Sundföt leyfð í nektarnýlendu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. febrúar 2023 16:15 Húsfélagið hafði ráðið öryggisverði til að halda fólki í fötum frá sundlaugargörðunum. Getty/Jens Büttner Hæstiréttur Spánar hefur bannað húsfélagi nektarnýlendu á Suður-Spáni að meina fólki í sundfötum aðgang að sundlaugum hverfisins. Dómararnir telja bannið brot á jafnræðisreglunni. Húsfélagið hafði ráðið öryggisverði til að halda fólki í fötum frá sundlaugargörðunum. Það kann að koma mörgum á óvart en paradís nektarunnenda í Evrópu ku vera að finna í litlum bæ á Suður-Spáni. Nánar tiltekið í Vera í Almería-sýslu. Þar er til dæmis að finna eina „nektarhótel“ Spánar, og hér með er auglýst eftir betra orði yfir það fyrirbrigði. Þar eru allir allsberir frá kjallara upp í ris, á veitingastöðum, næturklúbbum og sundlaugum hótelsins, svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru margar strendur á þessu svæði fráteknar fyrir fólk sem vill sólbaða sig nakið. Í bænum er einnig að finna ein níu íbúðahverfi þar sem íbúar spranga um á Adams- og Evuklæðunum allan liðlangan daginn. Sumir búa þarna árið um kring en flestir fara þangað í nokkurra vikna sumarfríi. Öryggisverðir passa upp á nekt Eitt hverfið er þó undantekning frá nektarreglunni. Það heitir Nature World og verktakinn fór á hausinn í miðju byggingarferli. Því var brugðið á það ráð að selja hverjum sem kaupa vildi íbúðir í hverfinu. Upp úr því spratt sem sé blönduð byggð, það er að segja fólk í fötum og fólk án fata. Ný stjórn húsfélagsins fékk samþykkta þá reglu fyrir sex árum að fólk yrði að vera nakið við sundlaugar hverfisins, og ekki nóg með það heldur réði stjórnin öryggisverði til þess að halda fólki í sundskýlum, sundbolum og þaðan af efnismeiri klæðnaði frá sundlaugasvæðinu. Sundfatasinnar undu þessu ekki og eftir langan málarekstur sem rataði alla leið upp í Hæstarétt Spánar, höfðu þeir sigur og mega nú spranga um kappklæddir innan um þá strípuðu. Meðal annars með þeim rökum dómaranna að svona bann stríddi gegn jafnræðishugmyndinni og væri misrétti gagnvart þeim sem vildu baða sig í sundfötum. Næsta sumarfrí? Ismael Rodrigo, forseti Spænskra nektarsinna, sagði í samtali við fjölmiðla að þessi röksemdafærsla væri í meira lagi forvitnileg og fróðlegt væri að sjá hvort hún gengi í báðar áttir, þ.e.a.s. ef hinir nöktu færu að dúkka upp við sundlaugar sem ekki væru þeim ætlaðar. Fyrir áhugasama sem ekki hafa enn skipulagt sumarfríið sitt má nefna að frá Alicante-flugvelli til nektarnýlendunnar Vera er um tveggja klukkustunda akstur. Spánn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Það kann að koma mörgum á óvart en paradís nektarunnenda í Evrópu ku vera að finna í litlum bæ á Suður-Spáni. Nánar tiltekið í Vera í Almería-sýslu. Þar er til dæmis að finna eina „nektarhótel“ Spánar, og hér með er auglýst eftir betra orði yfir það fyrirbrigði. Þar eru allir allsberir frá kjallara upp í ris, á veitingastöðum, næturklúbbum og sundlaugum hótelsins, svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru margar strendur á þessu svæði fráteknar fyrir fólk sem vill sólbaða sig nakið. Í bænum er einnig að finna ein níu íbúðahverfi þar sem íbúar spranga um á Adams- og Evuklæðunum allan liðlangan daginn. Sumir búa þarna árið um kring en flestir fara þangað í nokkurra vikna sumarfríi. Öryggisverðir passa upp á nekt Eitt hverfið er þó undantekning frá nektarreglunni. Það heitir Nature World og verktakinn fór á hausinn í miðju byggingarferli. Því var brugðið á það ráð að selja hverjum sem kaupa vildi íbúðir í hverfinu. Upp úr því spratt sem sé blönduð byggð, það er að segja fólk í fötum og fólk án fata. Ný stjórn húsfélagsins fékk samþykkta þá reglu fyrir sex árum að fólk yrði að vera nakið við sundlaugar hverfisins, og ekki nóg með það heldur réði stjórnin öryggisverði til þess að halda fólki í sundskýlum, sundbolum og þaðan af efnismeiri klæðnaði frá sundlaugasvæðinu. Sundfatasinnar undu þessu ekki og eftir langan málarekstur sem rataði alla leið upp í Hæstarétt Spánar, höfðu þeir sigur og mega nú spranga um kappklæddir innan um þá strípuðu. Meðal annars með þeim rökum dómaranna að svona bann stríddi gegn jafnræðishugmyndinni og væri misrétti gagnvart þeim sem vildu baða sig í sundfötum. Næsta sumarfrí? Ismael Rodrigo, forseti Spænskra nektarsinna, sagði í samtali við fjölmiðla að þessi röksemdafærsla væri í meira lagi forvitnileg og fróðlegt væri að sjá hvort hún gengi í báðar áttir, þ.e.a.s. ef hinir nöktu færu að dúkka upp við sundlaugar sem ekki væru þeim ætlaðar. Fyrir áhugasama sem ekki hafa enn skipulagt sumarfríið sitt má nefna að frá Alicante-flugvelli til nektarnýlendunnar Vera er um tveggja klukkustunda akstur.
Spánn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira