Nýsköpun í útrás: Stundum svolítið klaufalegt en tókst á endanum Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. mars 2023 07:01 Noona appið sem margir nota til þess að bóka tíma á hárgreiðslu- eða snyrtistofum, nudd, hjá dýralækni og fleira er í útrás. 250 fyrirtæki nota það núna í Portúgal og 50 í Tékklandi. Árið 2021 fóru Jón Hilmar Karlsson framkvæmdastjóri og Kjartan Þórisson stofnandi með kærustunum til Lissabon og hófu útrás Noona með því að ganga á milli hárgreiðslustofa og reyna að hitta á eigendur. Sem oftar en ekki skildu ekki orð í ensku. Við heyrum oft af nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Fáum fréttir af fjármögnun eða styrkjum og markmiðum um útrás. En hvernig ætli síðan útrásin gangi? Og hvernig gengur hún fyrir sig þegar farið er af stað? Fyrir rúmum tveimur árum síðan heyrðum við sögu Noona bókunarkerfisins. Sem um sexhundruð íslensk fyrirtæki nota í dag og margir þekkja sem það bókunarkerfi sem fólk notar til að bóka tíma á hárgreiðslustofu, snyrtistofu, í nudd, hjá dýralækni og fleira. Nú eru yfir þrjúhundruð erlend fyrirtæki farin að nota Noona bókunarkerfið líka, þar af flest í Portúgal. En líka í Tékklandi. Á báðum þessum stöðum er Noona með starfsstöð. Í gegnum Google hafa síðan dottið inn aðrir notendur. Til dæmis frá Brasilíu, Bangladesh og Bretlandi. Við skulum heyra aðeins hvernig gengur með útrásina, en ekkert síður hvernig þeim Jóni Hilmari Karlssyni framkvæmdastjóra og Kjartani Þórissyni stofnanda gengur með fyrirtækið. En ekkert síður um það hvernig gengur að rækta vinskapinn. Á forsetalista í HR en hættu í skóla Það er ágætt að byrja á smá upprifjun um sögu Noona en í stuttu máli var það Kjartan sem stofnaði fyrirtækið utan um Noona og fór af stað með þróun kerfisins. Árið 2017 bauð hann Jóni að ganga til liðs við sig en þeir höfðu áður brallað ýmislegt í Versló og voru á þessum tíma nemendur í rekstrarverkfræði í HR þar sem þeir voru báðir á forsetalista fyrir námsárangur. „Fyrsta árið í skólanum hafði ekki beint fyllt líf okkar af lit og sjarma, og sáum við ekki fram á miklar breytingar á því ári sem framundan var. Við leggjum báðir áherslu á að lifa merkingarfullu lífi og sáum við fram á að það yrði mun meira gefandi að vinna saman heldur en að læra saman,“ sagði Jón meðal annars í viðtali við Atvinnulífið í ársbyrjun 2021. Upphaflega var ætlunin að vinna á daginn og læra á kvöldin. Fljótt breyttist staðan í að vinna á daginn og tala saman um vinnuna á kvöldin. Úr varð að Jón og Kjartan hættu í HR og tóku ákvörðun um að einbeita sér alfarið af rekstrinum. Þegar við skildum við í viðtali við þá 2021 var verið að vinna í fjármögnun fyrir félagið þannig að útrás Noona gæti hafist. „Saltpay kom inn sem fjárfestir á þessum tíma og við fórum síðan í aðra umferð fjármögnunar um miðbik síðasta árs. Það fyrsta sem við gerðum eftir að Saltpay kom inn var að stækka vöruteymið. Við réðum tvo til þrjá einstaklinga í forritun enda hellingsvinna sem þurfti til að útlandavæða vöruna. Noona var á þessum tíma aðeins á íslensku.“ Næst var að ráðast í þá rannsóknarvinnu að skoða hvar væri sniðugt að byrja á því að drepa niður fæti og þreifa fyrir sér á erlendum markaði. Fyrir valinu var Portúgal. „Ástæðan var meðal annars sú að þar er Saltpay með starfsemi og í gegnum þá fengum við grænt ljós á að nýta til dæmis skrifstofuaðstöðu og fleira hjá þeim til að hjálpa okkur af stað. Þetta þýddi að forritunarvinnan fólst meðal annars í að útfæra að Noona gæti sent SMS á portúgölsk símanúmer og fleira til þess að kerfið virkaði fyrir þarlendan markað.“ Í dag starfa sjö manns hjá Noona í Portúgal en fyrstu tvo mánuðina fóru Jón og Kjartan bara á litlum rafskutlum á milli hárgreiðslustofa, stóðu í anddyrinu og reyndu að sannfæra eigendur um að taka upp appið. Jón viðurkennir að þetta hafi oft á tíðum verið frekar klaufalegt en þeir náðu þó tveimur pilot viðskiptavinum sem eru orðnir fínir vinir þeirra í dag. 250 fyrirtæki nota appið núna í Portúgal og þar hafa fimmtán þúsund notendur hlaðið niður appinu. Með kærustunum til Lissabon Jón segir að upphaflega hafi áætlunin verið að undirbúa fyrstu skrefin í Portúgal á einu ári. En á einhverjum tímapunkti endurhugsuðum við þetta og tókum ákvörðun um að við Kjartan færum til Lissabon í tvo mánuði. Kærusturnar okkar komu með og þótt markmiðið væri að reyna að hefja starfsemina þarna fyrir alvöru vorum við líka meðvituð um að jafn dýrmætt væri lærdómurinn sem hlytist af því að reyna fyrir okkur þar. Við veltum fyrir okkur: Hvað getum við grætt mikinn lærdóm fyrir mikið af krónum?“ Því að sögn Jóns er kaupmátturinn í Portúgal lægri en á Íslandi og í löndum eins og Bretlandi, Bandaríkjunum eða Skandinavíu. „Eitt skot á markað í útrás getur verið svo dýrt. Að byrja á markaði með lægri kaupmátt þýddi að við gætum mögulega lært meira og gert meira í Portúgal fyrir minna fjármagn en að byrja á því að reyna fyrir okkur annars staðar.“ Vinirnir og kærusturnar leigðu saman íbúð í Lissabon. Kærasta Kjartans, Rán Ísold Eysteinsdóttir, starfaði þá þegar hjá Noona sem vöruhönnuður en á þessum tíma var kærasta Jóns, Anna Dís Ægisdóttir, í háskólanámi en starfaði hjá Noona í hlutastarfi í sölu og þjónustu. Báðar starfa þar hjá Noona í fullu starfi í dag." „Í tvo mánuði vorum við Kjartan síðan bara á ferðinni um borginni á tveimur litlum rafmagnskúterum. Heimsóttum hárgreiðslustofur og reyndum að kynna fyrir eigendum Noona. Það kunna fáir ensku í Portúgal þannig að viðtökurnar voru alls konar og lítið sem fór af stað hjá okkur,“ segir Jón og hlær að upprifjuninni. Þetta var oft frekar klaufalegt. Við stóðum inni í anddyri á hárgreiðslustofu í einhverjum sannfæringaleik við eiganda sem kannski skildi lítið sem ekkert í ensku. Blessunarlega náðum við þó tveimur pilot viðskiptavinum á þessum tíma, en hlutirnir fóru að gerast hraðar þegar við vorum komin með þarlendan starfsmann í lið með okkur sem þekkti betur til og talar portúgölsku.“ Í desember síðastliðnum hittist allt Noona teymið á Íslandi og tók vinnudaga og hópefli í Blöndu. Þar var verið að móta og skerpa á framtíðarsýn og markmiðum en fyrirhugað er að fara í frekari fjármögnun til að styðja við enn stærri skref í útrás Noona erlendis. Þúsundir notenda í útlöndum Nú er um eitt og hálft ár síðan þetta var og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Því í Portúgal starfar nú sjö manna teymi, viðskiptavinirnir eru 220 portúgölsk fyrirtæki og um fimmtán þúsund notendur hafa hlaðið Noona niður. Til að ná árangri hefur Noona fókuserað sérstaklega á hársnyrtistofur og meðal annars lagt áherslu á að sækja allar sýningar og viðburði á vegum til dæmis portúgalska hársnyrtisamtakanna. En hvers vegna sérstaklega hárgreiðslustofur? „Það er vegna þess að upphaflega var Noona hannað með hárgreiðslustofur í huga. Sem þýðir að inni í kerfinu eru jaðarfítusar sem henta þeim fyrirtækjum sérstaklega. En við erum byrjuð að þreifa fyrir okkur með fleiri fyrirtæki þar eins og hérna heima. Og sumt þarna er líka öðruvísi,“ svarar Jón og bætir við: Til dæmis er mikið um að einkaþjálfarar eru með líkamsræktaraðstöðu í til dæmis litlum herbergjum hér og þar um borgina. Sem kallast Private Fitness í litlum stúdíóum. Noona hentar þessum aðilum vel en er markhópur sem starfar allt öðruvísi hérna heima.“ Í fyrra var síðan ákveðið að byrja í Tékklandi. Ástæðan var aftur sú sama og áður: Í Tékklandi er Saltpay með starfsemi og með því að fá aðstöðu og fleira hjá þeim, var hægt að auðvelda fyrstu sporin. „Við byrjuðum reyndar söluna í Tékklandi þannig að það voru sölumenn á vegum Saltpay sem seldu Noona. Ásamt öðrum vörum sem Saltpay er með. Eftir smá tíma fannst okkur það hins vegar ekki ganga sem skyldi. Þetta er svo sérhæfður markaður sem við störfum á og ákveðin sérþekking sem þarf að vera til staðar. Sölumaður sem var hjá Saltpay færðist því yfir til okkar en í dag eru þrír starfsmenn í Tékklandi sem vinna við það að selja.“ Jón segir Tékkland þó enn á upphafsstigum og ekki komið eins langt og í Portúgal, tékkneskir viðskiptavinir séu um fimmtíu fyrirtæki. En hvernig er tekjuhlutinn að ganga? Er hann farinn að dekka til dæmis laun? „Við fórum ekki af stað í útrásina með það í huga að tekjurnar myndu skila sér strax né heldur að starfsemin færi hratt að sýna hagnað erlendis. En þetta er smátt og smátt að koma þannig að núna eru tekjurnar farnar að ná að dekka að minnsta kosti helming launakostnaðar. En það eru jákvæðar blikur á lofti hvað þetta varðar.“ Að rækta vinskapinn Á komandi vikum og mánuðum er ætlunin að fara í frekari fjármögnun. „Hingað til höfum við verið í fjármögnun sem kallast „seed“ og er sú fjármögnun sem hefur gert okkur kleift að byrja útrásina. Núna erum við hins vegar að fara í stærri fjármögnun. Þar sem framtíðarsýnin og frekari vöxtur erlendis gengur lengra. Við höfum lært mikið á Portúgal og Tékklandi og 27.mars næstkomandi eigum við bókað flug til Valensía á Spáni því ætlunin er að byrja þar á næstu vikum.“ En hvernig hefur gengið að rækta vinskapinn, verandi vinir í viðskiptum? Ég myndi segja að okkur Kjartani hafi tekist mjög vel og að samstarfið okkar í Noona hafi dýpkað vináttuna. Auðvitað gerist það hjá okkur eins og almennt gerist í góðum samböndum að stundum koma erfiðir tímar þar sem við þurfum að taka erfið spjöll. En okkur hefur tekist vel að ræða okkur þá niður að sameiginlegri ákvörðun þótt þær séu erfiðar.“ Jón segir þá félaga líka mjög meðvitaða um að halda í þau dýrmæti sem góður vinskapur felur í sér. Þrátt fyrir vöxt eða velgengni, eða ef eitthvað kæmi upp á og illa færi. „Sem vinir í viðskiptum höfum við útfært þetta þannig að okkar eignarhlutur er sameiginlegur í sérstöku félagi þar sem við eigum sitt hvorn helminginn. Því það að eiga 50:50 hlut finnst okkur vera táknrænt fyrir okkur sem vini. Við sjáum auðvitað fyrir okkur að Noona verði spennandi ævistarf en það er líka svolítið notalegt að vita til þess að sem vinir erum við líka með tækifæri til þess að gera alls konar hluti í gegnum þetta 50:50 félag sem við eigum. Við leggjum mikla áherslu á heiðarleika og traust í samskiptunum okkar og erum mjög meðvitaðir um að í einu og öllu þurfum við að rækta grunngildin okkar. Þannig að ég myndi segja að okkur hafi bara tekist mjög vel til að rækta okkur sem vini líka.“ Nýsköpun Tækni Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðurinn Starfsframi Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 „Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum síðan heyrðum við sögu Noona bókunarkerfisins. Sem um sexhundruð íslensk fyrirtæki nota í dag og margir þekkja sem það bókunarkerfi sem fólk notar til að bóka tíma á hárgreiðslustofu, snyrtistofu, í nudd, hjá dýralækni og fleira. Nú eru yfir þrjúhundruð erlend fyrirtæki farin að nota Noona bókunarkerfið líka, þar af flest í Portúgal. En líka í Tékklandi. Á báðum þessum stöðum er Noona með starfsstöð. Í gegnum Google hafa síðan dottið inn aðrir notendur. Til dæmis frá Brasilíu, Bangladesh og Bretlandi. Við skulum heyra aðeins hvernig gengur með útrásina, en ekkert síður hvernig þeim Jóni Hilmari Karlssyni framkvæmdastjóra og Kjartani Þórissyni stofnanda gengur með fyrirtækið. En ekkert síður um það hvernig gengur að rækta vinskapinn. Á forsetalista í HR en hættu í skóla Það er ágætt að byrja á smá upprifjun um sögu Noona en í stuttu máli var það Kjartan sem stofnaði fyrirtækið utan um Noona og fór af stað með þróun kerfisins. Árið 2017 bauð hann Jóni að ganga til liðs við sig en þeir höfðu áður brallað ýmislegt í Versló og voru á þessum tíma nemendur í rekstrarverkfræði í HR þar sem þeir voru báðir á forsetalista fyrir námsárangur. „Fyrsta árið í skólanum hafði ekki beint fyllt líf okkar af lit og sjarma, og sáum við ekki fram á miklar breytingar á því ári sem framundan var. Við leggjum báðir áherslu á að lifa merkingarfullu lífi og sáum við fram á að það yrði mun meira gefandi að vinna saman heldur en að læra saman,“ sagði Jón meðal annars í viðtali við Atvinnulífið í ársbyrjun 2021. Upphaflega var ætlunin að vinna á daginn og læra á kvöldin. Fljótt breyttist staðan í að vinna á daginn og tala saman um vinnuna á kvöldin. Úr varð að Jón og Kjartan hættu í HR og tóku ákvörðun um að einbeita sér alfarið af rekstrinum. Þegar við skildum við í viðtali við þá 2021 var verið að vinna í fjármögnun fyrir félagið þannig að útrás Noona gæti hafist. „Saltpay kom inn sem fjárfestir á þessum tíma og við fórum síðan í aðra umferð fjármögnunar um miðbik síðasta árs. Það fyrsta sem við gerðum eftir að Saltpay kom inn var að stækka vöruteymið. Við réðum tvo til þrjá einstaklinga í forritun enda hellingsvinna sem þurfti til að útlandavæða vöruna. Noona var á þessum tíma aðeins á íslensku.“ Næst var að ráðast í þá rannsóknarvinnu að skoða hvar væri sniðugt að byrja á því að drepa niður fæti og þreifa fyrir sér á erlendum markaði. Fyrir valinu var Portúgal. „Ástæðan var meðal annars sú að þar er Saltpay með starfsemi og í gegnum þá fengum við grænt ljós á að nýta til dæmis skrifstofuaðstöðu og fleira hjá þeim til að hjálpa okkur af stað. Þetta þýddi að forritunarvinnan fólst meðal annars í að útfæra að Noona gæti sent SMS á portúgölsk símanúmer og fleira til þess að kerfið virkaði fyrir þarlendan markað.