Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2023 19:41 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir samgönfusáttmálann nú þegar hafa skilað mörgum jákvæðum verkefnum. Stöð 2/Ívar Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna var 54 prósent í kosningunum 2021 en er nú komið niður í 39 prósent samkvæmt könnun Maskínu og 40 prósent samkvæmt könnun Gallups.Grafík/Kristján Stjórnarflokkarnir endurnýjuðu umboð sitt til áframhaldandi samstarfs í alþingiskosningunum í september 2021 þegar þeir fengu samanlagt 54 prósenta fylgi, aðallega vegna mikillar fylgisaukningar Framsóknarflokksins. Samkvæmt könnunum Maskínu og Galllups er samanlagt fylgi flokkanna hins vegar komið í um 40 prósent. Samfylkingin hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningunum 2021 en fylgi stjórnarflokkanna þriggja hefur dalað verulega.Grafík/Kristján Samkvæmt febrúarkönnunum fyrirtækjanna nýtur Samfylkingin annan mánuðinn röð mest fylgis flokka með 23,3 prósent hjá Maskínu og 24 prósent hjá Gallup í febrúar. Á sama tíma og fylgi flokksins rúmlega tvöfaldast frá kosningum minnkar fylgi Framsóknarflokksins hins vegar um 5-7 prósentustig, Vinstri grænna um fimmog Sjálfstæðisflokksins um tvö til fjögur prósentustig. Ráðherrar stjórnarflokkanna sátu sinn hundraðasta ríkisstjórnarfund í morgun. Í dag var haldinn hundraðasti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórna Katrínar Jakobsdóttur. Hún segist ekki kippa sér upp við niðurstöður hvikra skoðanakannana.Stöð 2/Ívar „Ég kippi mér nú ekki mikið upp við skoðanakannanir. Veit að þær eru sí breytilegar og sí kvikar. Ég held að þessi ríkisstjórn hafi bæði átt tiltölulega góðu fylgi að fagna, bæði á síðasta kjörtímabili og þessu. Hefur að mestu leyti bara farnast ágætlega í sínum störfum,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Sjálfstæðismenn og fleiri í minnihluta borgarstjórnar og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt samgöngusáttmála ríkisstjórnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Bæði fyrir seinagang sumra verkefna og mikinn kostnaðarauka við einstök verkefni. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmálann enn í fullu gildi og kostnaðinn ekki farinn úr böndunum. Kostnaður hafi hins vegar aukist með vísitöluhækkunum meðal annars vegna stríðsins í Evrópu. „Síðan hafa einhver verkefni þroskast og stækkað. Væntingar til þess að sáttmálinn væri stærra tæki til enn frekari framkvæmda hafa vaxið mjög mikið,“ segir innviðaráðherra. Það væri því eðlilegt að staldra við og upplýsa stýrihópa og stjórnir og taka þær ákvarðanir sem þyrfti að taka. Skoða hvort þörf væri á að uppfæra sáttmálann vegna ákveðinna aðstæðna. „Í mínum augum er hann nú þegar búinn að skila fullt af jákvæðum verkefnum í höfn og önnur á leiðinni,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eðlilegt að kostnaður aukist með vísitölum og þroskun verkefna.Stöð 2/Ívar Margir segja hins vegar að lítið sé að gerast varðandi stór verkefni eins og Arnarnesveg, Sundabraut og stokk á Sæbraut. Innviðaráðherra segir öll þessi verkefni í góðum farvegi. Eftir því sem verkefni væru betur undirbúin þeim mun styttri og öruggari yrðu þau í framkvæmd og fjármögnun. „Sundabrautarverkefnið er risastórt. Það hefur aldrei verið áætlað að það byrji fyrr en 2026 og ljúki þrjátíu og eitt. Það er samt búið að vinna í því í mörg ár til þess að það náist. Arnarnesvegurinn er hins vegar að fara í útboð, svo dæmi sé tekið. Hann er bara af allt annarri stærðargráðu. Sæbrautar stokkurinn er ekki bara orðinn forsenda fyrir Sundabraut. Hann er líka forsenda þess að við ætlum að byggja þessa björgunarmiðstöð og koma öllum hlutum til og frá. Þannig að hann hefur verið að stækka í væntingum og kröfum til hans,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Sundabraut Borgarlína Borgarstjórn Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. 20. desember 2022 19:31 Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 20. janúar 2023 16:51 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna var 54 prósent í kosningunum 2021 en er nú komið niður í 39 prósent samkvæmt könnun Maskínu og 40 prósent samkvæmt könnun Gallups.Grafík/Kristján Stjórnarflokkarnir endurnýjuðu umboð sitt til áframhaldandi samstarfs í alþingiskosningunum í september 2021 þegar þeir fengu samanlagt 54 prósenta fylgi, aðallega vegna mikillar fylgisaukningar Framsóknarflokksins. Samkvæmt könnunum Maskínu og Galllups er samanlagt fylgi flokkanna hins vegar komið í um 40 prósent. Samfylkingin hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningunum 2021 en fylgi stjórnarflokkanna þriggja hefur dalað verulega.Grafík/Kristján Samkvæmt febrúarkönnunum fyrirtækjanna nýtur Samfylkingin annan mánuðinn röð mest fylgis flokka með 23,3 prósent hjá Maskínu og 24 prósent hjá Gallup í febrúar. Á sama tíma og fylgi flokksins rúmlega tvöfaldast frá kosningum minnkar fylgi Framsóknarflokksins hins vegar um 5-7 prósentustig, Vinstri grænna um fimmog Sjálfstæðisflokksins um tvö til fjögur prósentustig. Ráðherrar stjórnarflokkanna sátu sinn hundraðasta ríkisstjórnarfund í morgun. Í dag var haldinn hundraðasti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórna Katrínar Jakobsdóttur. Hún segist ekki kippa sér upp við niðurstöður hvikra skoðanakannana.Stöð 2/Ívar „Ég kippi mér nú ekki mikið upp við skoðanakannanir. Veit að þær eru sí breytilegar og sí kvikar. Ég held að þessi ríkisstjórn hafi bæði átt tiltölulega góðu fylgi að fagna, bæði á síðasta kjörtímabili og þessu. Hefur að mestu leyti bara farnast ágætlega í sínum störfum,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Sjálfstæðismenn og fleiri í minnihluta borgarstjórnar og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt samgöngusáttmála ríkisstjórnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Bæði fyrir seinagang sumra verkefna og mikinn kostnaðarauka við einstök verkefni. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmálann enn í fullu gildi og kostnaðinn ekki farinn úr böndunum. Kostnaður hafi hins vegar aukist með vísitöluhækkunum meðal annars vegna stríðsins í Evrópu. „Síðan hafa einhver verkefni þroskast og stækkað. Væntingar til þess að sáttmálinn væri stærra tæki til enn frekari framkvæmda hafa vaxið mjög mikið,“ segir innviðaráðherra. Það væri því eðlilegt að staldra við og upplýsa stýrihópa og stjórnir og taka þær ákvarðanir sem þyrfti að taka. Skoða hvort þörf væri á að uppfæra sáttmálann vegna ákveðinna aðstæðna. „Í mínum augum er hann nú þegar búinn að skila fullt af jákvæðum verkefnum í höfn og önnur á leiðinni,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eðlilegt að kostnaður aukist með vísitölum og þroskun verkefna.Stöð 2/Ívar Margir segja hins vegar að lítið sé að gerast varðandi stór verkefni eins og Arnarnesveg, Sundabraut og stokk á Sæbraut. Innviðaráðherra segir öll þessi verkefni í góðum farvegi. Eftir því sem verkefni væru betur undirbúin þeim mun styttri og öruggari yrðu þau í framkvæmd og fjármögnun. „Sundabrautarverkefnið er risastórt. Það hefur aldrei verið áætlað að það byrji fyrr en 2026 og ljúki þrjátíu og eitt. Það er samt búið að vinna í því í mörg ár til þess að það náist. Arnarnesvegurinn er hins vegar að fara í útboð, svo dæmi sé tekið. Hann er bara af allt annarri stærðargráðu. Sæbrautar stokkurinn er ekki bara orðinn forsenda fyrir Sundabraut. Hann er líka forsenda þess að við ætlum að byggja þessa björgunarmiðstöð og koma öllum hlutum til og frá. Þannig að hann hefur verið að stækka í væntingum og kröfum til hans,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Sundabraut Borgarlína Borgarstjórn Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. 20. desember 2022 19:31 Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 20. janúar 2023 16:51 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08
Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. 20. desember 2022 19:31
Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35
Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 20. janúar 2023 16:51