Jafnrétti – bara ekki fyrir allar Sabine Leskopf skrifar 8. mars 2023 13:00 Í dag fögnum við 8. mars – alþjóðlegum baráttudegi kvenna og við gleymum því aldrei hér í jafnréttisparadísinni. En það er erfitt að halda uppi paradís nema fyrir útvaldan hóp, það er svolítið prinsippið í paradísarfræðum. Og hópurinn sem fær ekki sjálfkrafa inni í kynjajafnréttisparadísinni eru konur af erlendum uppruna. Undir forsætisráðuneytinu starfar skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála – vegna þess að þessi mál eiga að vera algild og ná yfir öll svið samfélagsins. Það er gott og blessað. Í allri stefnumótun í jafnréttismálum sem og mannréttindamálum er nú til dags tekið tillit til uppruna. Það er líka gott og blessað. Þannig að ætla mætti að málefni innflytjenda, og kvenna af erlendum uppruna sérstaklega, væru undir því ráðuneyti. Og þá mætti einnig ætla að þar sé verið að valdefla þennan hóp og meta hann að verðleikum og að þau sem fara með ráðningarvaldið hafi jafnréttissjónarmið sérstaklega í heiðri. En nei, það vinnur ekki einn einasti innflytjandi þarna, engin kona af erlendum uppruna á þeirri skrifstofu né á Jafnréttisstofu á Akureyri. Kona gæti verið undrandi, gætum við hugsað okkur stofnun sem sinnir kynjajafnrétti þar sem einungis karlmenn vinna? En nú var tækifæri, nýlega fréttist að til stæði að leggja Fjölmenningarsetrið niður í sinni núverandi mynd og færa það. Það geta alltaf falist tækifæri í slíkum flutningum þó að við höfum líka séð að hætta sé á að málefni týnist. Eins og t.d. málefni íslenskukennslunnar fyrir fullorðna, sem eru þjóðinni svo mikilvæg akkúrat núna ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum, málefni sem einfaldlega týndist í ráðuneytisflutningum í byrjun þessa kjörtímabils. Nú hefði sem sagt verið hægt að hefja málaflokkinn á hærri stall og færa hann beint undir forsætisráðuneytið til að gera það að alvöru jafnréttismáli að skapa hér aðstæður þar sem öll fá tækifæri til að mynda hér eitt samfélag og nefni ég þar tungumálakunnáttu innflytjenda sérstaklega. Ef ekki verður gert stórátak á því sviði missum við íslensku sem samskiptatungumál samfélagsins að miklu leyti. Svo sannarlega á það heima þarna sem við lesum úr skýrslunni „Konur af erlendum uppruna – hvar kreppir að?“ sem Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir birtu 2019. Nú hefði verið tækifæri að takast á við þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna standa frammi fyrir. Samkvæmt skýrslunni eru erlendar konur samanburði við íslenskar líklegri til að vinna láglaunastörf, fá ekki framgang, og eru líklegri til að búa við íþyngjandi húsnæðisaðstæður. Hærra hlutfall þeirra verður fyrir ofbeldi, verður fyrir fordómum og alhæfingum. Þær eru oftast af öllum hópum ofmenntaðar fyrir störfin sem þær vinna, hlutfall ofmenntunar er 16,7% hjá erlendum konum 4,3% hjá íslenskum konum og einungis 2,8% hjá íslenskum körlum. En nei, málaflokkinn á að færa undir Vinnumálastofnun. Vegna þess að þetta er nú fyrst og fremst vinnuafl, ekki fólk. Eins og það hafi nokkurn tíma verið vandamál að konur af erlendum uppruna finni einhverja vinnu. Konur sem eru læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar sem okkur svo sárvantar en festast í láglaunastörfum hér til margra ára. Er ekki kominn tími að vakna og spyrja okkur hvers konar samfélag við viljum, það er nefnilega ekki jafnrétti fyrr en það er fyrir okkur allar. Til að geta barist við glerþakið þurfa konur af erlendum uppruna nefnilega fyrst að komast í gegnum glerhliðið. Brjótum hvort tveggja saman! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Jafnréttismál Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við 8. mars – alþjóðlegum baráttudegi kvenna og við gleymum því aldrei hér í jafnréttisparadísinni. En það er erfitt að halda uppi paradís nema fyrir útvaldan hóp, það er svolítið prinsippið í paradísarfræðum. Og hópurinn sem fær ekki sjálfkrafa inni í kynjajafnréttisparadísinni eru konur af erlendum uppruna. Undir forsætisráðuneytinu starfar skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála – vegna þess að þessi mál eiga að vera algild og ná yfir öll svið samfélagsins. Það er gott og blessað. Í allri stefnumótun í jafnréttismálum sem og mannréttindamálum er nú til dags tekið tillit til uppruna. Það er líka gott og blessað. Þannig að ætla mætti að málefni innflytjenda, og kvenna af erlendum uppruna sérstaklega, væru undir því ráðuneyti. Og þá mætti einnig ætla að þar sé verið að valdefla þennan hóp og meta hann að verðleikum og að þau sem fara með ráðningarvaldið hafi jafnréttissjónarmið sérstaklega í heiðri. En nei, það vinnur ekki einn einasti innflytjandi þarna, engin kona af erlendum uppruna á þeirri skrifstofu né á Jafnréttisstofu á Akureyri. Kona gæti verið undrandi, gætum við hugsað okkur stofnun sem sinnir kynjajafnrétti þar sem einungis karlmenn vinna? En nú var tækifæri, nýlega fréttist að til stæði að leggja Fjölmenningarsetrið niður í sinni núverandi mynd og færa það. Það geta alltaf falist tækifæri í slíkum flutningum þó að við höfum líka séð að hætta sé á að málefni týnist. Eins og t.d. málefni íslenskukennslunnar fyrir fullorðna, sem eru þjóðinni svo mikilvæg akkúrat núna ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum, málefni sem einfaldlega týndist í ráðuneytisflutningum í byrjun þessa kjörtímabils. Nú hefði sem sagt verið hægt að hefja málaflokkinn á hærri stall og færa hann beint undir forsætisráðuneytið til að gera það að alvöru jafnréttismáli að skapa hér aðstæður þar sem öll fá tækifæri til að mynda hér eitt samfélag og nefni ég þar tungumálakunnáttu innflytjenda sérstaklega. Ef ekki verður gert stórátak á því sviði missum við íslensku sem samskiptatungumál samfélagsins að miklu leyti. Svo sannarlega á það heima þarna sem við lesum úr skýrslunni „Konur af erlendum uppruna – hvar kreppir að?“ sem Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir birtu 2019. Nú hefði verið tækifæri að takast á við þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna standa frammi fyrir. Samkvæmt skýrslunni eru erlendar konur samanburði við íslenskar líklegri til að vinna láglaunastörf, fá ekki framgang, og eru líklegri til að búa við íþyngjandi húsnæðisaðstæður. Hærra hlutfall þeirra verður fyrir ofbeldi, verður fyrir fordómum og alhæfingum. Þær eru oftast af öllum hópum ofmenntaðar fyrir störfin sem þær vinna, hlutfall ofmenntunar er 16,7% hjá erlendum konum 4,3% hjá íslenskum konum og einungis 2,8% hjá íslenskum körlum. En nei, málaflokkinn á að færa undir Vinnumálastofnun. Vegna þess að þetta er nú fyrst og fremst vinnuafl, ekki fólk. Eins og það hafi nokkurn tíma verið vandamál að konur af erlendum uppruna finni einhverja vinnu. Konur sem eru læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar sem okkur svo sárvantar en festast í láglaunastörfum hér til margra ára. Er ekki kominn tími að vakna og spyrja okkur hvers konar samfélag við viljum, það er nefnilega ekki jafnrétti fyrr en það er fyrir okkur allar. Til að geta barist við glerþakið þurfa konur af erlendum uppruna nefnilega fyrst að komast í gegnum glerhliðið. Brjótum hvort tveggja saman! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun