Gítarleikari og einn stofnmeðlima Lynyrd Skynyrd látinn Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2023 08:03 Gary Rossington á tónleikum Lynyrd Skynyrd árið 2019. Getty Gary Rossington, gítarleikari bandarísku sveitarinnar Lynyrd Skynyrd, er látinn, 71 árs að aldri. Með honum er genginn síðasti eftirlifandi stofnmeðlimur sveitarinnar sem er hvað frægust fyrir lag sitt Sweet Home Alabama. Ekki hefur verið gefið upp hvað hafi dregið Rossington til dauða, en til stóð að sveitin myndi hefja nýtt tónleikaferðalag sitt eftir fjóra mánuði. Rossington er eini meðlimur sveitarinnar sem hefur spilað inn á allar plötur sveitarinnar. Rossington hafði um árabil glímt við vanheilsu, en hann fékk hjartaáfall árið 2015 og gekkst undir hjartaaðgerð árið 2021. Rossington fæddist í Jacksonville í Flórída árið 1951 og stofnaði sveitina Me, You and Him árið 1964 – sveit sem síðar breytti nafni sínu í Lynyrd Skynyrd. Með Rossington í sveitinni voru bassaleikarinn Larry Junstrom og trommarinnn Bob Burns. Þeir félarar kynntust síðar söngvaranum Ronnie Van Zant sem gekk til liðs við sveitina. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 1973 þar sem var meðal annars að finna lagið Free Bird sem átti eftir að verða eitt frægasta lag sveitarinnar. Rossington var í hópi þeirra sem sömdu svo lagið Sweet Home Alabama sem var að finna á annarri plötu sveitarinnar Second Helping. Rossington komst lífs af úr flugslysi í Mississippi árið 1977 þar sem söngvarinn Van Zant og gítarleikarinn Steve Gaines voru í hópi þeirra sem fórust. Auk þeirra létust systir Geines, bakraddasöngkonan Cassie Gaines, báðir flugmenn vélarinnar og aðstoðarrótarinn Dean Kilpatrick. Tuttugu manns komust lífs af úr slysinu. Eftir slysið leystist sveitin upp, en kom aftur saman árið 1987 með Rossington og nýjum liðsmönnum. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Ekki hefur verið gefið upp hvað hafi dregið Rossington til dauða, en til stóð að sveitin myndi hefja nýtt tónleikaferðalag sitt eftir fjóra mánuði. Rossington er eini meðlimur sveitarinnar sem hefur spilað inn á allar plötur sveitarinnar. Rossington hafði um árabil glímt við vanheilsu, en hann fékk hjartaáfall árið 2015 og gekkst undir hjartaaðgerð árið 2021. Rossington fæddist í Jacksonville í Flórída árið 1951 og stofnaði sveitina Me, You and Him árið 1964 – sveit sem síðar breytti nafni sínu í Lynyrd Skynyrd. Með Rossington í sveitinni voru bassaleikarinn Larry Junstrom og trommarinnn Bob Burns. Þeir félarar kynntust síðar söngvaranum Ronnie Van Zant sem gekk til liðs við sveitina. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 1973 þar sem var meðal annars að finna lagið Free Bird sem átti eftir að verða eitt frægasta lag sveitarinnar. Rossington var í hópi þeirra sem sömdu svo lagið Sweet Home Alabama sem var að finna á annarri plötu sveitarinnar Second Helping. Rossington komst lífs af úr flugslysi í Mississippi árið 1977 þar sem söngvarinn Van Zant og gítarleikarinn Steve Gaines voru í hópi þeirra sem fórust. Auk þeirra létust systir Geines, bakraddasöngkonan Cassie Gaines, báðir flugmenn vélarinnar og aðstoðarrótarinn Dean Kilpatrick. Tuttugu manns komust lífs af úr slysinu. Eftir slysið leystist sveitin upp, en kom aftur saman árið 1987 með Rossington og nýjum liðsmönnum.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira