Útgildi sem afskræma umræðu um forstjóralaun
![Fullyrðing um 22 prósenta hækkun meðallauna forstjóra í Kauphöllinni gefur villandi mynd af launaþróuninni.](https://www.visir.is/i/CFD579F95645DA2EA86C9881915664B2638FB1AFA6F39291D4E3B656C26DC8A0_713x0.jpg)
Launakjör forstjóra skráðra félaga í Kauphöllinni hafa verið í kastljósinu á undanförnum vikum. Nú þegar flest fyrirtækin hafa skilað ársuppgjöri fyrir síðasta ári er fyrirsjáanlegt að fjölmiðlar fari ofan í saumana á því hvernig forstjórunum er umbunað og ekkert athugavert við það í sjálfu sér. Það gagnast hluthöfum viðkomandi fyrirtækja, sjóðfélögum lífeyrissjóða og samfélaginu í heild sinni að stórum atvinnufyrirtækjum sé veitt aðhald í þessum efnum.