Versti hálfleikur íslenska karlalandsliðsins í næstum því 24 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 11:21 Það þarf að fara næstum því aldarfjórðung aftur í tímann til að finna jafnslaka frammistöðu í sóknarleiknum í undankeppni EM. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta skoraði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik í tapleiknum á móti Tékkum í gær. Þetta er ein versta frammistaða liðsins í einum hálfleik í sögu undankeppni EM. Íslensku strákarnir arnir nýttu aðeins 7 af 17 skotum sínum í hálfeiknum sem gerir 41 prósent skotnýtingu auk þess að liðið tapaði átta boltum í hálfleiknum. Það þýðir því að íslenska liðið klikkaði bæði á fleiri skotum og tapaði fleiri boltum en liðið skoraði af mörkum. Aðeins fjórir leikmenn skoruðu í hálfleiknum eða þeir Viggó Kristjánsson (3), Bjarki Már Elísson (2), Sigvaldi Björn Guðjónsson (1) og Gísli Þorgeir Kristjánsson (1). Metið var vissulega í hættu en féll þó ekki. Íslenska metið er áfram frá því skelfilegum leik í Moskvu í nóvember 1995 en það þarf aftur á móti að fara allt til ársins 1999 til að finna verri hálfleik hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Forsíðufrétt íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir leikinn í Sviss í maí 1999.timarit.is Íslenska landsliðið skoraði síðasta bara sjö mörk í einum hálfleik í undankeppni í leik á móti Sviss í undankeppni EM 2000. Íslenska liðið tapaði þá seinni hálfleiknum 7-13 og þar með leiknum níu marka mun, 20-29. Framhaldið á þeim boðar reyndar gott fyrir íslenska liðið. Seinni leikurinn í Kaplakrika vannst nefnilega með níu marka mun, 32-23, og það dugði til að tryggja íslenska liðinu sæti á sínu fyrsta Evrópumóti. Nú er bara að vona íslensku strákarnir geti rifið sig upp eins og þá en Tékkar mæta í Laugardalshöllina um helgina. Mörkin voru bara sautján í heildina sem var einnig nálægt því minnsta hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Þetta var enn fremur það næstminnsta sem íslenska liðið hefur skorað í leik í undankeppni EM síðan að liðið skoraði bara fjórtán mörk í umræddum Moskvuleik 5. nóvember 1995. Því má ekki gleyma að á þessum tími var handboltinn mun hægari en hann er í dag enda engin hröð miðja og alls enginn ofurhröð miðja eins og er oft í handboltaleikjum eftir breytingar á reglum við að koma boltanum aftur í leik. Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995 Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Íslensku strákarnir arnir nýttu aðeins 7 af 17 skotum sínum í hálfeiknum sem gerir 41 prósent skotnýtingu auk þess að liðið tapaði átta boltum í hálfleiknum. Það þýðir því að íslenska liðið klikkaði bæði á fleiri skotum og tapaði fleiri boltum en liðið skoraði af mörkum. Aðeins fjórir leikmenn skoruðu í hálfleiknum eða þeir Viggó Kristjánsson (3), Bjarki Már Elísson (2), Sigvaldi Björn Guðjónsson (1) og Gísli Þorgeir Kristjánsson (1). Metið var vissulega í hættu en féll þó ekki. Íslenska metið er áfram frá því skelfilegum leik í Moskvu í nóvember 1995 en það þarf aftur á móti að fara allt til ársins 1999 til að finna verri hálfleik hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Forsíðufrétt íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir leikinn í Sviss í maí 1999.timarit.is Íslenska landsliðið skoraði síðasta bara sjö mörk í einum hálfleik í undankeppni í leik á móti Sviss í undankeppni EM 2000. Íslenska liðið tapaði þá seinni hálfleiknum 7-13 og þar með leiknum níu marka mun, 20-29. Framhaldið á þeim boðar reyndar gott fyrir íslenska liðið. Seinni leikurinn í Kaplakrika vannst nefnilega með níu marka mun, 32-23, og það dugði til að tryggja íslenska liðinu sæti á sínu fyrsta Evrópumóti. Nú er bara að vona íslensku strákarnir geti rifið sig upp eins og þá en Tékkar mæta í Laugardalshöllina um helgina. Mörkin voru bara sautján í heildina sem var einnig nálægt því minnsta hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Þetta var enn fremur það næstminnsta sem íslenska liðið hefur skorað í leik í undankeppni EM síðan að liðið skoraði bara fjórtán mörk í umræddum Moskvuleik 5. nóvember 1995. Því má ekki gleyma að á þessum tími var handboltinn mun hægari en hann er í dag enda engin hröð miðja og alls enginn ofurhröð miðja eins og er oft í handboltaleikjum eftir breytingar á reglum við að koma boltanum aftur í leik. Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995
Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira