Umdeildir launasamningar Haraldar standa Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2023 14:09 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ákvað um mitt ár 2020 að vinda ofan af samningunum sem forveri hennar í embætti gerði við yfirlögregluþjónana árið 2019. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Héraðsdómur dæmdi í málum yfirlögregluþjónanna fjögurra – þeirra Árna Elíasar Albertssonar, Ásgeirs Karlssonar, Óskars Bjartmarz og Guðmundar Ómars Þráinssonar – í október 2021. Mikið var fjallað um málið í febrúar 2020 þegar fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hefði hækkað um 48 prósent að meðaltali með samningnum sem Haraldur gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Þá fól samkomulagið í sér aukin lífeyrisréttindi, en með samningnum urðu laun umræddra starfsmanna hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann lét af embætti í mars 2020. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, fékk hann til starfa í ráðuneyti sínu.Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók svo við embætti ríkislögreglustjóra af Haraldi Johannessen í mars 2020 og fékk skömmu síðar lögfræðiálit um að forveri hennar í embætti hafi ekki haft heimild til að semja við yfirlögregluþjónana og aðstoðaryfirlögregluþjónana um umræddar kjarabætur. Sigríður Björk ákvað í kjölfarið að vinda ofan af samningunum og ákváðu þeir Árni Elías, Ásgeir, Óskar og Guðmundur Ómar þá að fara fram á staðið yrði við gerða samninga og stefndu embættinu. Alls leiddi samkomulag ríkislögreglustjóra frá 26. ágúst 2019, það er samkomulag Haraldar við lögreglumennina, til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem var um 55 prósenta hlutfallsleg hækkun. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Dómsmál Kjaramál Lögreglan Tengdar fréttir Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40 Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur. 21. nóvember 2020 10:14 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Héraðsdómur dæmdi í málum yfirlögregluþjónanna fjögurra – þeirra Árna Elíasar Albertssonar, Ásgeirs Karlssonar, Óskars Bjartmarz og Guðmundar Ómars Þráinssonar – í október 2021. Mikið var fjallað um málið í febrúar 2020 þegar fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hefði hækkað um 48 prósent að meðaltali með samningnum sem Haraldur gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Þá fól samkomulagið í sér aukin lífeyrisréttindi, en með samningnum urðu laun umræddra starfsmanna hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann lét af embætti í mars 2020. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, fékk hann til starfa í ráðuneyti sínu.Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók svo við embætti ríkislögreglustjóra af Haraldi Johannessen í mars 2020 og fékk skömmu síðar lögfræðiálit um að forveri hennar í embætti hafi ekki haft heimild til að semja við yfirlögregluþjónana og aðstoðaryfirlögregluþjónana um umræddar kjarabætur. Sigríður Björk ákvað í kjölfarið að vinda ofan af samningunum og ákváðu þeir Árni Elías, Ásgeir, Óskar og Guðmundur Ómar þá að fara fram á staðið yrði við gerða samninga og stefndu embættinu. Alls leiddi samkomulag ríkislögreglustjóra frá 26. ágúst 2019, það er samkomulag Haraldar við lögreglumennina, til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem var um 55 prósenta hlutfallsleg hækkun.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Dómsmál Kjaramál Lögreglan Tengdar fréttir Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40 Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur. 21. nóvember 2020 10:14 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40
Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur. 21. nóvember 2020 10:14
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?