Björgvin Páll skammar fjölmiðla: „Stærstu miðlarnir farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 13:31 Björgvin Páll kallar eftir standard í umfjöllun fjölmiðla um landsliðið. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, tekur íslenska fjölmiðlamenn á teppið í færslu á Facebook. Hann kallar eftir „standard“ í umfjöllun fjölmiðla. Björgvin Páll skrifar langa færslu á Facebooksíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun sína um landsliðið. Landsliðið hefur verið í brennidepli eftir vonbrigðin á heimsmeistaramótinu í upphafi árs og fékk mikla gagnrýni eftir tapið gegn Tékkum á miðvikudagskvöldið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari fyrir skömmu en hann var sömuleiðis gagnrýndur eftir heimsmeistaramótið og í kjölfarið var rætt um að Guðmundur hefði verið búinn að missa klefann, að í landsliðshópnum væru skemmd epli og að úr búningsklefanum væru að berast upplýsingar til fjölmiðla. Í færslu Björgvins Páls kallar hann eftir standard í umfjöllun um landsliðið og hann segir að fjölmiðlar séu farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna. „Ef standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer.“ „Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt,“ skrifar Björgvin en hann segir bull og ringulreiðina í fjölmiðlum vera vanvirðingu við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. „Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagnrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi.“ Björgvin Páll verður í marki Íslands í leiknum gegn Tékkum í dag en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi frá klukkan 15:00. Alla færslu Björgvins Páls má lesa hér fyrir neðan. Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland! Landslið karla í handbolta Fjölmiðlar Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Björgvin Páll skrifar langa færslu á Facebooksíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun sína um landsliðið. Landsliðið hefur verið í brennidepli eftir vonbrigðin á heimsmeistaramótinu í upphafi árs og fékk mikla gagnrýni eftir tapið gegn Tékkum á miðvikudagskvöldið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari fyrir skömmu en hann var sömuleiðis gagnrýndur eftir heimsmeistaramótið og í kjölfarið var rætt um að Guðmundur hefði verið búinn að missa klefann, að í landsliðshópnum væru skemmd epli og að úr búningsklefanum væru að berast upplýsingar til fjölmiðla. Í færslu Björgvins Páls kallar hann eftir standard í umfjöllun um landsliðið og hann segir að fjölmiðlar séu farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna. „Ef standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer.“ „Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt,“ skrifar Björgvin en hann segir bull og ringulreiðina í fjölmiðlum vera vanvirðingu við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. „Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagnrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi.“ Björgvin Páll verður í marki Íslands í leiknum gegn Tékkum í dag en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi frá klukkan 15:00. Alla færslu Björgvins Páls má lesa hér fyrir neðan. Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland!
Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland!
Landslið karla í handbolta Fjölmiðlar Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira