Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Atli Arason skrifar 10. mars 2023 22:40 Pablo Bertone gerði 21 stig fyrir Val. Visir/ Diego Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. Valur byrjaði leik liðanna betur en gestirnir komu af fítónskrafti inn í leikinn og náðu að skora níu stig áður en fyrsta karfa Keflavíkur kom eftir tæpar þrjár mínútur af leiktíma. Næstu níu stig komu hins vegar frá Keflavík en svo sveiflaðist pendúllinn aftur til Vals og gestirnir náðu mest að koma mismuninum upp í 10 stig í fyrsta leikhluta sem lauk þó með níu stiga sigri Vals, 16-25. Valur hélt áfram að byggja ofan á forskot sitt í öðrum leikhluta en með 13 stiga áhlaupi um miðbik fjórðungsins voru Valsmenn skyndilega komnir í 17 stiga forskot, 23-40. Þá fyrst vöknuðu Keflvíkingar til lífsins en þeim tókst að minnka forskot Vals hægt og bítandi þangað til liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 45-49. Þegar uppi var staðið var það mögulega eini ljósi punkturinn í leik Keflavíkur, þar sem þeir unnu 2. leikhluta, 29-24, en heimamenn náðu aldrei að komast yfir í þessum leik sem Íslandsmeistarar Vals leiddu frá upphafi til enda. Síðari hálfleikur var nær allur í eigu gestanna frá Hlíðarenda. Valur skoraði stig nánast að vild á meðan Keflvíkingum gekk illa að finna körfuna og forskot Vals jókst það sem leið á þriðja leikhlutann, sem gestirnir unnu með sex stigum, 26-32, og staðan fyrir síðasta fjórðunginn var 71-81. Mótspyrna heimamanna í fjórða leikhluta var lítill sem enginn. Keflavík skoraði aðeins níu stig í öllum leikhlutanum gegn 30 stigum frá Valsmönnum. Munurinn á milli liðanna var mestur alveg undir lok leiksins þegar Ozren Pavlovic skoraði síðustu körfu leiksins fyrir utan þriggja stiga línuna. Lokatölur 80-111. Af hverju vann Valur? Valur var betra liðið á öllum helstu sviðum leiksins. Valur tók fleiri skot og var með betri skotnýtingu ásamt því að taka fleiri fráköst og stela fleiri boltum. Valur leiddi leikinn frá upphafi til enda og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu þrátt fyrir góðan kafla Keflvíkinga í öðrum leikhluta. Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson var stigahæsti leikmaður vallarins með 28 stig ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Hjá Keflavík var Halldór Garðar Hermannsson stigahæstur með 19 stig. Hvað gerist næst? Keflavík fer næst í heimsókn til Hattar á Egilsstöðum næsta fimmtudag á meðan Valur tekur á móti ÍR á Hlíðarenda sama dag. „Það vantar sjálfstraust í liðið“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Visir/ Diego Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega mjög svekktur með þetta stóra tap á heimavelli gegn Val. „Við vorum hrikalegir á löngum köflum í þessum leik en svo áttum við fína spretti sem við þurfum bara að kíkja á og reyna að lengja. Það vantar sjálfstraust í liðið og við erum mjög óöryggir með það sem við erum að gera. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna með og laga,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. „Þegar það gengur illa þá erum við í einhverjum einstaklingsframtaki og þegar við erum með yfirtökin undir körfunni þá erum við ekki að nýta það, þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða en við vorum líka frekar týndir varnarlega,“ bætti Hjalti við. Tapið í kvöld var fjórða tap Keflavíkur í röð og er þetta lengsta taphrina liðsins á tímabilinu. „Augljóslega er þetta áhyggjuefni. Við hefðum verið til í að vinna fjóra leiki í röð frekar en að tapa þeim en þetta er staðan og við þurfum að vinna í þessu og fá sjálfstraust í hópinn, það er númer eitt tvö og þrjú,“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur, er fjarri góðu gamni vegna þar sem hann er puttabrotinn og tvísýnt er hvort hann nái yfirhöfuð að spila meira á þessu tímabili. „Eins og staðan er í dag þá þarf kraftaverk til þess að hann spili meira,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. „Margt mjög jákvætt“ Finnur Freyr Stefánsson er þjálfari Vals.Vísir / Hulda Margrét Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt gleði sinni eftir 31 stiga sigur á Keflavík í kvöld. „Þetta var flott og góð frammistaða. Við duttum svolítið niður inn á milli en það var margt mjög jákvætt. Ég er ánægður hvernig við svöruðum alltaf þegar Keflavík kom til baka,“ sagði Finnur í viðtali við Vísi. „Mér fannst þeir [Keflavík] góðir í þriðja leikhluta en samt náðum við einhvern veginn að búa til smá mun. Svo þegar við vorum komnir þetta mikið yfir í fjórða leikhluta og mönnum farið að líða vel inn á vellinum þá verða hlutirnir aðeins auðveldari,“ bætti Finnur við. Valsmenn eru nú í toppsæti deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir. Finnur telur að liðið sitt verði að halda áfram að byggja ofan á góðar frammistöðu að undanförnu, svo að Valur komi í besta mögulega takti inn í úrslitakeppnina. „Við þurfum bara áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera og njóta þess. Við verðum að hafa gaman að því sem við erum að gera og það var góð orka í okkur í dag frá fyrsta manni og niður í liðstjórann okkar. Við töluðum um það fyrir leik að byggja upp einhvern takt og stemningu fyrir úrslitakeppnina og það heppnaðist vel í kvöld,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Valur
Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. Valur byrjaði leik liðanna betur en gestirnir komu af fítónskrafti inn í leikinn og náðu að skora níu stig áður en fyrsta karfa Keflavíkur kom eftir tæpar þrjár mínútur af leiktíma. Næstu níu stig komu hins vegar frá Keflavík en svo sveiflaðist pendúllinn aftur til Vals og gestirnir náðu mest að koma mismuninum upp í 10 stig í fyrsta leikhluta sem lauk þó með níu stiga sigri Vals, 16-25. Valur hélt áfram að byggja ofan á forskot sitt í öðrum leikhluta en með 13 stiga áhlaupi um miðbik fjórðungsins voru Valsmenn skyndilega komnir í 17 stiga forskot, 23-40. Þá fyrst vöknuðu Keflvíkingar til lífsins en þeim tókst að minnka forskot Vals hægt og bítandi þangað til liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 45-49. Þegar uppi var staðið var það mögulega eini ljósi punkturinn í leik Keflavíkur, þar sem þeir unnu 2. leikhluta, 29-24, en heimamenn náðu aldrei að komast yfir í þessum leik sem Íslandsmeistarar Vals leiddu frá upphafi til enda. Síðari hálfleikur var nær allur í eigu gestanna frá Hlíðarenda. Valur skoraði stig nánast að vild á meðan Keflvíkingum gekk illa að finna körfuna og forskot Vals jókst það sem leið á þriðja leikhlutann, sem gestirnir unnu með sex stigum, 26-32, og staðan fyrir síðasta fjórðunginn var 71-81. Mótspyrna heimamanna í fjórða leikhluta var lítill sem enginn. Keflavík skoraði aðeins níu stig í öllum leikhlutanum gegn 30 stigum frá Valsmönnum. Munurinn á milli liðanna var mestur alveg undir lok leiksins þegar Ozren Pavlovic skoraði síðustu körfu leiksins fyrir utan þriggja stiga línuna. Lokatölur 80-111. Af hverju vann Valur? Valur var betra liðið á öllum helstu sviðum leiksins. Valur tók fleiri skot og var með betri skotnýtingu ásamt því að taka fleiri fráköst og stela fleiri boltum. Valur leiddi leikinn frá upphafi til enda og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu þrátt fyrir góðan kafla Keflvíkinga í öðrum leikhluta. Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson var stigahæsti leikmaður vallarins með 28 stig ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Hjá Keflavík var Halldór Garðar Hermannsson stigahæstur með 19 stig. Hvað gerist næst? Keflavík fer næst í heimsókn til Hattar á Egilsstöðum næsta fimmtudag á meðan Valur tekur á móti ÍR á Hlíðarenda sama dag. „Það vantar sjálfstraust í liðið“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Visir/ Diego Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega mjög svekktur með þetta stóra tap á heimavelli gegn Val. „Við vorum hrikalegir á löngum köflum í þessum leik en svo áttum við fína spretti sem við þurfum bara að kíkja á og reyna að lengja. Það vantar sjálfstraust í liðið og við erum mjög óöryggir með það sem við erum að gera. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna með og laga,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. „Þegar það gengur illa þá erum við í einhverjum einstaklingsframtaki og þegar við erum með yfirtökin undir körfunni þá erum við ekki að nýta það, þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða en við vorum líka frekar týndir varnarlega,“ bætti Hjalti við. Tapið í kvöld var fjórða tap Keflavíkur í röð og er þetta lengsta taphrina liðsins á tímabilinu. „Augljóslega er þetta áhyggjuefni. Við hefðum verið til í að vinna fjóra leiki í röð frekar en að tapa þeim en þetta er staðan og við þurfum að vinna í þessu og fá sjálfstraust í hópinn, það er númer eitt tvö og þrjú,“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur, er fjarri góðu gamni vegna þar sem hann er puttabrotinn og tvísýnt er hvort hann nái yfirhöfuð að spila meira á þessu tímabili. „Eins og staðan er í dag þá þarf kraftaverk til þess að hann spili meira,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. „Margt mjög jákvætt“ Finnur Freyr Stefánsson er þjálfari Vals.Vísir / Hulda Margrét Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt gleði sinni eftir 31 stiga sigur á Keflavík í kvöld. „Þetta var flott og góð frammistaða. Við duttum svolítið niður inn á milli en það var margt mjög jákvætt. Ég er ánægður hvernig við svöruðum alltaf þegar Keflavík kom til baka,“ sagði Finnur í viðtali við Vísi. „Mér fannst þeir [Keflavík] góðir í þriðja leikhluta en samt náðum við einhvern veginn að búa til smá mun. Svo þegar við vorum komnir þetta mikið yfir í fjórða leikhluta og mönnum farið að líða vel inn á vellinum þá verða hlutirnir aðeins auðveldari,“ bætti Finnur við. Valsmenn eru nú í toppsæti deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir. Finnur telur að liðið sitt verði að halda áfram að byggja ofan á góðar frammistöðu að undanförnu, svo að Valur komi í besta mögulega takti inn í úrslitakeppnina. „Við þurfum bara áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera og njóta þess. Við verðum að hafa gaman að því sem við erum að gera og það var góð orka í okkur í dag frá fyrsta manni og niður í liðstjórann okkar. Við töluðum um það fyrir leik að byggja upp einhvern takt og stemningu fyrir úrslitakeppnina og það heppnaðist vel í kvöld,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti