Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 19:17 Ragnar Eldur Linduson, íbúi í Vatnagörðum. Vísir/egill Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar brunakerfi fór í gang. Hann kippti sér ekki upp við það, kerfið hafði ítrekað farið í gang dagana á undan. „En svo tíu mínútum síðar, í þriðja sinn sem kerfið fer í gang, heyri ég einhvern öskra „eldur eldur“, hóstandi. Ég sprett á fætur á brókinni, opna dyrnar, og þá kemur svartur mökkur á móti mér. Ég sá ekki neitt, þannig að ég skellti hurðinni, dreif mig í föt. Setti á mig tóman bakpoka og rauk út,“ segir Ragnar. Skreið út sótsvartur Þegar út var komið fylgdist hann ásamt öðrum íbúum með eldinum ágerast. Það hafi verið mikill léttir þegar honum varð ljóst að allir hefðu komist heilir út. „Og við heyrum rúðuna springa hægra megin í húsinu. Og svo gossar risaeldur út úr herberginu. Við höfðum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af fólkinu því flestir voru sofandi þegar þetta gerðist fyrir níu. Og svo tuttugu mínútum eftir það sáum við strákinn sem var nýfluttur í herbergið vinstra megin, alveg úti í enda, hann skreið út um gluggann þar sem reykherbergið er. Hann var allur sótsvartur, með reyk í nefinu og allt.“ Ragnar segir flesta íbúana bíða eftir að komast í meðferð. Þeir séu því margir á slæmum stað og ástandið sé oft erfitt, eins og íbúar annars áfangaheimilis Betra lífs lýstu í fréttum í fyrra. Sjálfur hafi hann fengið morðhótanir frá sambýlingum. „Það er engin eftirfylgni, engir fundir eða slíkt. Enginn skiptir sér af fólkinu. Einn íbúinn, í herberginu við hliðina á mér, hann fannst látinn. Og var þá búinn að vera látinn í nokkra daga.“ Á botni listans Unnið er að því hörðum höndum að finna húsnæði fyrir íbúa Vatnagarða sem fyrst. Ragnar kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. „Við erum á botninum á listanum. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu og annarri þjónustu. Þannig að já, það mætti gera betur.“ Hvað ertu að borga í leigu? „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar. Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17. febrúar 2023 11:57 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar brunakerfi fór í gang. Hann kippti sér ekki upp við það, kerfið hafði ítrekað farið í gang dagana á undan. „En svo tíu mínútum síðar, í þriðja sinn sem kerfið fer í gang, heyri ég einhvern öskra „eldur eldur“, hóstandi. Ég sprett á fætur á brókinni, opna dyrnar, og þá kemur svartur mökkur á móti mér. Ég sá ekki neitt, þannig að ég skellti hurðinni, dreif mig í föt. Setti á mig tóman bakpoka og rauk út,“ segir Ragnar. Skreið út sótsvartur Þegar út var komið fylgdist hann ásamt öðrum íbúum með eldinum ágerast. Það hafi verið mikill léttir þegar honum varð ljóst að allir hefðu komist heilir út. „Og við heyrum rúðuna springa hægra megin í húsinu. Og svo gossar risaeldur út úr herberginu. Við höfðum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af fólkinu því flestir voru sofandi þegar þetta gerðist fyrir níu. Og svo tuttugu mínútum eftir það sáum við strákinn sem var nýfluttur í herbergið vinstra megin, alveg úti í enda, hann skreið út um gluggann þar sem reykherbergið er. Hann var allur sótsvartur, með reyk í nefinu og allt.“ Ragnar segir flesta íbúana bíða eftir að komast í meðferð. Þeir séu því margir á slæmum stað og ástandið sé oft erfitt, eins og íbúar annars áfangaheimilis Betra lífs lýstu í fréttum í fyrra. Sjálfur hafi hann fengið morðhótanir frá sambýlingum. „Það er engin eftirfylgni, engir fundir eða slíkt. Enginn skiptir sér af fólkinu. Einn íbúinn, í herberginu við hliðina á mér, hann fannst látinn. Og var þá búinn að vera látinn í nokkra daga.“ Á botni listans Unnið er að því hörðum höndum að finna húsnæði fyrir íbúa Vatnagarða sem fyrst. Ragnar kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. „Við erum á botninum á listanum. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu og annarri þjónustu. Þannig að já, það mætti gera betur.“ Hvað ertu að borga í leigu? „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar.
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17. febrúar 2023 11:57 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13
„Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17. febrúar 2023 11:57