Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Bjarki Sigurðsson skrifar 23. febrúar 2023 12:44 Sólveig Anna Jónsdóttir ávarpaði Eflingarmeðlimi á samstöðufundi í dag. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. Í ræðu sinni á fundinum sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að verkbannið sem meðlimir SA hafa greitt atkvæði um að setja í gang sé glæpur og stríðsyfirlýsing. „Þetta fólk, þeirra attitúd og ömurleiki. Þau vilja frekar gera þetta en að semja við okkur. Eitthvað sem hefur ekki verið notað gegn verkafólki í tugi ára. Það er stef sem bara fólk sem hefur misst vitið, sem er ekki í takt við raunveruleikann, myndi setja spila,“ sagði Sólveig. Hún segir það vera verkefni Eflingarmeðlima að átta sig á því að sjá hversu viðbjóðslegt og skammarlegt framferði SA og vinnuveitenda er. „Það er ekki á ábyrgð Eflingar eða verakfólks sem er að berjast fyrir betri kjörum. Þátttaka í þessu verkbanni er valkvæð fyrir fyrirtækin. Það eru engin lög eða samningar sem neyða þau í að fylgja þessu. Ég vil að þið vitið að við í Eflingu vitum að margir vinnuveitendur hafi sagt þetta við starfsfólk sitt,“ sagði Sólveig. Þeir Eflingarmeðlimir sem ekki mega mæta til vinnu í verkbanninu fá ekki greitt úr verkfallssjóði Eflingar. Sólveig segir að það þurfi að vernda sjóðinn og að hann verði ekki tæmdur með þvingun og kúgun. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á ræðu Sólveigar í heild sinni. Klippa: Ræða Sólveigar Önnu á baráttufundi „Ef við borgum til allra þá tæmist sjóðurinn. Verkfallssjóðurinn verður að virka sem sjóður fyrir nefndina og svo fólk komist í verkfall. Ef spillta ráðafólkið ákveður að ráðast á sjóðinn þá er það hlutverk leiðtoga félagsins að koma í veg fyrir það,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til þess að ræða við yfirmenn sína skildu þeir ætla að neyða það í verkfall. Spyrja þá hvar mannúð þeirra sé. Líkt og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag mun Efling ekki fara í fleiri verkfallsaðgerðir en þær sem eru í gangi í bili. Hún segir verkbannið gera öll frekari verkföll tilgangslaus. „Staðan sem er í gangi sýnir að valdafólk hefur enga samúð með verkafólki. Þeim er alveg sama um að fólk fái lág laun, þeim er sama um húsnæðismálin, þau vilja bara að þau fái sín háu laun og tryggja valdastöðu sína. Þetta er núna í höndum ríkisstjórnarinnar. Vinnuveitendur eru nú að reyna að neyða ríkisstjórnina til að vinna með sér,“ sagði Sólveig. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í ræðu sinni á fundinum sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að verkbannið sem meðlimir SA hafa greitt atkvæði um að setja í gang sé glæpur og stríðsyfirlýsing. „Þetta fólk, þeirra attitúd og ömurleiki. Þau vilja frekar gera þetta en að semja við okkur. Eitthvað sem hefur ekki verið notað gegn verkafólki í tugi ára. Það er stef sem bara fólk sem hefur misst vitið, sem er ekki í takt við raunveruleikann, myndi setja spila,“ sagði Sólveig. Hún segir það vera verkefni Eflingarmeðlima að átta sig á því að sjá hversu viðbjóðslegt og skammarlegt framferði SA og vinnuveitenda er. „Það er ekki á ábyrgð Eflingar eða verakfólks sem er að berjast fyrir betri kjörum. Þátttaka í þessu verkbanni er valkvæð fyrir fyrirtækin. Það eru engin lög eða samningar sem neyða þau í að fylgja þessu. Ég vil að þið vitið að við í Eflingu vitum að margir vinnuveitendur hafi sagt þetta við starfsfólk sitt,“ sagði Sólveig. Þeir Eflingarmeðlimir sem ekki mega mæta til vinnu í verkbanninu fá ekki greitt úr verkfallssjóði Eflingar. Sólveig segir að það þurfi að vernda sjóðinn og að hann verði ekki tæmdur með þvingun og kúgun. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á ræðu Sólveigar í heild sinni. Klippa: Ræða Sólveigar Önnu á baráttufundi „Ef við borgum til allra þá tæmist sjóðurinn. Verkfallssjóðurinn verður að virka sem sjóður fyrir nefndina og svo fólk komist í verkfall. Ef spillta ráðafólkið ákveður að ráðast á sjóðinn þá er það hlutverk leiðtoga félagsins að koma í veg fyrir það,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til þess að ræða við yfirmenn sína skildu þeir ætla að neyða það í verkfall. Spyrja þá hvar mannúð þeirra sé. Líkt og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag mun Efling ekki fara í fleiri verkfallsaðgerðir en þær sem eru í gangi í bili. Hún segir verkbannið gera öll frekari verkföll tilgangslaus. „Staðan sem er í gangi sýnir að valdafólk hefur enga samúð með verkafólki. Þeim er alveg sama um að fólk fái lág laun, þeim er sama um húsnæðismálin, þau vilja bara að þau fái sín háu laun og tryggja valdastöðu sína. Þetta er núna í höndum ríkisstjórnarinnar. Vinnuveitendur eru nú að reyna að neyða ríkisstjórnina til að vinna með sér,“ sagði Sólveig.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira