Sjáðu 99 ára Finna á spretti í Laugardal Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 07:31 Pekka Penttilä fékk medalíu um hálsinn í Laugardalnum um helgina. FRÍ/Marta Finninn Pekka Penttilä, sem verður 99 ára í mars, keppti í spretthlaupi á frjálsíþróttamóti í Laugardalshöll um helgina. Penttilä var elsti keppandinn á Norðurlandameistaramóti í eldri aldursflokkum en alls kepptu um 250 keppendur á mótinu sem fram fór í Laugardalshöll. Keppt var í tólf mismunandi greinum í aldursflokkum frá 35 til 99 ára. Penttilä keppti í 60 metra hlaupi og hér að neðan má sjá sprett hans, á myndbandi sem Marta María Bozovic Siljudóttir, starfsmaður Frjálsíþróttasambandsins, tók upp. Klippa: 99 ára Finni keppti í Laugardalshöll Penttilä var sá eini í sínum aldursflokki, 95-99 ára, og vann því til gullverðlauna en hann hljóp 60 metrana á 19,32 sekúndum. Næstur honum í aldri í 60 metra hlaupinu var Benedikt Bjarnarson sem er aðeins 87 ára gamall og hljóp á 12,93 sekúndum. Penttilä er fyrrverandi tugþrautarmaður. Í viðtali við finnska miðilinn Iltalehti eftir mót í fyrra kvaðst hann einfaldlega enn njóta þess að keppa og vera innan um fólk með sams konar hugarfar og hann. Hann sagðist hafa heyrt vel í fagnaðarlátunum á því móti, líkt og vonandi í Laugardalshöll um helgina, en að sjónin hefði versnað og hann ætti erfitt með lestur. Ágústa Tryggvadóttir keppti í fimm greinum og vann gull í langstökki og þrístökki.FRÍ/Marta Finnar urðu sigursælastir á mótinu um helgina og unnu alls 81 gullverðlaun en Íslendingar komu næstir með 51 gull. Svíar fengu 49 gull, Norðmenn 33 og Danir 21. Á mótinu voru einnig keppendur frá Litháen, Frakklandi, Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum, Hollandi, Slóvakíu, Írlandi og Ítalíu. Öll úrslit frá mótinu má finna hér. Myndir frá mótinu má sjá á myndasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Frjálsar íþróttir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira
Penttilä var elsti keppandinn á Norðurlandameistaramóti í eldri aldursflokkum en alls kepptu um 250 keppendur á mótinu sem fram fór í Laugardalshöll. Keppt var í tólf mismunandi greinum í aldursflokkum frá 35 til 99 ára. Penttilä keppti í 60 metra hlaupi og hér að neðan má sjá sprett hans, á myndbandi sem Marta María Bozovic Siljudóttir, starfsmaður Frjálsíþróttasambandsins, tók upp. Klippa: 99 ára Finni keppti í Laugardalshöll Penttilä var sá eini í sínum aldursflokki, 95-99 ára, og vann því til gullverðlauna en hann hljóp 60 metrana á 19,32 sekúndum. Næstur honum í aldri í 60 metra hlaupinu var Benedikt Bjarnarson sem er aðeins 87 ára gamall og hljóp á 12,93 sekúndum. Penttilä er fyrrverandi tugþrautarmaður. Í viðtali við finnska miðilinn Iltalehti eftir mót í fyrra kvaðst hann einfaldlega enn njóta þess að keppa og vera innan um fólk með sams konar hugarfar og hann. Hann sagðist hafa heyrt vel í fagnaðarlátunum á því móti, líkt og vonandi í Laugardalshöll um helgina, en að sjónin hefði versnað og hann ætti erfitt með lestur. Ágústa Tryggvadóttir keppti í fimm greinum og vann gull í langstökki og þrístökki.FRÍ/Marta Finnar urðu sigursælastir á mótinu um helgina og unnu alls 81 gullverðlaun en Íslendingar komu næstir með 51 gull. Svíar fengu 49 gull, Norðmenn 33 og Danir 21. Á mótinu voru einnig keppendur frá Litháen, Frakklandi, Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum, Hollandi, Slóvakíu, Írlandi og Ítalíu. Öll úrslit frá mótinu má finna hér. Myndir frá mótinu má sjá á myndasíðu Frjálsíþróttasambandsins.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira