Þingmaður vill kljúfa Bandaríkin í tvennt Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 09:05 Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkona Repúblikanaflokksins, þegar hún gerði hróp að Joe Biden forseta á meðan á stefnuræðu hans stóð fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Umdeildur fulltrúadeildarþingmaður með vaxandi áhrif innan Repúblikanaflokksins kallaði eftir því að Bandaríkjunum yrði skipt í tvennt í annars vegar ríki þar sem meirihluti kýs repúblikana og hins vegar þar sem flestir kjósa demókrata. Þá vill hún banna þeim sem flytja frá síðarnefndu ríkjunum til þeirra fyrrnefndu að kjósa tímabundið. Yfirlýsingar Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkonu repúblikana frá Georgíu, um að svonefnd rauð og blá ríki ættu að halda hvor í sína áttinu voru ekki nýjar af nálinni. Hún hélt sambærilegum hugmyndum á lofti þegar hún var yst á hægri jaðri Repúblikanaflokksins og aðhylltist vitstola samsæriskenningar sem kenndar eru við Qanon undanfarin ár. Áhrif hennar hafa hins vegar aðeins farið vaxandi og er hún nú talin náin Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, og framvarðarsveit þingmeirihlutans í fulltrúadeildinni. Í tísti á forsetadaginn í Bandaríkjunum kallaði Taylor Greene eftir „þjóðarskilnaði“. Ástæðuna sagði hún landráð demókrata og „viðbjóðsleg“ menningartengd málefni sem væri troðið ofan í kokið á fólki. Taylor Greene lét ekki staðar numið þar. Í viðtali á Fox News-sjónvarpsstöðinni lagði hún til að fólki sem flytti frá ríkjum sem kjósa yfirleitt demókrata til ríkja sem kjósa repúblikana yrði bannað að kjósa í fimm ár. Ekki væri hægt að sætta grundvallarágreining á milli flokkanna tveggja. „Það síðasta sem ég vil sjá í Bandaríkjunum er borgarastríð, enginn vill það, að minnsta kosti enginn sem ég þekki, en það stefnir í þá átt og við verðum að gera eitthvað í því,“ sagði þingkonan. Marjorie Taylor Greene: "The last thing I ever want to see in America is a civil war ... but it's going that direction." pic.twitter.com/vqguBA58FZ— Aaron Rupar (@atrupar) February 22, 2023 Meirihluti kjósenda í Georgíu, heimaríki Taylor Greene, kaus Joe Biden forseta árið 2020 og báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins eru demókratar. Af fjórtán fulltrúadeildarþingmönnum þess eru níu repúblikanar en fimm demókratar. Repúblikanar fara með völdin á ríkisþingi Georgíu. Óljós er því hvort að Georgía teldist blátt eða rautt ríki samkvæmt skilgreiningu Taylor Greene. „Sjúk“ og „ill“ ummæli Viðbrögð við ummælum Taylor Greene létu ekki á sér standa. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah og repúblikani, sagði tillögu þingkonunnar „illa“. Bandaríkin þyrftu ekki á þjóðarskilnaði heldur hjónabandsráðgjöf að halda. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, sagði hugmyndina sturlaða. Robyn Patterson, talsmaður Hvíta hússins, sagði ummæli Taylor Greene „sjúk, sundrandi og ógnvekjandi“ þar sem þau kæmu frá þingmanni sem ætti meðal annars sæti í eftirlits- og heimavarnanefndum fulltrúadeildarinnar. Bandaríkjamenn háðu blóðugt borgarastríð frá 1861 til 1865 sem talið er að hafi kostað fleiri en 800.000 manns lífið. Stríðið hófst eftir að hópur suðurríkja sagði sig frá ríkjasambandinu vegna andstöðu þeirra við að afnema þrælahald. Bandaríkin Tengdar fréttir Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Yfirlýsingar Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkonu repúblikana frá Georgíu, um að svonefnd rauð og blá ríki ættu að halda hvor í sína áttinu voru ekki nýjar af nálinni. Hún hélt sambærilegum hugmyndum á lofti þegar hún var yst á hægri jaðri Repúblikanaflokksins og aðhylltist vitstola samsæriskenningar sem kenndar eru við Qanon undanfarin ár. Áhrif hennar hafa hins vegar aðeins farið vaxandi og er hún nú talin náin Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, og framvarðarsveit þingmeirihlutans í fulltrúadeildinni. Í tísti á forsetadaginn í Bandaríkjunum kallaði Taylor Greene eftir „þjóðarskilnaði“. Ástæðuna sagði hún landráð demókrata og „viðbjóðsleg“ menningartengd málefni sem væri troðið ofan í kokið á fólki. Taylor Greene lét ekki staðar numið þar. Í viðtali á Fox News-sjónvarpsstöðinni lagði hún til að fólki sem flytti frá ríkjum sem kjósa yfirleitt demókrata til ríkja sem kjósa repúblikana yrði bannað að kjósa í fimm ár. Ekki væri hægt að sætta grundvallarágreining á milli flokkanna tveggja. „Það síðasta sem ég vil sjá í Bandaríkjunum er borgarastríð, enginn vill það, að minnsta kosti enginn sem ég þekki, en það stefnir í þá átt og við verðum að gera eitthvað í því,“ sagði þingkonan. Marjorie Taylor Greene: "The last thing I ever want to see in America is a civil war ... but it's going that direction." pic.twitter.com/vqguBA58FZ— Aaron Rupar (@atrupar) February 22, 2023 Meirihluti kjósenda í Georgíu, heimaríki Taylor Greene, kaus Joe Biden forseta árið 2020 og báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins eru demókratar. Af fjórtán fulltrúadeildarþingmönnum þess eru níu repúblikanar en fimm demókratar. Repúblikanar fara með völdin á ríkisþingi Georgíu. Óljós er því hvort að Georgía teldist blátt eða rautt ríki samkvæmt skilgreiningu Taylor Greene. „Sjúk“ og „ill“ ummæli Viðbrögð við ummælum Taylor Greene létu ekki á sér standa. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah og repúblikani, sagði tillögu þingkonunnar „illa“. Bandaríkin þyrftu ekki á þjóðarskilnaði heldur hjónabandsráðgjöf að halda. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, sagði hugmyndina sturlaða. Robyn Patterson, talsmaður Hvíta hússins, sagði ummæli Taylor Greene „sjúk, sundrandi og ógnvekjandi“ þar sem þau kæmu frá þingmanni sem ætti meðal annars sæti í eftirlits- og heimavarnanefndum fulltrúadeildarinnar. Bandaríkjamenn háðu blóðugt borgarastríð frá 1861 til 1865 sem talið er að hafi kostað fleiri en 800.000 manns lífið. Stríðið hófst eftir að hópur suðurríkja sagði sig frá ríkjasambandinu vegna andstöðu þeirra við að afnema þrælahald.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30
Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32