„Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2023 19:01 Gunnar Magnússon og Guðmundur Guðmundsson saman á HM í handbolta í síðasta mánuði vísir/vilhelm Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið í gær og var kjölfarið ljóst að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson myndu stýra liðinu í fjórum landsleikjum í mars og í apríl. „Þetta var persónulega mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig hann hafi brugðist við þegar hann fékk þau tíðindi að Guðmundur myndi hætta með íslenska landsliðið. „Ég og Gummi erum búnir að starfa saman í tuttugu ár og góðir vinir. Þetta er bara staðan sem er komin upp núna. Ég er sjálfur ekkert í allt of góðri stöðu, ég er starfsmaður HSÍ og var líka með Gumma í A-landsliðinu þannig að ég var svona mitt á milli. Þetta er engu að síður staðan sem er komin upp og alls ekki auðveld staða fyrir mig.“ Hann segist hafa viljað aðstoða HSÍ þegar leitað var eftir hans starfskröftum og á sama tíma gefa sambandinu svigrúm til að finna rétta manninn. „Við erum báðir starfsmenn þarna og okkur rennur kannski aðeins blóðið til skyldunnar að klára þetta, klára þetta verkefni og klára þessa undankeppni með liðinu.“ Fjórir leikir eru framundan í undankeppni fyrir EM á næsta ári, tveir leikir við Tékka í mars og leikir við Ísrael og Eista í apríl. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það þarf að velja liðið helst á morgun og þetta gerist auðvitað mjög hratt og bratt. Nú er bara okkar verkefni að velja hópinn sem fyrst og við klárum það á morgun. Við vorum með Gumma í þessu öllu saman og tókum þátt í þessu. Kosturinn við það að vinna með Gumma er að við vorum inni í öllum hlutum og í öllum ákvörðunum. Svo við erum inni í öllum skipulagi og allt annað og allri taktík. Það verða engar breytingar og það verður bara ein æfing fyrir leik og því munum við keyra áfram á okkar systemi og klára þetta og á sama tíma fær HSÍ svigrúm til að finna rétta þjálfrann.“ Hann segist ekki hafa áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynni HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki og hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Gunnar Magnússon. Klippa: Persónulega mjög erfitt fyrir mig Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið í gær og var kjölfarið ljóst að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson myndu stýra liðinu í fjórum landsleikjum í mars og í apríl. „Þetta var persónulega mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig hann hafi brugðist við þegar hann fékk þau tíðindi að Guðmundur myndi hætta með íslenska landsliðið. „Ég og Gummi erum búnir að starfa saman í tuttugu ár og góðir vinir. Þetta er bara staðan sem er komin upp núna. Ég er sjálfur ekkert í allt of góðri stöðu, ég er starfsmaður HSÍ og var líka með Gumma í A-landsliðinu þannig að ég var svona mitt á milli. Þetta er engu að síður staðan sem er komin upp og alls ekki auðveld staða fyrir mig.“ Hann segist hafa viljað aðstoða HSÍ þegar leitað var eftir hans starfskröftum og á sama tíma gefa sambandinu svigrúm til að finna rétta manninn. „Við erum báðir starfsmenn þarna og okkur rennur kannski aðeins blóðið til skyldunnar að klára þetta, klára þetta verkefni og klára þessa undankeppni með liðinu.“ Fjórir leikir eru framundan í undankeppni fyrir EM á næsta ári, tveir leikir við Tékka í mars og leikir við Ísrael og Eista í apríl. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það þarf að velja liðið helst á morgun og þetta gerist auðvitað mjög hratt og bratt. Nú er bara okkar verkefni að velja hópinn sem fyrst og við klárum það á morgun. Við vorum með Gumma í þessu öllu saman og tókum þátt í þessu. Kosturinn við það að vinna með Gumma er að við vorum inni í öllum hlutum og í öllum ákvörðunum. Svo við erum inni í öllum skipulagi og allt annað og allri taktík. Það verða engar breytingar og það verður bara ein æfing fyrir leik og því munum við keyra áfram á okkar systemi og klára þetta og á sama tíma fær HSÍ svigrúm til að finna rétta þjálfrann.“ Hann segist ekki hafa áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynni HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki og hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Gunnar Magnússon. Klippa: Persónulega mjög erfitt fyrir mig
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira