Óli Björn boðar óbreytt ástand Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 10. mars 2023 10:01 Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand. Staða leigjenda er óásættanleg Meira en fjórðungur leigjenda er með íþyngjandi húsnæðiskostnað og vaxandi fjöldi á erfitt með að ná endum saman eða er í vanskilum með leigu. Framboð leiguhúsnæðis er lítið og eftirspurn er mikil. Ólíkt því sem Óli Björn og aðrir markaðssinnar halda fram hefur framboðið ekki aukist nægilega til að mæta mikilli eftirspurn undanfarin áratug. Óbreytt húsnæðisstefna er því ekki í boði lengur, hún er einfaldlega gjaldþrota. Til lengri tíma er lausnin að byggja meira. Fjölga þarf íbúðum í almenna íbúðakerfinu ásamt því að lífeyrissjóðir þurfa að koma að uppbyggingu leiguhúsnæðis. Til skamms tíma er þörf á neyðaraðgerðum. Við núverandi aðstæður eru skammtímaleigusamningar ráðandi. Gjarnan eru gerðir verðtryggðir samningar til eins árs og svo tekur leiguverð mikilli hækkun við endurnýjun, oft með skömmum fyrirvara. Við þessu þarf að bregðast. Það leiguþak sem Óli Björn lýsir í grein sinni er leið til að slá ryki í augu fólks. Það hefur ekki verið almennt ákall um leiguþak. Hins vegar hefur verið kallað eftir því að gerðar verði breytingar þannig að leigjendur njóti aukins húsnæðisöryggis og meiri fyrirsjáanleika. Þessu markmiði má ná með því að gera ótímabundna samninga ráðandi. Þar sé leigufjárhæð frjáls í upphafi samnings en leigusala séu takmörk sett um hækkun innan samningstíma eða að hækkanir þurfi að rökstyðja með kostnaðarhækkunum. Slíkar leigubremsur eru til staðar í fjölda OECD ríkja án neikvæðra áhrifa á framboðshlið. Slíkar leigubremsur eru ekki róttækt inngrip í leigumarkað. Til viðbótar er ástæða til að leiðrétta Óla Björn um að bótakerfið hafi verið þanið út í aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Þetta er einfaldlega rangt. Húsnæðisbætur voru vissulega hækkaðar, en fjárhæðum hafði verið haldið óbreyttum á árunum 2017-2021 og því rýrnað verulega að raungildi. Sama gildir um vaxtabótakerfið þar sem fjárhæðir hafa að mestu verið óbreyttar í meira en áratug, þrátt fyrir að gríðarlegar vaxtahækkanir hafi dunið á heimilunum. Aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga voru skref í rétta átt, en gera þarf betur ef ætlunin er að ná markmiðum um að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Betra, einfaldara og réttlátara skattkerfi. Því ber að fagna að Óli Björn vilji einfaldara og réttlátara tekjuskattskerfi. Þó er full ástæða að minna Óla á að stóru áskoranirnar í skattkerfinu liggja ekki í tekjuskattskerfinu, þar voru gerðar töluverðar umbætur í tengslum við Lífskjarasamningana 2019. Vandamálin í skattkerfinu liggja í því hversu ólíkt atvinnutekjur og fjármagnstekjur eru meðhöndlaðar sem gerir að verkum að skattbyrði fer lækkandi með auknum tekjum hjá þeim allra tekjuhæstu vegna aukins vægis fjármagnstekna2. Lykillinn að réttlátara skattkerfi liggur því í að jafna skattbyrði milli ólíkra tekna, koma á raunverulegum auðlindagjöldum og fylla upp í glufur í skattkerfinu sem gera hinum best settu kleift að telja fram atvinnutekjur sem fjármagnstekjur. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar og tollar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand. Staða leigjenda er óásættanleg Meira en fjórðungur leigjenda er með íþyngjandi húsnæðiskostnað og vaxandi fjöldi á erfitt með að ná endum saman eða er í vanskilum með leigu. Framboð leiguhúsnæðis er lítið og eftirspurn er mikil. Ólíkt því sem Óli Björn og aðrir markaðssinnar halda fram hefur framboðið ekki aukist nægilega til að mæta mikilli eftirspurn undanfarin áratug. Óbreytt húsnæðisstefna er því ekki í boði lengur, hún er einfaldlega gjaldþrota. Til lengri tíma er lausnin að byggja meira. Fjölga þarf íbúðum í almenna íbúðakerfinu ásamt því að lífeyrissjóðir þurfa að koma að uppbyggingu leiguhúsnæðis. Til skamms tíma er þörf á neyðaraðgerðum. Við núverandi aðstæður eru skammtímaleigusamningar ráðandi. Gjarnan eru gerðir verðtryggðir samningar til eins árs og svo tekur leiguverð mikilli hækkun við endurnýjun, oft með skömmum fyrirvara. Við þessu þarf að bregðast. Það leiguþak sem Óli Björn lýsir í grein sinni er leið til að slá ryki í augu fólks. Það hefur ekki verið almennt ákall um leiguþak. Hins vegar hefur verið kallað eftir því að gerðar verði breytingar þannig að leigjendur njóti aukins húsnæðisöryggis og meiri fyrirsjáanleika. Þessu markmiði má ná með því að gera ótímabundna samninga ráðandi. Þar sé leigufjárhæð frjáls í upphafi samnings en leigusala séu takmörk sett um hækkun innan samningstíma eða að hækkanir þurfi að rökstyðja með kostnaðarhækkunum. Slíkar leigubremsur eru til staðar í fjölda OECD ríkja án neikvæðra áhrifa á framboðshlið. Slíkar leigubremsur eru ekki róttækt inngrip í leigumarkað. Til viðbótar er ástæða til að leiðrétta Óla Björn um að bótakerfið hafi verið þanið út í aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Þetta er einfaldlega rangt. Húsnæðisbætur voru vissulega hækkaðar, en fjárhæðum hafði verið haldið óbreyttum á árunum 2017-2021 og því rýrnað verulega að raungildi. Sama gildir um vaxtabótakerfið þar sem fjárhæðir hafa að mestu verið óbreyttar í meira en áratug, þrátt fyrir að gríðarlegar vaxtahækkanir hafi dunið á heimilunum. Aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga voru skref í rétta átt, en gera þarf betur ef ætlunin er að ná markmiðum um að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Betra, einfaldara og réttlátara skattkerfi. Því ber að fagna að Óli Björn vilji einfaldara og réttlátara tekjuskattskerfi. Þó er full ástæða að minna Óla á að stóru áskoranirnar í skattkerfinu liggja ekki í tekjuskattskerfinu, þar voru gerðar töluverðar umbætur í tengslum við Lífskjarasamningana 2019. Vandamálin í skattkerfinu liggja í því hversu ólíkt atvinnutekjur og fjármagnstekjur eru meðhöndlaðar sem gerir að verkum að skattbyrði fer lækkandi með auknum tekjum hjá þeim allra tekjuhæstu vegna aukins vægis fjármagnstekna2. Lykillinn að réttlátara skattkerfi liggur því í að jafna skattbyrði milli ólíkra tekna, koma á raunverulegum auðlindagjöldum og fylla upp í glufur í skattkerfinu sem gera hinum best settu kleift að telja fram atvinnutekjur sem fjármagnstekjur. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun