Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. október 2025 13:43 Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins með syni sínum Má Snorrasyni. Vísir/Lýður Valberg Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. Landsþing Miðflokksins stendur yfir á Hilton hótelinu í Reykjavík og kjörið var í embætti flokksins í dag. Upphaflega voru þrír í framboði til varaformanns, Snorri Másson, Ingibjörg Davíðsdóttir, og Bergþór Ólason, en Bergþór dró framboð sitt til baka síðdegis í gær. Gunnar Bragi Sveinsson var síðasti varaformaður Miðflokksins, sem átti síðast varaformann árið 2020. Varaformannsembættið var lagt niður á landsþingi flokksins í nóvember 2020. Hér má sjá og heyra stutt viðtal Smára Jökuls Jónssonar við Snorra skömmu eftir sigurinn á landsþingi. Óárennilegt stjórnmálaafl í uppsiglingu Snorri Másson hélt stutta tölu eftir að tilkynnt var um úrslitin þar sem hann þakkaði fyrir sig og sagðist djúpt snortinn af stuðningnum. „Ég held að hér sé í myndun býsna óárennilegt stjórnmálaafl í íslenskum stjórnmálum sem að gæti endað á að ógna mjög miklum, og já umfangsmiklum öflum sem eru nú við lýði, og þau eru það, við verðum að horfast í augu við það.“ „Mig hefur þyrst í að byggja flokkinn allan upp og styrkja hann til muna, það er að segja þetta starf með ykkur, það er starfið og undirstaðan sem ég held að við þurfum, ef við ætlum að fara á þessa margboðuðu siglingu.“ „Hún er hér með boðuð aftur, og við ætlum að vinna hana, og við ætlum að vinna inn fyrir henni. Þið eruð grunnurinn að þessu öllu og þið eruð fólkið í Miðflokknum, við ætlum að vinna þetta saman. Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn, og ég ætla ekki að bregðast ykkur,“ sagði Snorri. Hér má sjá og heyra ræðu Snorra eftir sigurinn. Þorgrímur Sigmundsson og Heiðbrá Ólafsdóttir hlutu kjör í stjórn flokksins. Fimm voru í framboði og dreifðust atkvæði svona: Guðbjörg Ragnhildur - 29 Þorsteinn B Sæmundsson - 43 Lárus Guðmundsson - 60 Heiðbrá Ólafsdóttir - 118 Þorgrímur Sigmundsson - 130 Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01 Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06 Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Landsþing Miðflokksins stendur yfir á Hilton hótelinu í Reykjavík og kjörið var í embætti flokksins í dag. Upphaflega voru þrír í framboði til varaformanns, Snorri Másson, Ingibjörg Davíðsdóttir, og Bergþór Ólason, en Bergþór dró framboð sitt til baka síðdegis í gær. Gunnar Bragi Sveinsson var síðasti varaformaður Miðflokksins, sem átti síðast varaformann árið 2020. Varaformannsembættið var lagt niður á landsþingi flokksins í nóvember 2020. Hér má sjá og heyra stutt viðtal Smára Jökuls Jónssonar við Snorra skömmu eftir sigurinn á landsþingi. Óárennilegt stjórnmálaafl í uppsiglingu Snorri Másson hélt stutta tölu eftir að tilkynnt var um úrslitin þar sem hann þakkaði fyrir sig og sagðist djúpt snortinn af stuðningnum. „Ég held að hér sé í myndun býsna óárennilegt stjórnmálaafl í íslenskum stjórnmálum sem að gæti endað á að ógna mjög miklum, og já umfangsmiklum öflum sem eru nú við lýði, og þau eru það, við verðum að horfast í augu við það.“ „Mig hefur þyrst í að byggja flokkinn allan upp og styrkja hann til muna, það er að segja þetta starf með ykkur, það er starfið og undirstaðan sem ég held að við þurfum, ef við ætlum að fara á þessa margboðuðu siglingu.“ „Hún er hér með boðuð aftur, og við ætlum að vinna hana, og við ætlum að vinna inn fyrir henni. Þið eruð grunnurinn að þessu öllu og þið eruð fólkið í Miðflokknum, við ætlum að vinna þetta saman. Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn, og ég ætla ekki að bregðast ykkur,“ sagði Snorri. Hér má sjá og heyra ræðu Snorra eftir sigurinn. Þorgrímur Sigmundsson og Heiðbrá Ólafsdóttir hlutu kjör í stjórn flokksins. Fimm voru í framboði og dreifðust atkvæði svona: Guðbjörg Ragnhildur - 29 Þorsteinn B Sæmundsson - 43 Lárus Guðmundsson - 60 Heiðbrá Ólafsdóttir - 118 Þorgrímur Sigmundsson - 130
Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01 Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06 Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01
Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06
Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02