Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2023 11:32 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraog Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er á leið til fundar við Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Þau eiga fund á morgun. Grafík/Hjalti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru á leið til Kænugarðs í Úkraína til fundar við Volodymyr Zelensky forseta landsins og aðra ráðamenn. Meðal annars verður rætt um þátttöku Úkraínu á leiðtogafundi Evrópuráðsríkja sem fram fer í Reykjavík í maí. Mikil leynd hvílir jafnan yfir ferð erlendra ráðamanna til Úkraínu af augljósum ástæðum. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra verða á ferðalagi í allan dag og kvöld en þær halda til Úkraínu frá Póllandi í dag. Megin tilgangur ferðarinnar er að ítreka áframhaldandi stuðning og samstöðu Íslands með Úkraínu í vörnum landsins gegn ólöglegri innrás Rússa. Þær Katrín og Þórdís Kolbrún eiga fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu og fleiri ráðamönnum landsins á morgun. Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir funda með Volodymyr Zelensky og fleiri ráðamönnum í Kænugarði á morgun. Hér er brak af rússneskum skriðdrekum við torg heilags Michaels við dómkirkjuna í miðborg Kænugarðs.AP/Andrew Kravchenko Ísland fer nú með formennsku í Evrópuráðinu og stendur fyrir stærsta leiðtogafundi sem haldinn hefur verið hér á landi í maí næstkomandi. Málefni Úkraínu verða efst á dagskráfundarins og munu Katrín og Þórdís Kolbrún ræða þátt landsins á fundinum við Zelensky. Reiknað er með tugum leiðtoga Evrópuráðsríkjanna hingað til lands dagana 16. til 17. maí þegar leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Gífurlegar öryggisráðstafanir verða vegna fundarins og hafa íslensk stjórnvöld meðal annars óskað eftir liðsinni erlendra lögregluyfirvalda vegna hans. Dagskrá funda forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Kænugarði á morgun liggur ekki fyrir en þeir hefjast fyrst í fyrramálið. Fréttamenn Ríkisútvarpsins eru með í för en munu deila öllu mynd - og viðtalsefni með öðrum íslenskum fjölmiðlum. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Mikil leynd hvílir jafnan yfir ferð erlendra ráðamanna til Úkraínu af augljósum ástæðum. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra verða á ferðalagi í allan dag og kvöld en þær halda til Úkraínu frá Póllandi í dag. Megin tilgangur ferðarinnar er að ítreka áframhaldandi stuðning og samstöðu Íslands með Úkraínu í vörnum landsins gegn ólöglegri innrás Rússa. Þær Katrín og Þórdís Kolbrún eiga fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu og fleiri ráðamönnum landsins á morgun. Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir funda með Volodymyr Zelensky og fleiri ráðamönnum í Kænugarði á morgun. Hér er brak af rússneskum skriðdrekum við torg heilags Michaels við dómkirkjuna í miðborg Kænugarðs.AP/Andrew Kravchenko Ísland fer nú með formennsku í Evrópuráðinu og stendur fyrir stærsta leiðtogafundi sem haldinn hefur verið hér á landi í maí næstkomandi. Málefni Úkraínu verða efst á dagskráfundarins og munu Katrín og Þórdís Kolbrún ræða þátt landsins á fundinum við Zelensky. Reiknað er með tugum leiðtoga Evrópuráðsríkjanna hingað til lands dagana 16. til 17. maí þegar leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Gífurlegar öryggisráðstafanir verða vegna fundarins og hafa íslensk stjórnvöld meðal annars óskað eftir liðsinni erlendra lögregluyfirvalda vegna hans. Dagskrá funda forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Kænugarði á morgun liggur ekki fyrir en þeir hefjast fyrst í fyrramálið. Fréttamenn Ríkisútvarpsins eru með í för en munu deila öllu mynd - og viðtalsefni með öðrum íslenskum fjölmiðlum.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13
Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55
Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44