“ Í dag starfa sjö manns hjá Noona í Portúgal en fyrstu tvo mánuðina fóru Jón og Kjartan bara á litlum rafskutlum á milli hárgreiðslustofa, stóðu í anddyrinu og reyndu að sannfæra eigendur um að taka upp appið. Jón viðurkennir að þetta hafi oft á tíðum verið frekar klaufalegt en þeir náðu þó tveimur pilot viðskiptavinum sem eru orðnir fínir vinir þeirra í dag. 250 fyrirtæki nota appið núna í Portúgal og þar hafa fimmtán þúsund notendur hlaðið niður appinu. Með kærustunum til Lissabon Jón segir að upphaflega hafi áætlunin verið að undirbúa fyrstu skrefin í Portúgal á einu ári. En á einhverjum tímapunkti endurhugsuðum við þetta og tókum ákvörðun um að við Kjartan færum til Lissabon í tvo mánuði. Kærusturnar okkar komu með og þótt markmiðið væri að reyna að hefja starfsemina þarna fyrir alvöru vorum við líka meðvituð um að jafn dýrmætt væri lærdómurinn sem hlytist af því að reyna fyrir okkur þar. Við veltum fyrir okkur: Hvað getum við grætt mikinn lærdóm fyrir mikið af krónum?“ Því að sögn Jóns er kaupmátturinn í Portúgal lægri en á Íslandi og í löndum eins og Bretlandi, Bandaríkjunum eða Skandinavíu. „Eitt skot á markað í útrás getur verið svo dýrt. Að byrja á markaði með lægri kaupmátt þýddi að við gætum mögulega lært meira og gert meira í Portúgal fyrir minna fjármagn en að byrja á því að reyna fyrir okkur annars staðar.“ Vinirnir og kærusturnar leigðu saman íbúð í Lissabon. Kærasta Kjartans, Rán Ísold Eysteinsdóttir, starfaði þá þegar hjá Noona sem vöruhönnuður en á þessum tíma var kærasta Jóns, Anna Dís Ægisdóttir, í háskólanámi en starfaði hjá Noona í hlutastarfi í sölu og þjónustu. Báðar starfa þar hjá Noona í fullu starfi í dag." „Í tvo mánuði vorum við Kjartan síðan bara á ferðinni um borginni á tveimur litlum rafmagnskúterum. Heimsóttum hárgreiðslustofur og reyndum að kynna fyrir eigendum Noona. Það kunna fáir ensku í Portúgal þannig að viðtökurnar voru alls konar og lítið sem fór af stað hjá okkur,“ segir Jón og hlær að upprifjuninni. Þetta var oft frekar klaufalegt. Við stóðum inni í anddyri á hárgreiðslustofu í einhverjum sannfæringaleik við eiganda sem kannski skildi lítið sem ekkert í ensku. Blessunarlega náðum við þó tveimur pilot viðskiptavinum á þessum tíma, en hlutirnir fóru að gerast hraðar þegar við vorum komin með þarlendan starfsmann í lið með okkur sem þekkti betur til og talar portúgölsku.“ Í desember síðastliðnum hittist allt Noona teymið á Íslandi og tók vinnudaga og hópefli í Blöndu. Þar var verið að móta og skerpa á framtíðarsýn og markmiðum en fyrirhugað er að fara í frekari fjármögnun til að styðja við enn stærri skref í útrás Noona erlendis. Þúsundir notenda í útlöndum Nú er um eitt og hálft ár síðan þetta var og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Því í Portúgal starfar nú sjö manna teymi, viðskiptavinirnir eru 220 portúgölsk fyrirtæki og um fimmtán þúsund notendur hafa hlaðið Noona niður. Til að ná árangri hefur Noona fókuserað sérstaklega á hársnyrtistofur og meðal annars lagt áherslu á að sækja allar sýningar og viðburði á vegum til dæmis portúgalska hársnyrtisamtakanna. En hvers vegna sérstaklega hárgreiðslustofur? „Það er vegna þess að upphaflega var Noona hannað með hárgreiðslustofur í huga. Sem þýðir að inni í kerfinu eru jaðarfítusar sem henta þeim fyrirtækjum sérstaklega. En við erum byrjuð að þreifa fyrir okkur með fleiri fyrirtæki þar eins og hérna heima. Og sumt þarna er líka öðruvísi,“ svarar Jón og bætir við: Til dæmis er mikið um að einkaþjálfarar eru með líkamsræktaraðstöðu í til dæmis litlum herbergjum hér og þar um borgina. Sem kallast Private Fitness í litlum stúdíóum. Noona hentar þessum aðilum vel en er markhópur sem starfar allt öðruvísi hérna heima.“ Í fyrra var síðan ákveðið að byrja í Tékklandi. Ástæðan var aftur sú sama og áður: Í Tékklandi er Saltpay með starfsemi og með því að fá aðstöðu og fleira hjá þeim, var hægt að auðvelda fyrstu sporin. „Við byrjuðum reyndar söluna í Tékklandi þannig að það voru sölumenn á vegum Saltpay sem seldu Noona. Ásamt öðrum vörum sem Saltpay er með. Eftir smá tíma fannst okkur það hins vegar ekki ganga sem skyldi. Þetta er svo sérhæfður markaður sem við störfum á og ákveðin sérþekking sem þarf að vera til staðar. Sölumaður sem var hjá Saltpay færðist því yfir til okkar en í dag eru þrír starfsmenn í Tékklandi sem vinna við það að selja.“ Jón segir Tékkland þó enn á upphafsstigum og ekki komið eins langt og í Portúgal, tékkneskir viðskiptavinir séu um fimmtíu fyrirtæki. En hvernig er tekjuhlutinn að ganga? Er hann farinn að dekka til dæmis laun? „Við fórum ekki af stað í útrásina með það í huga að tekjurnar myndu skila sér strax né heldur að starfsemin færi hratt að sýna hagnað erlendis. En þetta er smátt og smátt að koma þannig að núna eru tekjurnar farnar að ná að dekka að minnsta kosti helming launakostnaðar. En það eru jákvæðar blikur á lofti hvað þetta varðar.“ Að rækta vinskapinn Á komandi vikum og mánuðum er ætlunin að fara í frekari fjármögnun. „Hingað til höfum við verið í fjármögnun sem kallast „seed“ og er sú fjármögnun sem hefur gert okkur kleift að byrja útrásina. Núna erum við hins vegar að fara í stærri fjármögnun. Þar sem framtíðarsýnin og frekari vöxtur erlendis gengur lengra. Við höfum lært mikið á Portúgal og Tékklandi og 27.mars næstkomandi eigum við bókað flug til Valensía á Spáni því ætlunin er að byrja þar á næstu vikum.“ En hvernig hefur gengið að rækta vinskapinn, verandi vinir í viðskiptum? Ég myndi segja að okkur Kjartani hafi tekist mjög vel og að samstarfið okkar í Noona hafi dýpkað vináttuna. Auðvitað gerist það hjá okkur eins og almennt gerist í góðum samböndum að stundum koma erfiðir tímar þar sem við þurfum að taka erfið spjöll. En okkur hefur tekist vel að ræða okkur þá niður að sameiginlegri ákvörðun þótt þær séu erfiðar.“ Jón segir þá félaga líka mjög meðvitaða um að halda í þau dýrmæti sem góður vinskapur felur í sér. Þrátt fyrir vöxt eða velgengni, eða ef eitthvað kæmi upp á og illa færi. „Sem vinir í viðskiptum höfum við útfært þetta þannig að okkar eignarhlutur er sameiginlegur í sérstöku félagi þar sem við eigum sitt hvorn helminginn. Því það að eiga 50:50 hlut finnst okkur vera táknrænt fyrir okkur sem vini. Við sjáum auðvitað fyrir okkur að Noona verði spennandi ævistarf en það er líka svolítið notalegt að vita til þess að sem vinir erum við líka með tækifæri til þess að gera alls konar hluti í gegnum þetta 50:50 félag sem við eigum. Við leggjum mikla áherslu á heiðarleika og traust í samskiptunum okkar og erum mjög meðvitaðir um að í einu og öllu þurfum við að rækta grunngildin okkar. Þannig að ég myndi segja að okkur hafi bara tekist mjög vel til að rækta okkur sem vini líka.“
Nýsköpun Tækni Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðurinn Starfsframi Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 „Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00
Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00