar ógöngur? Húsnæðisstuðningur: Ríkið getur hjálpað til Til viðbótar við ósk um breytta launatöflu hefur Efling lagt ríka áherslu á að tekið sé tillit til óvenju mikils húsnæðiskostnaðar hjá Eflingarfólki, sem einkum býr á höfuðborgarsvæðinu, þar sem bæði íbúðaverð og leiga eru með allra hæsta móti á landinu. Eðli máls samkvæmt er hægt að mæta þessu með launahækkunum eða með lagfæringum á húsnæðisstuðningi opinbera velferðarkerfisins (leigubótum og vaxtabótum). Að mörgu leyti er einfaldara að leysa þetta á vettvangi stjórnmálanna. Megin markmið húsnæðisstuðningskerfa er yfirleitt þannig í grannríkjunum að þeir sem búa við mest íþyngjandi húsnæðiskostnað fá mestan stuðning. Íslenska kerfið er hins vegar ekki þannig. Það tekur raunar lítið sem ekkert tillit til raunverulegs húsnæðiskostnaðar. Þannig eru til dæmis greiddar húsaleigubætur til láglaunafólks lægri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu (skv. gögnum í Tekjusögu forsætisráðuneytisins frá 2020). Efling hefur unnið greiningu á virkni húsnæðisstuðningskerfisins sem sýnir mikla galla núverandi kerfis, einmitt hvað snertir það markmið að létta sérstaklega mest íþyngjandi húsnæðiskostnaðinn. Þessir gallar eru einnig nefndir í nýrri grænbók Innviðaráðuneytisins um húsnæðismál (sjá hér, bls. 31-38). Ef stjórnvöld fengjust til að endurskoða úthlutunarreglur húsnæðisstuðningsins þannig að kerfið skilaði umtalsvert meiri stuðningi til þeirra sem búa við mest íþyngjandi húsnæðiskostnað og jafnframt með aukinni reglun í formi leigubremsu o.fl. í anda þess sem víða tíðkast í grannríkjunum þá gæti það verið mikilvægt framlag til lausnar deilunni. Samantekt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að Efling hafi ekki ætlað sér að semja heldur fyrst og fremst að fara í verkföll. Það er eins rangt og nokkuð getur verið, eins og hér hefur verið sýnt. Efling hefur unnið tilboð sín faglega og hóflega og ítrekað nálgast SA-menn en ekki einu sinni fengið umræður um efnisatriði nýrrar launatöflu né aðrar útfærslur. Þetta er auðvitað með ólíkindum. Einmitt þess vegna er deilan komin á þann stað sem nú blasir við. Er ekki tímabært að tengja? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar