Ruddust inn á sviðið hjá Loreen í miðju lagi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 22:49 Loreen þykir afar sigurstrangleg í undankeppni Svía fyrir Eurovision. EPA/MARC MUELLER Loreen fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Slökkt var á tónlistinni í miðju lagi Loreen að óvörum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald. Skyndilega var skipt yfir á kynninn, Farah Abadi, sem sagði að „gestur“ væri kominn upp á svið og þá var slökkt á tónlistinni. Verkefnastjóri Melodifestivalen segir að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta atriðisins til fulls og því hafi verið ákveðið að leyfa Loreen að syngja aftur. „Þetta var ekkert stórmál, þetta gerðist allt svo skyndilega. Ég hugsaði ekki mikið um það. Ég sá einhvern standa í smá fjarlægð sem virtist vera að dansa eða eitthvað – en ég hélt bara áfram,“ sagði Loreen við SVT. Uppákoman virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á gengi Loreen í keppninni í kvöld en hún fékk flest greiddra atkvæða. Lagið hennar, Tattoo, var annað tveggja sem komst áfram. Mennirnir virðast hafa verið á vegum hópsins Återställ Våtmarker, sem eru umhverfisaðgerðarsinnar, og beita sér fyrir endurheimt sænsks votlendis. Hópurinn hefur komið víða við, til að mynda í skemmtiþættinum Ållsang på Skansen. Þá stöðvuðu þeir einnig umferð í Essingeleden í Stokkhólmi í fyrrasumar sem gerði það að verkum að sjúkrabíll komst ekki leiðar sinnar. Tólf voru þá sakfelldir fyrir skemmdarverk og brot gegn valdstjórninni. Talsmaður lögreglu segir að fjórir hafi verið hnepptir í varðhald til að gæta öryggis á meðan keppnin stendur yfir. SVT greinir frá. Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Sjá meira
Skyndilega var skipt yfir á kynninn, Farah Abadi, sem sagði að „gestur“ væri kominn upp á svið og þá var slökkt á tónlistinni. Verkefnastjóri Melodifestivalen segir að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta atriðisins til fulls og því hafi verið ákveðið að leyfa Loreen að syngja aftur. „Þetta var ekkert stórmál, þetta gerðist allt svo skyndilega. Ég hugsaði ekki mikið um það. Ég sá einhvern standa í smá fjarlægð sem virtist vera að dansa eða eitthvað – en ég hélt bara áfram,“ sagði Loreen við SVT. Uppákoman virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á gengi Loreen í keppninni í kvöld en hún fékk flest greiddra atkvæða. Lagið hennar, Tattoo, var annað tveggja sem komst áfram. Mennirnir virðast hafa verið á vegum hópsins Återställ Våtmarker, sem eru umhverfisaðgerðarsinnar, og beita sér fyrir endurheimt sænsks votlendis. Hópurinn hefur komið víða við, til að mynda í skemmtiþættinum Ållsang på Skansen. Þá stöðvuðu þeir einnig umferð í Essingeleden í Stokkhólmi í fyrrasumar sem gerði það að verkum að sjúkrabíll komst ekki leiðar sinnar. Tólf voru þá sakfelldir fyrir skemmdarverk og brot gegn valdstjórninni. Talsmaður lögreglu segir að fjórir hafi verið hnepptir í varðhald til að gæta öryggis á meðan keppnin stendur yfir. SVT greinir frá.
Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Sjá meira
Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20