Byrjaði upp á nýtt eftir röð áfalla Máni Snær Þorláksson skrifar 1. mars 2023 10:57 Ed Sheeran ákvað að byrja upp á nýtt á plötunni sinni eftir röð áfalla. Getty/ Joseph Okpako Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran tilkynnti um væntanlega plötu í dag. Ásamt því opnaði hann sig um ýmsa erfiðleika sem hann hefur gengið í gegnum. Þessi röð áfalla olli því að hann byrjaði upp á nýtt á plötunni. Nýja platan mun nefnast Subtract. Hún fellur þar með inn í stærðfræðiþemað sem Sheeran hefur haldið sig við þegar kemur að því að finna nöfn á plöturnar. Í dagbókarfærslu sem Sheeran birti á Instagram-síðu sinni í dag segir hann frá erfiðleikum sem ollu því að hann ákvað að endurgera plötuna frá grunni. „Ég var búinn að vinna í Subtract í áratug, reyndi að móta hina fullkomnu órafmögnuðu plötu, skrifaði og tók upp hundruðir laga með skýra sýn á hvernig ég hélt að platan ætti að vera,“ segir hann. Leið eins og hann væri að drukkna Sheeran segir að í byrjun ársins 2022 hafi mikið gerst sem breytti lífi hans, geðheilsu og því hvernig hann horfir á tónlist og aðra list. „Á innan við einum mánuði sagði ólétta eiginkonan mín mér að hún væri með æxli og að hún gæti ekki farið í meðferð fyrr en eftir fæðinguna. Jamal, besti vinur minn sem var mér sem bróðir, lést skyndilega og ég þurfti að mæta í dómssal til að verja heiðarleika minn og feril sem lagahöfundur.“ Þetta hafði mikil áhrif á tónlistarmanninn sem segir að í kjölfarið hafi hann barist við ótta, þunglyndi og kvíða. „Mér leið eins og ég væri að drukkna, hausinn var undir yfirborðinu, ég leit upp en náði ekki að brjóta mér leið til þess að fá súrefni.“ Opnar dyr að sálinni Eftir þetta fannst Sheeran eins og hann gæti ekki gefið út lögin sem hann samdi fyrir þessa lífsreynslu. Að hans sögn hefði það ekki sýnt almennilega hvar hann er staddur í lífinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að gera plötuna upp á nýtt. Sheeran segir að hann sé að opna dyr að sálinni sinni með plötunni eins og hún er í dag. „Í fyrsta skipti er ég ekki að reyna að búa til plötu sem ég hugsa að fólk eigi eftir að líka við, ég er einfaldlega að gefa eitthvað út sem er hreinskilið og sýnir hvar ég er staddur í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) Tónlist Geðheilbrigði Hollywood Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Nýja platan mun nefnast Subtract. Hún fellur þar með inn í stærðfræðiþemað sem Sheeran hefur haldið sig við þegar kemur að því að finna nöfn á plöturnar. Í dagbókarfærslu sem Sheeran birti á Instagram-síðu sinni í dag segir hann frá erfiðleikum sem ollu því að hann ákvað að endurgera plötuna frá grunni. „Ég var búinn að vinna í Subtract í áratug, reyndi að móta hina fullkomnu órafmögnuðu plötu, skrifaði og tók upp hundruðir laga með skýra sýn á hvernig ég hélt að platan ætti að vera,“ segir hann. Leið eins og hann væri að drukkna Sheeran segir að í byrjun ársins 2022 hafi mikið gerst sem breytti lífi hans, geðheilsu og því hvernig hann horfir á tónlist og aðra list. „Á innan við einum mánuði sagði ólétta eiginkonan mín mér að hún væri með æxli og að hún gæti ekki farið í meðferð fyrr en eftir fæðinguna. Jamal, besti vinur minn sem var mér sem bróðir, lést skyndilega og ég þurfti að mæta í dómssal til að verja heiðarleika minn og feril sem lagahöfundur.“ Þetta hafði mikil áhrif á tónlistarmanninn sem segir að í kjölfarið hafi hann barist við ótta, þunglyndi og kvíða. „Mér leið eins og ég væri að drukkna, hausinn var undir yfirborðinu, ég leit upp en náði ekki að brjóta mér leið til þess að fá súrefni.“ Opnar dyr að sálinni Eftir þetta fannst Sheeran eins og hann gæti ekki gefið út lögin sem hann samdi fyrir þessa lífsreynslu. Að hans sögn hefði það ekki sýnt almennilega hvar hann er staddur í lífinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að gera plötuna upp á nýtt. Sheeran segir að hann sé að opna dyr að sálinni sinni með plötunni eins og hún er í dag. „Í fyrsta skipti er ég ekki að reyna að búa til plötu sem ég hugsa að fólk eigi eftir að líka við, ég er einfaldlega að gefa eitthvað út sem er hreinskilið og sýnir hvar ég er staddur í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos)
Tónlist Geðheilbrigði Hollywood Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira