„Ef að samfélagið fer að stöðvast þá verða stjórnvöld að grípa inn í“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. febrúar 2023 14:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir báða deiluaðila nánast hafa kallað eftir því að það verði höggvið á hnútinn annars staðar. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að hún gæti þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Miðlunartillaga væri ein lausn og ríkisstjórnin þurfi í hið minnsta að vera tilbúin enda geti tekið tíma að bregðast við. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand. Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið í algjörum hnút í nokkurn tíma en einhverjir hafa kallað eftir því að stjórnvöld stígi inn í með einhverjum hætti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki koma til greina á þessum tímapunkti en staðan sé metin dag frá degi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er meðal þeirra sem kallar eftir aðkomu stjórnvalda en í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir hann ljóst að deilan muni ekki leysast haldi viðræður áfram með óbreyttum hætti. Forsendur Samtaka atvinnulífsins og Eflingar séu þær sömu og í upphafi. „Hvorugt virðist geta gefið mikið eftir. Annars vegar eru það Samtök atvinnulífsins sem eru búin að semja við þorra vinnumarkaðarins og vilja ekki setja það allt í uppnám, og hins vegar Efling sem er auðvitað búin að fara í mikinn slag, stofna miklu til og telja sig þurfa að ná annars konar samningum,“ segir Sigmundur. Þá segir hann formann Eflingar jafnvel hafa sagt að deilan myndi leysast annars staðar en við samningsborðið. Forsendur beggja deiluaðila fyrir því að samningar náist hafi ekki breyst frá því að viðræður hófust og ekkert gengið hingað til. Ekki hægt að bíða bara og sjá hvað verður Þó tónninn hafi verið örlítið jákvæðari í gær, þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar samþykktu að fresta verkföllum og verkbanni boði ríkissáttasemjari til fundar, þá hafi ekkert breyst í viðræðunum sjálfum. Því þurfi stjórnvöld að grípa inn í með einhverjum hætti. „Það er alla vega tímabært að hefja undirbúning og það að undirbúningur sé hafinn getur líka aðeins ýtt á eftir samningum. Ég skil auðvitað stjórnvöld mjög vel að vilja forðast það eins lengi og hægt er að grípa inn í. Það er eðlileg og skynsamleg afstaða en þegar báðir deiluaðilar virðast vera að bíða eftir því að það verði höggvið á hnútinn annars staðar þá geta stjórnvöld ekki lengur falið sig fyrir vandanum,“ segir Sigmundur. Ein lausn væri að leyfa félagsmönnum bæði Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að greiða atkvæði um miðlunartillögu. Mögulega sé það lausn sem hentar öllum. „En í öllu falli þá geta stjórnvöld ekki verið í þeirri stöðu að bíða og sjá og ætla svo að bregðast við, jafnvel þegar það er orðið seint, tjónið orðið mikið eða enn erfiðara að vinda ofan af þessum vanda,“ segir Sigmundur. „Ef að samfélagið fer að stöðvast hérna þá verða stjórnvöld að grípa inn í.“ Fullyrðingar um skyldur deiluaðila til að ná samningum séu gildar en skili litlu ef þau ná ekki saman og allt samfélagið stöðvast vegna verkfalla og verkbanns. Þá sé komið að stjórnvöldum að leggja sitt af mörkum. Hann og aðrir þingmenn muni sjálfir meta stöðuna en fyrst og fremst hvetur hann ríkisstjórnina til að gera ráðstafanir og vera tilbúin. „Það getur tekið tíma að bregðast við og menn kannski bregðast verr við en ella ef þeir hafa ekki nýtt tímann til undirbúnings. Svo verðum við bara að fylgjast með og meta hvernig þetta þróast. En þegar báðir deiluaðilar eru nánast búnir að kalla eftir því að það verði höggvið á hnútinn annars staðar og hér er allt að sigla í strand, þá getur þingið ekki leyft sér að líta fram hjá vandanum lengur,“ segir Sigmundur. Kjaraviðræður 2022-23 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23. febrúar 2023 13:45 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið í algjörum hnút í nokkurn tíma en einhverjir hafa kallað eftir því að stjórnvöld stígi inn í með einhverjum hætti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki koma til greina á þessum tímapunkti en staðan sé metin dag frá degi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er meðal þeirra sem kallar eftir aðkomu stjórnvalda en í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir hann ljóst að deilan muni ekki leysast haldi viðræður áfram með óbreyttum hætti. Forsendur Samtaka atvinnulífsins og Eflingar séu þær sömu og í upphafi. „Hvorugt virðist geta gefið mikið eftir. Annars vegar eru það Samtök atvinnulífsins sem eru búin að semja við þorra vinnumarkaðarins og vilja ekki setja það allt í uppnám, og hins vegar Efling sem er auðvitað búin að fara í mikinn slag, stofna miklu til og telja sig þurfa að ná annars konar samningum,“ segir Sigmundur. Þá segir hann formann Eflingar jafnvel hafa sagt að deilan myndi leysast annars staðar en við samningsborðið. Forsendur beggja deiluaðila fyrir því að samningar náist hafi ekki breyst frá því að viðræður hófust og ekkert gengið hingað til. Ekki hægt að bíða bara og sjá hvað verður Þó tónninn hafi verið örlítið jákvæðari í gær, þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar samþykktu að fresta verkföllum og verkbanni boði ríkissáttasemjari til fundar, þá hafi ekkert breyst í viðræðunum sjálfum. Því þurfi stjórnvöld að grípa inn í með einhverjum hætti. „Það er alla vega tímabært að hefja undirbúning og það að undirbúningur sé hafinn getur líka aðeins ýtt á eftir samningum. Ég skil auðvitað stjórnvöld mjög vel að vilja forðast það eins lengi og hægt er að grípa inn í. Það er eðlileg og skynsamleg afstaða en þegar báðir deiluaðilar virðast vera að bíða eftir því að það verði höggvið á hnútinn annars staðar þá geta stjórnvöld ekki lengur falið sig fyrir vandanum,“ segir Sigmundur. Ein lausn væri að leyfa félagsmönnum bæði Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að greiða atkvæði um miðlunartillögu. Mögulega sé það lausn sem hentar öllum. „En í öllu falli þá geta stjórnvöld ekki verið í þeirri stöðu að bíða og sjá og ætla svo að bregðast við, jafnvel þegar það er orðið seint, tjónið orðið mikið eða enn erfiðara að vinda ofan af þessum vanda,“ segir Sigmundur. „Ef að samfélagið fer að stöðvast hérna þá verða stjórnvöld að grípa inn í.“ Fullyrðingar um skyldur deiluaðila til að ná samningum séu gildar en skili litlu ef þau ná ekki saman og allt samfélagið stöðvast vegna verkfalla og verkbanns. Þá sé komið að stjórnvöldum að leggja sitt af mörkum. Hann og aðrir þingmenn muni sjálfir meta stöðuna en fyrst og fremst hvetur hann ríkisstjórnina til að gera ráðstafanir og vera tilbúin. „Það getur tekið tíma að bregðast við og menn kannski bregðast verr við en ella ef þeir hafa ekki nýtt tímann til undirbúnings. Svo verðum við bara að fylgjast með og meta hvernig þetta þróast. En þegar báðir deiluaðilar eru nánast búnir að kalla eftir því að það verði höggvið á hnútinn annars staðar og hér er allt að sigla í strand, þá getur þingið ekki leyft sér að líta fram hjá vandanum lengur,“ segir Sigmundur.
Kjaraviðræður 2022-23 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23. febrúar 2023 13:45 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36
Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31
Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31
„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01
Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23. febrúar 2023 13:45