Umfjöllun viðtöl og myndir: Valur - Haukar 63-77 | Haukar komnir með innbyrðisstöðu gagnvart Val Sæbjörn Steinke skrifar 1. mars 2023 00:12 Haukakonur unnu gríðarlega mikilvægan sigur gegn Val í kvöld. Vísir/Bára Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Vísir/Bára Leikurinn byrjaði ríflega tuttugu mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. En þegar leikurinn byrjaði var nokkuð fljótt hægt að sjá hvort liðið væri betur stemmt í leikinn. Haukar voru með yfirhöndina frá nánast fyrstu sekúndu í leiknum í kvöld. Valskonur náðu tveggja stiga forskoti í upphafi en það var mesta forskot sem liðið náði í leiknum. Haukar leiddu með einu stigi eftir fyrsta fjórðung, níu stigum í hálfleik, tuttugu stigum eftir þriðja leikhluta og náði mest 25 stiga forskoti í leiknum. Vísir/Bára Gestirnir úr Hafnarfirði voru að hitta mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan lítið gekk hjá Val í þeim efnum hinu megin á vellinum. Það sem gerði út um leikinn var í raun frábær byrjun Hauka í seinni hálfleik sem komust fljótt upp í sextán stiga mun og skutu á þeim kafla heimakonur í kaf. Valur náði að minnka muninn um ellefu stig í lokafjórðungnum en minnst fór munurinn þá niður í tólf stig. Vísir/Bára Viðureignin var sú síðasta milli liðanna í deildinni og unnu Haukar þrjá af fjórum leikjum liðanna. Það þýðir að Haukar eru með innbyrðisstöðu gagnvart Val ef liðin enda með jafnmörg stig. Bæði lið eru með 38 stig og eiga fimm leiki eftir af deildinni svo líkurnar á því að þau endi jöfn eru talsverðar. Af hverju unnu Haukar? Þriggja stiga nýtingin fór langt með það. Það munar um að skjóta yfir 40 prósent fyrir utan línuna, sem er frábær hittni. Á sama tíma var Valur ekkert að hitta. Byrjunarlið Það hafði líka sitt að segja að Haukar náðu að halda Kiönu Johnson, ameríska leikmanni Vals, vel niðri og var hún einungis með níu stig eftir þrjá leikhluta og endaði með sautján stig og þrjá tapaða bolta. Hvað gekk illa? Valskonur voru að fara illa með mjög góð færi, galopin skot og það sem leit út fyrir að yrðu auðveld sniðskot inn á vítateig Hauka. Skotnýtingin, 44 prósent í tveggja stiga skotum og 12 prósent í þriggja stiga skotum er ekki nægilega gott. Bæði Ásta Júlía Grímsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir voru að fá stöður inn á teignum sem þær eiga að geta klárað mun betur. Valur tók nítján sóknarfráköst sem Bjarni, þjálfari Hauka, var ekki ánægður með en það kom ekki að sök í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Þær Lovísa Björt Henningsdóttir og Keira Robinson voru bestar á vellinum í kvöld. Lovísa var með 80 prósent þriggja stiga nýtingu og Keira var með 25 stig, tíu fráköst, sex stoðsendingar, ellefu fiskaðar villur og fjóra stolna bolta. Alls 30 í framlag. Hvað gerist næst? Valur mætir ÍR á útivelli eftir viku og sama dag mæta Haukar liði Keflavíkur í toppbaráttuslag. Bjarni Magnússon: Ætti að vera kominn í náttföt heima Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Vísir/Bára „Ég er ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum fyrir utan þessar síðustu fjórar mínútur. Þar fyrir utan var þetta brilljant, varnarlega vorum við til staðar og gerðum þetta mjög erfitt fyrir Val. Heildarbragurinn var góður,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Hann var spurður út í góða þriggja stiga nýtingu síns liðs. „Körfubolti er ekki flókin íþrótt, til að eiga góðan leik þarftu að skjóta boltanum vel. Við fengum góð færi á mörgum stöðum sem við nýttum vel. Lovísa er að koma til baka eftir axlarmeiðslum og er búin að finna smátt og smátt skotið sitt. Það hjálpaði rosalega í dag að geta teygt aðeins á vellinum.“ „En ég talaði um það fyrir leik að við ætluðum að vera sterkari, ekki að leyfa þeim að taka svona mörg sóknarfráköst. Það var ekki nógu gott og kannski eini mínusinn í leiknum. Hitt var bara svo helvíti gott og ég er mjög ánægður.“ Það var hiti í leiknum í lokaleikhlutunum þó að nokkuð ljóst var að Haukar myndu vinna leikinn. Skiptir máli að vinna með 25 stigum eða fjórtán? „Nei, það svo sem gerir það ekki. Það var mikilvægast fyrir okkur að vinna þennan leik og ná innbyrðis á Val. Hvort það yrði eitt stig eða tuttugu skipti ekki máli.“ Fyrir það sem koma skal, er best að byrja leiki tuttugu mínútum of seint? „Nei,“ sagði Bjarni og hló. „Þetta er alltof seint fyrir mig. Nú ætti ég að vera kominn í náttföt heima. Þetta er ekki gott fyrir liðin að þurfa að bíða svona lengi. Ég vil ekki sækja um tuttugu mínútna frestun á hverjum leik, alls ekki,“ sagði Bjarni að lokum. Ólafur Jónas: Getur verið rándýr leikur upp á framhaldið að gera Ólafur Jónas fer yfir málin með sínu liði.Vísir/Bára „Við vorum afleitar í dag fannst mér, á öllum sviðum. Gerðum ekki það sem við lögðum upp með og því fór sem fór. Haukarnir voru bara miklu betri en við í dag,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. Hann, líkt og Bjarni, var spurður út í þriggja stiga nýtinguna í kvöld. „Það hefur auðvitað helling að segja, vítanýting, þriggja stiga nýting. Þetta er hluti af fókusnum hjá okkur. Ef við mætum ekki fókuseraðar til leiks þá setjum við ekki skotin okkar niður. Þetta er allt partur af því að mæta til leiks, að gera undirbúninginn okkar. Ég hélt að við værum tilbúnar en svo var ekki og við fáum þetta kjaftshögg í dag. Við verðum að nýta það til góðs, en það svíður hvernig við töpuðum þessum leik.“ Er það jákvætt upp á framhaldið að gera að ná að minnka muninn um ellefu stig í lokin? „Já, það er jákvætt að við sýndum smá hjarta í lokin. Við vinnum fjórða leikhlutann og við vildum það. Það er samt ekki næstum því nóg.“ Ólafur var spurður út í þá staðreynda að Haukar eru með innbyrðisstöðuna á Val í deildinni. „Þetta getur verið rándýr leikur upp á framhaldið að gera. Ef við lendum jöfn þeim að stigum þá fá þær heimavallarréttinn. Auðvitað pælum við í því. Við þurfum bara að hugsa um næsta verkefni núna, klára okkar verkefni,“ sagði Ólafur. Hann var undir lok viðtals spurður út í dómgæsluna þar sem hann lét í sér heyra í lokafjórðungnum og tók Hildi Björgu Kjartansdóttur af velli til að vernda hana. „Ég ræði aldrei dómara í viðtölum. Þú sást það örugglega, ég var ekki sáttur við ansi margt. Þeir voru örugglega að gera sitt besta og allt það. Ég tók Hildi bara út af, var hræddur um að hún myndi meiða sig þarna. Annars bara „no comment“.“ Subway-deild kvenna Haukar Valur
Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Vísir/Bára Leikurinn byrjaði ríflega tuttugu mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. En þegar leikurinn byrjaði var nokkuð fljótt hægt að sjá hvort liðið væri betur stemmt í leikinn. Haukar voru með yfirhöndina frá nánast fyrstu sekúndu í leiknum í kvöld. Valskonur náðu tveggja stiga forskoti í upphafi en það var mesta forskot sem liðið náði í leiknum. Haukar leiddu með einu stigi eftir fyrsta fjórðung, níu stigum í hálfleik, tuttugu stigum eftir þriðja leikhluta og náði mest 25 stiga forskoti í leiknum. Vísir/Bára Gestirnir úr Hafnarfirði voru að hitta mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan lítið gekk hjá Val í þeim efnum hinu megin á vellinum. Það sem gerði út um leikinn var í raun frábær byrjun Hauka í seinni hálfleik sem komust fljótt upp í sextán stiga mun og skutu á þeim kafla heimakonur í kaf. Valur náði að minnka muninn um ellefu stig í lokafjórðungnum en minnst fór munurinn þá niður í tólf stig. Vísir/Bára Viðureignin var sú síðasta milli liðanna í deildinni og unnu Haukar þrjá af fjórum leikjum liðanna. Það þýðir að Haukar eru með innbyrðisstöðu gagnvart Val ef liðin enda með jafnmörg stig. Bæði lið eru með 38 stig og eiga fimm leiki eftir af deildinni svo líkurnar á því að þau endi jöfn eru talsverðar. Af hverju unnu Haukar? Þriggja stiga nýtingin fór langt með það. Það munar um að skjóta yfir 40 prósent fyrir utan línuna, sem er frábær hittni. Á sama tíma var Valur ekkert að hitta. Byrjunarlið Það hafði líka sitt að segja að Haukar náðu að halda Kiönu Johnson, ameríska leikmanni Vals, vel niðri og var hún einungis með níu stig eftir þrjá leikhluta og endaði með sautján stig og þrjá tapaða bolta. Hvað gekk illa? Valskonur voru að fara illa með mjög góð færi, galopin skot og það sem leit út fyrir að yrðu auðveld sniðskot inn á vítateig Hauka. Skotnýtingin, 44 prósent í tveggja stiga skotum og 12 prósent í þriggja stiga skotum er ekki nægilega gott. Bæði Ásta Júlía Grímsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir voru að fá stöður inn á teignum sem þær eiga að geta klárað mun betur. Valur tók nítján sóknarfráköst sem Bjarni, þjálfari Hauka, var ekki ánægður með en það kom ekki að sök í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Þær Lovísa Björt Henningsdóttir og Keira Robinson voru bestar á vellinum í kvöld. Lovísa var með 80 prósent þriggja stiga nýtingu og Keira var með 25 stig, tíu fráköst, sex stoðsendingar, ellefu fiskaðar villur og fjóra stolna bolta. Alls 30 í framlag. Hvað gerist næst? Valur mætir ÍR á útivelli eftir viku og sama dag mæta Haukar liði Keflavíkur í toppbaráttuslag. Bjarni Magnússon: Ætti að vera kominn í náttföt heima Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Vísir/Bára „Ég er ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum fyrir utan þessar síðustu fjórar mínútur. Þar fyrir utan var þetta brilljant, varnarlega vorum við til staðar og gerðum þetta mjög erfitt fyrir Val. Heildarbragurinn var góður,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Hann var spurður út í góða þriggja stiga nýtingu síns liðs. „Körfubolti er ekki flókin íþrótt, til að eiga góðan leik þarftu að skjóta boltanum vel. Við fengum góð færi á mörgum stöðum sem við nýttum vel. Lovísa er að koma til baka eftir axlarmeiðslum og er búin að finna smátt og smátt skotið sitt. Það hjálpaði rosalega í dag að geta teygt aðeins á vellinum.“ „En ég talaði um það fyrir leik að við ætluðum að vera sterkari, ekki að leyfa þeim að taka svona mörg sóknarfráköst. Það var ekki nógu gott og kannski eini mínusinn í leiknum. Hitt var bara svo helvíti gott og ég er mjög ánægður.“ Það var hiti í leiknum í lokaleikhlutunum þó að nokkuð ljóst var að Haukar myndu vinna leikinn. Skiptir máli að vinna með 25 stigum eða fjórtán? „Nei, það svo sem gerir það ekki. Það var mikilvægast fyrir okkur að vinna þennan leik og ná innbyrðis á Val. Hvort það yrði eitt stig eða tuttugu skipti ekki máli.“ Fyrir það sem koma skal, er best að byrja leiki tuttugu mínútum of seint? „Nei,“ sagði Bjarni og hló. „Þetta er alltof seint fyrir mig. Nú ætti ég að vera kominn í náttföt heima. Þetta er ekki gott fyrir liðin að þurfa að bíða svona lengi. Ég vil ekki sækja um tuttugu mínútna frestun á hverjum leik, alls ekki,“ sagði Bjarni að lokum. Ólafur Jónas: Getur verið rándýr leikur upp á framhaldið að gera Ólafur Jónas fer yfir málin með sínu liði.Vísir/Bára „Við vorum afleitar í dag fannst mér, á öllum sviðum. Gerðum ekki það sem við lögðum upp með og því fór sem fór. Haukarnir voru bara miklu betri en við í dag,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. Hann, líkt og Bjarni, var spurður út í þriggja stiga nýtinguna í kvöld. „Það hefur auðvitað helling að segja, vítanýting, þriggja stiga nýting. Þetta er hluti af fókusnum hjá okkur. Ef við mætum ekki fókuseraðar til leiks þá setjum við ekki skotin okkar niður. Þetta er allt partur af því að mæta til leiks, að gera undirbúninginn okkar. Ég hélt að við værum tilbúnar en svo var ekki og við fáum þetta kjaftshögg í dag. Við verðum að nýta það til góðs, en það svíður hvernig við töpuðum þessum leik.“ Er það jákvætt upp á framhaldið að gera að ná að minnka muninn um ellefu stig í lokin? „Já, það er jákvætt að við sýndum smá hjarta í lokin. Við vinnum fjórða leikhlutann og við vildum það. Það er samt ekki næstum því nóg.“ Ólafur var spurður út í þá staðreynda að Haukar eru með innbyrðisstöðuna á Val í deildinni. „Þetta getur verið rándýr leikur upp á framhaldið að gera. Ef við lendum jöfn þeim að stigum þá fá þær heimavallarréttinn. Auðvitað pælum við í því. Við þurfum bara að hugsa um næsta verkefni núna, klára okkar verkefni,“ sagði Ólafur. Hann var undir lok viðtals spurður út í dómgæsluna þar sem hann lét í sér heyra í lokafjórðungnum og tók Hildi Björgu Kjartansdóttur af velli til að vernda hana. „Ég ræði aldrei dómara í viðtölum. Þú sást það örugglega, ég var ekki sáttur við ansi margt. Þeir voru örugglega að gera sitt besta og allt það. Ég tók Hildi bara út af, var hræddur um að hún myndi meiða sig þarna. Annars bara „no comment“.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti