Undirskrift Ásgeirs komin á nýprentaða tíu þúsund króna seðla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2023 10:02 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Erla Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjárhagssviðs Seðlabanka Íslands. Fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra eru komnir í umferð. Um er að ræða nýjan skammt af tíu þúsund króna seðlinum, sem var hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. Seðlaröðin var fyrst sett í umferð eftir gjaldmiðlabreytinguna árið 1981, þegar verðgildi krónunnar var hundraðfaldað. Ásgeir er 20. seðlabankastjórinn sem á undirritun á íslenskum peningaseðlum en um er að ræða eitt af öryggisatriðum seðlanna. Meðal hinna eru andlit Jóns Sigurðssonar í formi vatnsmerkis, öryggisþráður úr málmi, sjálflýsandi númer og myndir sem koma í ljós undir útfjólubláu ljósi, örletur af ýmsu tagi og þá er málmþynna á sumum seðlum, öryggisþráður með texta, vatnsmerki í hornum og blindramerki. „Nú eru um 80 milljarðar króna í umferð af seðlum og mynt. Af því eru tæplega 50 milljarðar í tíu þúsund króna seðlum. Af mynt eru 4,5 milljarðar króna í umferð. Fjárhæðir seðla sem eru í umferð eru 10.000 krónur, 5.000 krónur, 2.000 krónur, 1.000 krónur og 500 krónur. Tvö þúsund króna seðillinn hefur ekki verið prentaður og settur í umferð lengi. Hann er enn í fullu gildi en tiltölulega lítið er af honum í umferð,“ segir í tilkynningu á vef Seðlabankans. Á sama tíma fara vel yfir 98 prósent smásöluviðskipta fram með rafrænum hætti hjá þeim sem versla vikulega eða oftar. „Eftir sem áður hefur hlutur seðla og myntar í umferð verið lítt breyttur sem hlutfall af landsframleiðslu síðasta áratug, eða á bilinu 2-2,5%. Þetta hlutfall er með því lægsta sem þekkist, en var þó enn lægra í tvo áratugi fyrir bankahrunið, eða um 1%. Í hruninu tvöfaldaðist reiðufé í umferð, en slíkt gerist oft á óvissutímum. Enn fremur er líklegt að aukinn straumur ferðamanna til Íslands síðasta áratuginn hafi leitt til aukningar reiðufjár í umferð.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Tímamót Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Seðlaröðin var fyrst sett í umferð eftir gjaldmiðlabreytinguna árið 1981, þegar verðgildi krónunnar var hundraðfaldað. Ásgeir er 20. seðlabankastjórinn sem á undirritun á íslenskum peningaseðlum en um er að ræða eitt af öryggisatriðum seðlanna. Meðal hinna eru andlit Jóns Sigurðssonar í formi vatnsmerkis, öryggisþráður úr málmi, sjálflýsandi númer og myndir sem koma í ljós undir útfjólubláu ljósi, örletur af ýmsu tagi og þá er málmþynna á sumum seðlum, öryggisþráður með texta, vatnsmerki í hornum og blindramerki. „Nú eru um 80 milljarðar króna í umferð af seðlum og mynt. Af því eru tæplega 50 milljarðar í tíu þúsund króna seðlum. Af mynt eru 4,5 milljarðar króna í umferð. Fjárhæðir seðla sem eru í umferð eru 10.000 krónur, 5.000 krónur, 2.000 krónur, 1.000 krónur og 500 krónur. Tvö þúsund króna seðillinn hefur ekki verið prentaður og settur í umferð lengi. Hann er enn í fullu gildi en tiltölulega lítið er af honum í umferð,“ segir í tilkynningu á vef Seðlabankans. Á sama tíma fara vel yfir 98 prósent smásöluviðskipta fram með rafrænum hætti hjá þeim sem versla vikulega eða oftar. „Eftir sem áður hefur hlutur seðla og myntar í umferð verið lítt breyttur sem hlutfall af landsframleiðslu síðasta áratug, eða á bilinu 2-2,5%. Þetta hlutfall er með því lægsta sem þekkist, en var þó enn lægra í tvo áratugi fyrir bankahrunið, eða um 1%. Í hruninu tvöfaldaðist reiðufé í umferð, en slíkt gerist oft á óvissutímum. Enn fremur er líklegt að aukinn straumur ferðamanna til Íslands síðasta áratuginn hafi leitt til aukningar reiðufjár í umferð.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Tímamót Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira