Garðyrkjubændur undirbúa vorið inn í hlýjunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2023 20:30 Þorvaldur Snorrason, sem er einn af eigendum Flóru, garðyrkjustöðvar í Hveragerði. Hann hlakkar til vorsins og að geta opnað stöðina almenningi í lok mars. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sama tíma og landsmenn þurfa að sætta sig við frost og kulda úti þessa dagana, þá nýtur starfsfólk garðyrkjustöðva þess að fá að vera inn í hlýjunni og undirbúa blómin fyrir vorið. Á meðan það er skítakuldi úti, mikið frost, norðan garri og leiðindi þá njóta garðyrkjubændur og starfsfólk þeirra þess að vera inni og undirbúa söluna fyrir vorið. Til dæmis í Flóru, garðyrkjustöð, sem er í eigu tvennra hjóna í Hveragerði. Starfsmenn stöðvarinnar eru átta en nú eru þeir á fullu við að undirbúa opnun stöðvarinnar í lok mars. „Já, vorið er allavega komið inn í gróðurhúsin. Við erum á fullu að undirbúa vorið, fyrst aðeins páskana, en aðallega er það vorið hjá okkur núna. Fyrstu blómin eru aðeins farin að sýna sig og eru að fara á markað til Reykjavíkur en mesta salan er svo auðvitað páskarnir og svo meira í maí og júní,“ segir Þorvaldur Snorrason, einn eiganda. Þorvaldur segir þennan árstíma alltaf skemmtilegan inn í gróðurhúsunum, allt sé að verða meira og minna grænt og sólin gægist alltaf meira og meira inn um glerið á gróðurhúsunum. „Við erum að sá og við erum að prikla og potta og við gerum ekkert annað en að reyna að fylla þessi gróðurhús, sem við svo tæmum svo í byrjun maí. Við erum mjög stór í ræktun sumarblóma og eru með mikið úrval af þeim, til dæmis stjúpum og fjólum,“ segir Þorvaldur. Starfsmenn njóta þess að vinna inn í gróðurhúsunum á meðan það er svona kalt úti eins og hefur verið síðustu daga og spáir næstu daga áfram.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki gott að fá að vinna inni þegar það er svona kalt úti? „Jú, það er rosalegur munur. Það voru mínus átta gráður úti í dag og það eru 15 til 20 gráður hér inni, þannig að það er bara rosalega gott, ég tala nú ekki um þegar sólin er.“ Flóra, garðyrkjustöð opnar fyrir páska en þá er reiknað með að það verði nóg að gera og svo eru stærstu mánuðirnir alltaf maí og júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Garðyrkja Veður Blóm Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Á meðan það er skítakuldi úti, mikið frost, norðan garri og leiðindi þá njóta garðyrkjubændur og starfsfólk þeirra þess að vera inni og undirbúa söluna fyrir vorið. Til dæmis í Flóru, garðyrkjustöð, sem er í eigu tvennra hjóna í Hveragerði. Starfsmenn stöðvarinnar eru átta en nú eru þeir á fullu við að undirbúa opnun stöðvarinnar í lok mars. „Já, vorið er allavega komið inn í gróðurhúsin. Við erum á fullu að undirbúa vorið, fyrst aðeins páskana, en aðallega er það vorið hjá okkur núna. Fyrstu blómin eru aðeins farin að sýna sig og eru að fara á markað til Reykjavíkur en mesta salan er svo auðvitað páskarnir og svo meira í maí og júní,“ segir Þorvaldur Snorrason, einn eiganda. Þorvaldur segir þennan árstíma alltaf skemmtilegan inn í gróðurhúsunum, allt sé að verða meira og minna grænt og sólin gægist alltaf meira og meira inn um glerið á gróðurhúsunum. „Við erum að sá og við erum að prikla og potta og við gerum ekkert annað en að reyna að fylla þessi gróðurhús, sem við svo tæmum svo í byrjun maí. Við erum mjög stór í ræktun sumarblóma og eru með mikið úrval af þeim, til dæmis stjúpum og fjólum,“ segir Þorvaldur. Starfsmenn njóta þess að vinna inn í gróðurhúsunum á meðan það er svona kalt úti eins og hefur verið síðustu daga og spáir næstu daga áfram.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki gott að fá að vinna inni þegar það er svona kalt úti? „Jú, það er rosalegur munur. Það voru mínus átta gráður úti í dag og það eru 15 til 20 gráður hér inni, þannig að það er bara rosalega gott, ég tala nú ekki um þegar sólin er.“ Flóra, garðyrkjustöð opnar fyrir páska en þá er reiknað með að það verði nóg að gera og svo eru stærstu mánuðirnir alltaf maí og júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Garðyrkja Veður Blóm Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira