Madrídingar misstigu sig í toppbaráttunni annan leikinn í röð 5. mars 2023 22:07 Madrídingar þurftu að sætta sig við jafntefli annan leikinn í röð. Vísir/Getty Spánarmeistarar Real Madrid þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið heimsótti Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var annað jafntefli Madrídinga í röð í deildinni eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli í borgarslagnum gegn Atlético Madrid um seinustu helgi. Real Madrid er því búið að misstíga sig í toppbaráttunni tvo leiki í röð og er nú níu stigum á eftir toppliði Barcelona. Real Madrid er með 53 stig í öðru sæti eftir 24 leiki. Real Betis, sem hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leik kvöldsins, situr hins vegar í fimmta sæti með 41 stig, aðeins þremur stigum á eftir Real Sociedad sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Spænski boltinn
Spánarmeistarar Real Madrid þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið heimsótti Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var annað jafntefli Madrídinga í röð í deildinni eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli í borgarslagnum gegn Atlético Madrid um seinustu helgi. Real Madrid er því búið að misstíga sig í toppbaráttunni tvo leiki í röð og er nú níu stigum á eftir toppliði Barcelona. Real Madrid er með 53 stig í öðru sæti eftir 24 leiki. Real Betis, sem hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leik kvöldsins, situr hins vegar í fimmta sæti með 41 stig, aðeins þremur stigum á eftir Real Sociedad sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti