Snorri um fjölgun Valsara í landsliðinu: „Þetta gefur mér alveg fullt“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson líflegur á hliðarlínunni hjá Val en Valsmenn hafa haft margar ástæður til að fagna síðustu misseri með Snorra í brúnni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðarnir tveir í íslenska karlalandsliðinu í handbolta eru úr Val og stigu báðir sín fyrstu skref í meistaraflokki undir handleiðslu þjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri segir það viðurkenningu fyrir Valsliðið og sig sjálfan, og að það fylli hann stolti. Af sautján leikmönnum í íslenska hópnum sem mættur er til Tékklands, vegna einvígisins um efsta sæti í undanriðli EM, eru þrír sem spila á Íslandi og koma þeir allir úr Val. Björgvin Páll Gústavsson, samherji Snorra úr landsliðinu til margra ára, er langleikjahæstur í hópnum en einnig eru þar í fyrsta sinn hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia og skyttan Arnór Snær Óskarsson sem bættist í hópinn rétt fyrir leikina tvo við Tékka. Viðurkenning fyrir liðið allt og mig Snorri segir það gera mikið fyrir sig að sjá Valsara fá tækifæri með landsliðinu, eins og Ýmir Örn Gíslason, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson hafa einnig gert. „Mér finnst það ótrúlega gaman og hefur alltaf fundist það. Það gefur mér sérstaklega mikið að sjá stráka sem ég hef tekið inn í meistaraflokkinn, stráka sem ég hef samt ekkert „búið til“ heldur aðrir í Val, verða fyrir valinu. Mér finnst það viðurkenning fyrir liðið allt og líka mig. Þetta gefur mér alveg fullt,“ segir Snorri. Valsmenn hafa rakað inn titlum síðustu misseri og komist í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, með Stiven, Arnór og að sjálfsögðu Björgvin í fantaformi. Það kemur svo í ljós á morgun hvort og hve mikinn þátt Valsararnir taka þátt í leiknum við Tékka ytra, en liðin mætast svo einnig í Laugardalshöll á sunnudag. Snorri hefur hvað helst verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar og gæti því haldið áfram að þjálfa suma af leikmönnum sínum úr Val, fari svo að hann taki við landsliðinu. Í viðtali við Snorra sem birtist á Vísi í morgun sagði hann það vissulega draum sinn að þjálfa landsliðið en að það væri einnig draumur að þjálfa stórlið í Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur enn sem komið er ekki rætt við HSÍ en formaður sambandsins hefur gefið það út að farið verði á fullt í að finna nýjan þjálfara eftir leikina við Tékka, og að HSÍ ætli að gefa sér góðan tíma í málið. Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Af sautján leikmönnum í íslenska hópnum sem mættur er til Tékklands, vegna einvígisins um efsta sæti í undanriðli EM, eru þrír sem spila á Íslandi og koma þeir allir úr Val. Björgvin Páll Gústavsson, samherji Snorra úr landsliðinu til margra ára, er langleikjahæstur í hópnum en einnig eru þar í fyrsta sinn hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia og skyttan Arnór Snær Óskarsson sem bættist í hópinn rétt fyrir leikina tvo við Tékka. Viðurkenning fyrir liðið allt og mig Snorri segir það gera mikið fyrir sig að sjá Valsara fá tækifæri með landsliðinu, eins og Ýmir Örn Gíslason, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson hafa einnig gert. „Mér finnst það ótrúlega gaman og hefur alltaf fundist það. Það gefur mér sérstaklega mikið að sjá stráka sem ég hef tekið inn í meistaraflokkinn, stráka sem ég hef samt ekkert „búið til“ heldur aðrir í Val, verða fyrir valinu. Mér finnst það viðurkenning fyrir liðið allt og líka mig. Þetta gefur mér alveg fullt,“ segir Snorri. Valsmenn hafa rakað inn titlum síðustu misseri og komist í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, með Stiven, Arnór og að sjálfsögðu Björgvin í fantaformi. Það kemur svo í ljós á morgun hvort og hve mikinn þátt Valsararnir taka þátt í leiknum við Tékka ytra, en liðin mætast svo einnig í Laugardalshöll á sunnudag. Snorri hefur hvað helst verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar og gæti því haldið áfram að þjálfa suma af leikmönnum sínum úr Val, fari svo að hann taki við landsliðinu. Í viðtali við Snorra sem birtist á Vísi í morgun sagði hann það vissulega draum sinn að þjálfa landsliðið en að það væri einnig draumur að þjálfa stórlið í Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur enn sem komið er ekki rætt við HSÍ en formaður sambandsins hefur gefið það út að farið verði á fullt í að finna nýjan þjálfara eftir leikina við Tékka, og að HSÍ ætli að gefa sér góðan tíma í málið.
Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira