„Mikið af tilfinningum í gangi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 23:00 Graham Potter varð í kvöld fyrsti enski stjórnn til að koma liði sínu áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu síðan 2010. EPA-EFE/Neil Hall „Ég er ekki viss, það var mikið af tilfinningum í gangi undir lokin,“ sagði Graham Potter, þjálfari Chelsea, eftir 2-0 sigur sinna manna á Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund vann fyrri leikinn 1-0 og sótti stíft undir lok leiks. „Þetta var mjög stressandi í lok leiks en strákarnir spiluðu frábærlega. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd og allra hér.“ Markið sem skaut Chelsea í 8-liða úrslit kom úr vítaspyrnu sem var tvítekin þar sem leikmaður Dortmund hafði farið inn í teig þegar Kai Havertz skaut boltanum í stöngina. Hann gerði engin mistök í seinna skiptið. „Í rauninni ekki ef ég er hreinskilinn, ég veit að þeir voru of fljótir inn í teig. Þetta var á milli Havertz eða Reece [James[. Stundum þurfa menn líka að ákveða þetta sjálfir inn á vellinum. Við höfum augljóslega fulla trú á Havertz. Ég horfði ekki en var yfir mig glaður þegar ég heyrði fagnaðarlætin,“ sagði þjálfarinn sem virðist ekki hafa það í sér að horfa á menn taka vítaspyrnur. „Að taka vítaspyrnur er ekki fyrir mig svo ég dáist að öllum sem gera það.“ „Andrúmsloftið í búningsklefanum var frábært. Við höfum átt erfitt uppdráttar og þessi keppni skiptir okkur miklu máli. Við vildum komast áfram og það tókst.“ „Við þurfum að jafna okkur og undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Leicester City á laugardag. Að halda markinu hreinu tvo leiki í röð er frábært fyrir strákana eftir erfiðan tíma. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það snýst um hvernig maður bregst við því, leikmennirnir hafa verið frábærir.“ „Það var mikilvægt fyrir okkur að setja þá undir pressu og fá stuðningsfólkið með okkur í liði. Það er ekki auðvelt því þeir eru frábært lið með mikið sjálfstraust.“ Graham Potter becomes the first English manager since 2010 to progress through a knockout tie in the #UCL pic.twitter.com/pdzkAcz2mZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 7, 2023 „Allt hrós til leikmannanna. Þeir gáfu allt í þetta og við áttum skilið að fara áfram,“ sagði Potter að endingu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira
„Þetta var mjög stressandi í lok leiks en strákarnir spiluðu frábærlega. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd og allra hér.“ Markið sem skaut Chelsea í 8-liða úrslit kom úr vítaspyrnu sem var tvítekin þar sem leikmaður Dortmund hafði farið inn í teig þegar Kai Havertz skaut boltanum í stöngina. Hann gerði engin mistök í seinna skiptið. „Í rauninni ekki ef ég er hreinskilinn, ég veit að þeir voru of fljótir inn í teig. Þetta var á milli Havertz eða Reece [James[. Stundum þurfa menn líka að ákveða þetta sjálfir inn á vellinum. Við höfum augljóslega fulla trú á Havertz. Ég horfði ekki en var yfir mig glaður þegar ég heyrði fagnaðarlætin,“ sagði þjálfarinn sem virðist ekki hafa það í sér að horfa á menn taka vítaspyrnur. „Að taka vítaspyrnur er ekki fyrir mig svo ég dáist að öllum sem gera það.“ „Andrúmsloftið í búningsklefanum var frábært. Við höfum átt erfitt uppdráttar og þessi keppni skiptir okkur miklu máli. Við vildum komast áfram og það tókst.“ „Við þurfum að jafna okkur og undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Leicester City á laugardag. Að halda markinu hreinu tvo leiki í röð er frábært fyrir strákana eftir erfiðan tíma. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það snýst um hvernig maður bregst við því, leikmennirnir hafa verið frábærir.“ „Það var mikilvægt fyrir okkur að setja þá undir pressu og fá stuðningsfólkið með okkur í liði. Það er ekki auðvelt því þeir eru frábært lið með mikið sjálfstraust.“ Graham Potter becomes the first English manager since 2010 to progress through a knockout tie in the #UCL pic.twitter.com/pdzkAcz2mZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 7, 2023 „Allt hrós til leikmannanna. Þeir gáfu allt í þetta og við áttum skilið að fara áfram,“ sagði Potter að endingu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira