Jónas er viðskiptafræðingur að mennt og útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri. Þá stundar hann nám í viðburðarstjórnun við Háskólann á Hólum samhliða vinnu.
„Ég er verulega spenntur fyrir nýja starfinu og hlakka til samstarfs við viðskiptavini og fagaðila auk þeirrar aðkomu sem ég mun eiga að þróun á lausnum hugbúnaðarins fyrir íslenskan markað. Uniconta hefur á undanförnum árum hlotið góðar viðtökur hér á landi og það hefur sýnt sig og sannað að kerfið er öflug framtíðarlausn fyrir íslensk fyrirtæki,“ er haft eftir Jónasi í tilkynningu.