Engri losun vegna kola sópað undir teppið Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 07:00 Kol eru meðal annars notuð í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Þau eru ekki lengur talin með í tölum Orkustofnunar um frumorkunotkun. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda vegna kolanotkunar stóriðju á Íslandi er talin fram í losunarbókhaldi hennar þrátt fyrir að Orkustofnun telji kolin ekki lengur hluta af frumorkunotkun á landinu. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun segir að engin losun sé dulin með breytingunni. Kol voru talin hluti af frumorkunotkun í tæp áttatíu ár í samantekt Orkustofnunar um frumorkunotkun á Íslandi. Breyting varð á með samantekt fyrir árið 2020 en þá voru kol ekki lengur talin með í frumorkunotkun þar sem þau væru aðeins notuð í iðnaðarferla. Árið 2020 var það fyrsta þar sem hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa náði níutíu prósentum. Hlutfallið hækkaði um 6,2 prósentustig á milli ára. Brotthvarf kolanna úr orkublöndunni var þó aðeins brot af ástæðunni fyrir því. Kol voru þannig um 1,8 prósent af frumorkunotkun Íslands árið 2019, síðasta árið sem þau voru talin með í skýrslu Orkustofnunar. Alls gáfu þau 4,7 petajúl (PJ) af orku. Á milli áranna 2019 og 2020, fyrsta árs kórónuveiruheimsfaraldursins, dróst olíunotkun saman um fjórtán petajúl á sama tíma og endurnýjanlegir orkugjafar stóðu svo gott sem í stað. Losunin í bókhaldi stóriðju í ETS-kerfinu Iðnaðarferlarnir sem Orkustofnun vísar til að kolin séu notuð í eru annars vegar ál- og hins vegar kísilmálmframleiðsla. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, segir við Vísi að kolin séu notuð við efnahvörf til þess að losa ál og kísil frá súrefni í súráli annars vegar og kísiloxíði hins vegar. Framleiðslan sé knúin með raforku og kolin ekki notuð fyrir orku. Kol sem eru notuð við rafgreiningu súráls hafa ekki verið inni í frumorkunotkunarskýrslu Orkustofnunar, ólíkt kolum sem eru brennd í kísilverum. Sigurður segir að breytingin sem var gerð í skýrslunni sem kom út árið 2021 sé sú að kol kísilveranna séu ekki lengur talin með. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Losun gróðurhúsalofttegunda sem kolanotkunin veldur sé þó ekki sópað undir teppið með þeirri breytingu. Útblástur stóriðjunnar fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. „Það verður náttúrulega til koltvísýringur sem er bara í bókhaldi þessara fyrirtækja og í ETS-kerfinu þannig að það er ekkert verið að sópa losuninni neitt. Hún er öll bókuð og skilgreind,“ segir Sigurður. Verðum aðeins meira best í heimi Skýrsla Orkustofnunar um frumorkunotkun hefur heldur ekkert með skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum að gera. Breytt skilgreining kola í henni hafi engin áhrif á losunarbókhalds Íslands. Engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar eru um frumorkunotkunina sem slíka. Kolin hafi aðeins verið lítill hluti af frumorkunotkun Íslands eins og hún var skilgreind. Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í frumorkunotkun aukist vissulega við breytinguna en Ísland hafi hvort eð er verið fremst í heimi í þeim efnum. „Við erum náttúrulega langbest í heimi þar og við erum örlítið meira best í heimi við þessa breytingu,“ segir hann. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Kol voru talin hluti af frumorkunotkun í tæp áttatíu ár í samantekt Orkustofnunar um frumorkunotkun á Íslandi. Breyting varð á með samantekt fyrir árið 2020 en þá voru kol ekki lengur talin með í frumorkunotkun þar sem þau væru aðeins notuð í iðnaðarferla. Árið 2020 var það fyrsta þar sem hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa náði níutíu prósentum. Hlutfallið hækkaði um 6,2 prósentustig á milli ára. Brotthvarf kolanna úr orkublöndunni var þó aðeins brot af ástæðunni fyrir því. Kol voru þannig um 1,8 prósent af frumorkunotkun Íslands árið 2019, síðasta árið sem þau voru talin með í skýrslu Orkustofnunar. Alls gáfu þau 4,7 petajúl (PJ) af orku. Á milli áranna 2019 og 2020, fyrsta árs kórónuveiruheimsfaraldursins, dróst olíunotkun saman um fjórtán petajúl á sama tíma og endurnýjanlegir orkugjafar stóðu svo gott sem í stað. Losunin í bókhaldi stóriðju í ETS-kerfinu Iðnaðarferlarnir sem Orkustofnun vísar til að kolin séu notuð í eru annars vegar ál- og hins vegar kísilmálmframleiðsla. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, segir við Vísi að kolin séu notuð við efnahvörf til þess að losa ál og kísil frá súrefni í súráli annars vegar og kísiloxíði hins vegar. Framleiðslan sé knúin með raforku og kolin ekki notuð fyrir orku. Kol sem eru notuð við rafgreiningu súráls hafa ekki verið inni í frumorkunotkunarskýrslu Orkustofnunar, ólíkt kolum sem eru brennd í kísilverum. Sigurður segir að breytingin sem var gerð í skýrslunni sem kom út árið 2021 sé sú að kol kísilveranna séu ekki lengur talin með. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Losun gróðurhúsalofttegunda sem kolanotkunin veldur sé þó ekki sópað undir teppið með þeirri breytingu. Útblástur stóriðjunnar fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. „Það verður náttúrulega til koltvísýringur sem er bara í bókhaldi þessara fyrirtækja og í ETS-kerfinu þannig að það er ekkert verið að sópa losuninni neitt. Hún er öll bókuð og skilgreind,“ segir Sigurður. Verðum aðeins meira best í heimi Skýrsla Orkustofnunar um frumorkunotkun hefur heldur ekkert með skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum að gera. Breytt skilgreining kola í henni hafi engin áhrif á losunarbókhalds Íslands. Engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar eru um frumorkunotkunina sem slíka. Kolin hafi aðeins verið lítill hluti af frumorkunotkun Íslands eins og hún var skilgreind. Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í frumorkunotkun aukist vissulega við breytinguna en Ísland hafi hvort eð er verið fremst í heimi í þeim efnum. „Við erum náttúrulega langbest í heimi þar og við erum örlítið meira best í heimi við þessa breytingu,“ segir hann.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira