Katrín Tanja skiptir bókstaflega um lit á nýju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2023 08:20 Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar að breyta mörgum hlutum hjá sér á nýju ári. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir missti af heimsleikunum í fyrra þeim fyrstu í átta ár. Katrín hefur breytt miklu síðan þá. Katrín Tanja var flutt heim til Íslands í fyrra og æfði með Anníe Mist Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík fyrir síðasta tímabil. Nú er Katrín flutt aftur til Bandaríkjanna en ekki á Austuströndina þar sem hún æfði í mörg ár undir stjórn Ben Bergeron hjá CrossFit New England. Katrín Tanja er í staðinn komin alla leið til Idaho fylkis í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Katrín Tanja hefur ekki aðeins breytt um heimili frá því á síðasta tímabili heldur hefur hún einnig sótt um bandarískt ríkisfang og keppir á þessum heimsleikum undir fána Bandaríkjanna en ekki þeim íslenska. Katrín hætti þó ekki þar því hún ákvað að breyta líka um útlit. Katrín frumsýndi nýja háralitinn á dögunum. Það mun taka smá tíma að venjast dökkhærðri Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Með þessu útspili er enginn vafi lengur að við munum sjá splunkunýja Katrínu Tönju á árinu 2023. Hvað það skilar henni árangurslega verður spennandi að sjá. Það er þekkt þegar Katrín kom gríðarlega sterk til baka eftir að hafa misst af heimsleikunum árið 2014. Katrín kom til baka á næsta ári og varð heimsmeistari. Hún varði síðan heimsmeistaratitilinn árið eftir. Katrín endaði í tíunda sæti á heimsleikunum 2021 en hafði þar áður verið á topp fimm á sex heimsleikum í röð. Opni hluti undankeppninnar er nú að klárast og framundan eru átta manna úrslitin þar sem keppendur reyna að tryggja sér sæti inn á undanúrslitamótinu. Katrín, sparar sér langa ferð til Evrópu með því að keppa undir merkjum Bandaríkjanna og keppir því í undanúrslitamóti í Norður-Ameríku komist hún þangað. CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Katrín Tanja var flutt heim til Íslands í fyrra og æfði með Anníe Mist Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík fyrir síðasta tímabil. Nú er Katrín flutt aftur til Bandaríkjanna en ekki á Austuströndina þar sem hún æfði í mörg ár undir stjórn Ben Bergeron hjá CrossFit New England. Katrín Tanja er í staðinn komin alla leið til Idaho fylkis í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Katrín Tanja hefur ekki aðeins breytt um heimili frá því á síðasta tímabili heldur hefur hún einnig sótt um bandarískt ríkisfang og keppir á þessum heimsleikum undir fána Bandaríkjanna en ekki þeim íslenska. Katrín hætti þó ekki þar því hún ákvað að breyta líka um útlit. Katrín frumsýndi nýja háralitinn á dögunum. Það mun taka smá tíma að venjast dökkhærðri Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Með þessu útspili er enginn vafi lengur að við munum sjá splunkunýja Katrínu Tönju á árinu 2023. Hvað það skilar henni árangurslega verður spennandi að sjá. Það er þekkt þegar Katrín kom gríðarlega sterk til baka eftir að hafa misst af heimsleikunum árið 2014. Katrín kom til baka á næsta ári og varð heimsmeistari. Hún varði síðan heimsmeistaratitilinn árið eftir. Katrín endaði í tíunda sæti á heimsleikunum 2021 en hafði þar áður verið á topp fimm á sex heimsleikum í röð. Opni hluti undankeppninnar er nú að klárast og framundan eru átta manna úrslitin þar sem keppendur reyna að tryggja sér sæti inn á undanúrslitamótinu. Katrín, sparar sér langa ferð til Evrópu með því að keppa undir merkjum Bandaríkjanna og keppir því í undanúrslitamóti í Norður-Ameríku komist hún þangað.
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira