„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 23:01 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast í næstu viku. Vísir/Arnar Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. Staðan er svipuð hjá öðrum olíufyrirtækjum. Framkvæmdastjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan væri erfið og að bæði dísel og bensín væri búið eða að klárast á nokkrum stærstu stöðvum fyrirtækisins. Á heimasíðu Olís má sjá birgðastöðu afgreiðslustöðva. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 hefur áhyggjur af ástandinu í næstu viku. „Það er betri staða á bensíni en varðandi díselbirgðirnar óttast ég að staðan verði orðin erfið um eða eftir helgi," segir Hinrik. Meðal stöðva sem þurft hefur að loka er N1 í Hafnarfirði. Hinrik segist óttast að stöðvar fyrirtækisins muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum. „Ég eiginlega þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi, en það verður orðið grafalvarlegt. Eins og ég segi, þetta verður þetta mjög erfið staða, og ljóst að við munum ekki ná að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum til okkar viðskiptavina um allt land.” Útlit er fyrir að bensínstöðvar muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum Fjölmargir starfsmenn N1 eru í Eflingu og varðandi fyrirhugað verkbann sem Samtök atvinnulífsins hafa boðað, segir Hinrik að starfsfólk sé alls ekki tilbúið að leggja niður störf. Ég held að það sé enginn sem er tilbúinn að leggja niður störf og vera launalaus. Það er ekki óskastaða nokkurs manns. Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð Samtök atvinnulífsins gáfu hinsvegar út yfirlýsingu seinni partinn í dag þar sem áréttað var að þátttaka fyrirtækja í verkbanni væri ekki valkvæð. Þá var einnig gefin út listi yfir þá hópa sem njóta undanþágu verkbanns sem boðað hefur verið á félagsmenn Eflingar. Það eru allir þeir sem starfa við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu auk lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum, björgunarsveitum, almannavörnum og menntastofnunum. Þegar um verkbann er að ræða má enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar mæta til vinnu nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Launagreiðslur falla niður yfir tímabilið sem verkbann stendur yfir líkt og í tilviki verkfalla, líkt og fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Samgöngur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Staðan er svipuð hjá öðrum olíufyrirtækjum. Framkvæmdastjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan væri erfið og að bæði dísel og bensín væri búið eða að klárast á nokkrum stærstu stöðvum fyrirtækisins. Á heimasíðu Olís má sjá birgðastöðu afgreiðslustöðva. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 hefur áhyggjur af ástandinu í næstu viku. „Það er betri staða á bensíni en varðandi díselbirgðirnar óttast ég að staðan verði orðin erfið um eða eftir helgi," segir Hinrik. Meðal stöðva sem þurft hefur að loka er N1 í Hafnarfirði. Hinrik segist óttast að stöðvar fyrirtækisins muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum. „Ég eiginlega þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi, en það verður orðið grafalvarlegt. Eins og ég segi, þetta verður þetta mjög erfið staða, og ljóst að við munum ekki ná að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum til okkar viðskiptavina um allt land.” Útlit er fyrir að bensínstöðvar muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum Fjölmargir starfsmenn N1 eru í Eflingu og varðandi fyrirhugað verkbann sem Samtök atvinnulífsins hafa boðað, segir Hinrik að starfsfólk sé alls ekki tilbúið að leggja niður störf. Ég held að það sé enginn sem er tilbúinn að leggja niður störf og vera launalaus. Það er ekki óskastaða nokkurs manns. Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð Samtök atvinnulífsins gáfu hinsvegar út yfirlýsingu seinni partinn í dag þar sem áréttað var að þátttaka fyrirtækja í verkbanni væri ekki valkvæð. Þá var einnig gefin út listi yfir þá hópa sem njóta undanþágu verkbanns sem boðað hefur verið á félagsmenn Eflingar. Það eru allir þeir sem starfa við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu auk lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum, björgunarsveitum, almannavörnum og menntastofnunum. Þegar um verkbann er að ræða má enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar mæta til vinnu nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Launagreiðslur falla niður yfir tímabilið sem verkbann stendur yfir líkt og í tilviki verkfalla, líkt og fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Samgöngur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira