Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 16:52 Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. „Ég met það svo að það væri ekki hjálplegt að drepa málum á dreif með frekari lagaþrætum og að skilja einhvern anga málsins eftir í einhverri óuppgerðri þrætu sé bara til þess að vefjast fyrir okkur við að ná niðurstöðu,“ segir Ástráður í samtali við fréttastofu. Viðtal við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Aðalsteinn Leifsson, þá ríkissáttasemjari í deilunni, krafðist þess fyrir héraðsdómi að Efling afhenti honum félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans, sem lögð var fram 26. janúar síðastliðinn . Féllst héraðsdómur á þá kröfu en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við eftir að Efling hafnaði að afhenda félagatalið og kærði úrskurð héraðsdóms. Áður en úrskurður Landsréttar var kveðinn upp afsöluðu lögmenn ríkissáttasemjara og Eflingar sér rétti til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Slíkt telst óheimilt samkvæmt lögum um meðferð einkamála en í 2. málsgrein 176. greinar laganna segir að afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar verði ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli. Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá deilunni eftir að úrskurður Landsréttar féll. „Varasamt fordæmi“ Í ljósi fyrrgreindrar stöðu vaknaði spurning um hvort nýr sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hygðist freista þess að fá Hæstarétt til að fjalla um úrskurð Landsréttar. Í tilkynningu frá ríkissáttasemjara kemur fram að lögmaður embættisins, Andri Árnason hafi tekið málið til skoðunar og skilað minnisblaði til sáttasemjara. „Að vandlega íhuguðu máli og í ljósi þess sem kemur fram í nefndu minnisblaði er það niðurstaða setts ríkissáttasemjara að hann mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá að kæra nefndan úrskurð til réttarins.“ segir í tilkynningunni. Í minnisblaði lögmanns ríkissáttasemjara er sérstaklega litið til þess að fyrrnefnt ákvæði laga um meðferð einkamála sé fyrst og fremst ætlað til verndar borgurunum en ekki stjórnvöldum og opinberum aðilum, „nema alveg sérstaklega standi á, niðurstaða ríkissáttasemjara hér að lútandi var ekki í formi einhliða yfirlýsingar, heldur sérstakt, gagnkvæmt, upplýst samkomulag og talið til hagsbóta fyrir málefnið.“ Þá segir að borgarar eigi almennt að geta treyst því, á grundvelli sjónarmiða um réttmætar væntingar, að stjórnvöld víki ekki frá fyrri ráðstöfunum nema sérstaklega standi á. „Myndi það mögulega vera varasamt fordæmi af hálfu opinberra aðila,“ segir í lok minnisblaðsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
„Ég met það svo að það væri ekki hjálplegt að drepa málum á dreif með frekari lagaþrætum og að skilja einhvern anga málsins eftir í einhverri óuppgerðri þrætu sé bara til þess að vefjast fyrir okkur við að ná niðurstöðu,“ segir Ástráður í samtali við fréttastofu. Viðtal við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Aðalsteinn Leifsson, þá ríkissáttasemjari í deilunni, krafðist þess fyrir héraðsdómi að Efling afhenti honum félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans, sem lögð var fram 26. janúar síðastliðinn . Féllst héraðsdómur á þá kröfu en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við eftir að Efling hafnaði að afhenda félagatalið og kærði úrskurð héraðsdóms. Áður en úrskurður Landsréttar var kveðinn upp afsöluðu lögmenn ríkissáttasemjara og Eflingar sér rétti til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Slíkt telst óheimilt samkvæmt lögum um meðferð einkamála en í 2. málsgrein 176. greinar laganna segir að afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar verði ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli. Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá deilunni eftir að úrskurður Landsréttar féll. „Varasamt fordæmi“ Í ljósi fyrrgreindrar stöðu vaknaði spurning um hvort nýr sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hygðist freista þess að fá Hæstarétt til að fjalla um úrskurð Landsréttar. Í tilkynningu frá ríkissáttasemjara kemur fram að lögmaður embættisins, Andri Árnason hafi tekið málið til skoðunar og skilað minnisblaði til sáttasemjara. „Að vandlega íhuguðu máli og í ljósi þess sem kemur fram í nefndu minnisblaði er það niðurstaða setts ríkissáttasemjara að hann mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá að kæra nefndan úrskurð til réttarins.“ segir í tilkynningunni. Í minnisblaði lögmanns ríkissáttasemjara er sérstaklega litið til þess að fyrrnefnt ákvæði laga um meðferð einkamála sé fyrst og fremst ætlað til verndar borgurunum en ekki stjórnvöldum og opinberum aðilum, „nema alveg sérstaklega standi á, niðurstaða ríkissáttasemjara hér að lútandi var ekki í formi einhliða yfirlýsingar, heldur sérstakt, gagnkvæmt, upplýst samkomulag og talið til hagsbóta fyrir málefnið.“ Þá segir að borgarar eigi almennt að geta treyst því, á grundvelli sjónarmiða um réttmætar væntingar, að stjórnvöld víki ekki frá fyrri ráðstöfunum nema sérstaklega standi á. „Myndi það mögulega vera varasamt fordæmi af hálfu opinberra aðila,“ segir í lok minnisblaðsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira