Í endurhæfingu og erfðarannsókn vegna heilablóðfalls Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 13:32 Manuela Ósk Harðardóttir segir að þetta hefði farið verr ef hún hefði verið ein heima. Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir hefur þurft að hlúa vel að sér síðustu vikur, eftir að hún fékk heilablóðfall um jólin aðeins 39 ára gömul. Eins og fjallað var um hér á Lífinu þá var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið varð. Bjargaði hún lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. „Ég ekki að vinna. Ég er í endurhæfingu á Grensás og sálfræðingi, ég er í sjúkraþjálfun og hitti lækni,“ sagði Manuela um bataferlið í Brennslunni í dag. „Þetta er búið að vera brekka.“ Ung og hraust Eftir heilablóðfallið lá hún í þrjár vikur á taugadeild Landspítalans. „Ég vissi ekki hvort ég myndi getað labbað aftur, ég gat ekki hreyft mig.“ Þegar hún gat byrjað að hreyfa sig aftur þurfti hún að styðja sig við göngugrind. Er hún enn að upplifa höfuðverki. „Ég fæ skjálfta í hendurnar og er pínu völt.“ Manuela segir að það hafi enginn ástæða fundist fyrir heilablóðfallinu, hún sé ung og hraust og tikki ekki í nein box fyrir heilablóðfall. Oft sé einfaldlega ekki ástæða. „En ég er í erfðarannsókn.“ Missti sjálfstæðið Hún vinnur nú að því að jafna sig eftir þetta mikla áfall og segir að andlega hafi þetta verið mjög erfitt vegna kvíða. Hún er með gott bakland og hefur þurft að treysta mikið á aðra síðustu vikur. „Ég mátti bara byrja að keyra í síðustu viku,“ útskýrir Manuela. „Maður missir svo mikið sjálfstæðið.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræðir hún um aðdraganda heilablóðfallsins og áhrifin sem veikindin höfðu á hana. „Lífið verður bara miklu dýrmætara.“ Klippa: Manuela Ósk ræðir um heilablóðfallið og batann Brennslan FM957 Tengdar fréttir Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. 14. febrúar 2023 15:58 Manúela fékk heilablóðfall um jólin Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. 13. janúar 2023 16:16 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Eins og fjallað var um hér á Lífinu þá var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið varð. Bjargaði hún lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. „Ég ekki að vinna. Ég er í endurhæfingu á Grensás og sálfræðingi, ég er í sjúkraþjálfun og hitti lækni,“ sagði Manuela um bataferlið í Brennslunni í dag. „Þetta er búið að vera brekka.“ Ung og hraust Eftir heilablóðfallið lá hún í þrjár vikur á taugadeild Landspítalans. „Ég vissi ekki hvort ég myndi getað labbað aftur, ég gat ekki hreyft mig.“ Þegar hún gat byrjað að hreyfa sig aftur þurfti hún að styðja sig við göngugrind. Er hún enn að upplifa höfuðverki. „Ég fæ skjálfta í hendurnar og er pínu völt.“ Manuela segir að það hafi enginn ástæða fundist fyrir heilablóðfallinu, hún sé ung og hraust og tikki ekki í nein box fyrir heilablóðfall. Oft sé einfaldlega ekki ástæða. „En ég er í erfðarannsókn.“ Missti sjálfstæðið Hún vinnur nú að því að jafna sig eftir þetta mikla áfall og segir að andlega hafi þetta verið mjög erfitt vegna kvíða. Hún er með gott bakland og hefur þurft að treysta mikið á aðra síðustu vikur. „Ég mátti bara byrja að keyra í síðustu viku,“ útskýrir Manuela. „Maður missir svo mikið sjálfstæðið.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræðir hún um aðdraganda heilablóðfallsins og áhrifin sem veikindin höfðu á hana. „Lífið verður bara miklu dýrmætara.“ Klippa: Manuela Ósk ræðir um heilablóðfallið og batann
Brennslan FM957 Tengdar fréttir Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. 14. febrúar 2023 15:58 Manúela fékk heilablóðfall um jólin Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. 13. janúar 2023 16:16 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. 14. febrúar 2023 15:58
Manúela fékk heilablóðfall um jólin Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. 13. janúar 2023 16:16