Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. mars 2023 15:58 Umferð á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm. Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. Á vef Stjórnarráðsins segir að fyrir nýliðna helgi hafi verkáætlun um umrædda uppfærslu verið samþykkt á fundi oddvita stjórnarflokkanna þriggja í ríkisstjórn með bæjarstjórum Garðabæjar, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Kópavogs auk borgarstjóra Reykjavíkur og forsvarsmönnum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Aukinn kostnaður Árið 2019 undirrituðu ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, Samgöngusáttmálan svokallaða. Þegar hann var kynntur til leiks var rætt um að á tímabilinu yrðu 52,2 milljarðar lagðir í stofnvegi, 49,6 milljarðar í innviði Borgarlínu og almenningssamgöngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng og 7,2 milljarðar í bætta umferðarstýringu og sértækar öryggisaðgerðir. Auk þess var lagt upp með að ríkið myndi leggja til 45 milljarða og sveitarfélög fimmán milljarða. Gert var ráð fyrir að sérstök fjármögnun stæði straum af 60 milljörðum krónum. Samgöngumálin á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar verið í brennidepli undanfarna mánuði en meðal þeirra sem hafa gagnrýnt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eða Borgarlínu eru borgarfulltrúar og jafnvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Miklar verðhækkanir vegna aukinnar verðbólgu og ýmissa annarra vandamála hafa leitt til þess að áætlaður kostnaður við sáttmálann hefur hækkað. Í minnisblaði um uppfærslu sáttmálans er komið inn á þetta. „Verðlag í verklegum framkvæmdum hefur hækkað umfram almenna verðlagsþróun . Vísitala sáttmálans hefur hækkað um 28%, á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað um 22%. Skuldbinding sáttmálans hefur af þeim sökum hækkað úr 120 ma.kr. í um 153 ma.kr.,“ segir í minnisblaðinu. Því hefur verið ákveðið að ráðast i gerð viðauka við sáttmálann og mun vinna við það hefjast í þessum mánuði með það að markmiði að hægt sé að skrifa undir viðaukann í sumar. „Betri samgöngum verður falið að uppfæra framkvæmdatöflu sáttmálans, þ.m.t. tíma- og kostnaðaráætlanir. Einnig að meta áhrif stofnvega- og Borgarlínuinnviða m.t.t. markmiða um greiðar samgöngur, fjölbreytta ferðamáta, kolefnishlutlaust samfélag og umferðaröryggi. Á þeim grunni verði sett mælanleg undirmarkmið og árangursvísar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Í umræddu minnisblaði kemur fram að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi varðandi sáttmálann, ekki bara kostnaðarhækkanir. „Kostnaður við einstakar framkvæmdir var vanáætlaður, jafnvel umfram upphaflega áætlað óvissustig. Hluti kostnaðaráætlana sem lágu fyrir við gerð Samgöngusáttmálans byggðu á eldri útfærslum, svo sem Arnarnesvegur og mislæg gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Kostnaðaráætlun vegna Sæbrautarstokks lá ekki að fullu fyrir á þeim tíma sem Samgöngusáttmálinn var undirritaður. Kostnaðarmat við verkefnið „Sæbraut – Holtavegur Stekkjabakki“ miðaðist við mun minna verkefni. Í kostnaðarmati Borgarlínu var þó gert ráð fyrir brú yfir Sæbraut. Sæbrautarstokkur er mjög mikilvægt verkefni m.a. m.t.t. tilkomu Sundabrautar. Þá er stokkurinn grundvallarforsenda í staðarvali Björgunarmiðstöðvar á Kleppsreit,“ segir í minnisblaðinu. Tímalína við gerð viðaukans Mars: Stýrihópur samþykkir minnisblað og ræði sameiginlegan skilning þess. Viðræðuhópur um Samgöngusáttmála skipaður, Betri samgöngur hefja vinnu við þá verkliði sem að þeim snýr. Viðræðuhópur um rekstur taki aftur upp störf með skilgreindar forsendur. Apríl: Betri samgöngur vinna að nauðsynlegum greiningum. Viðræðuhópur um rekstur skilar af sér endanlegum tillögum að samkomulagi. Maí: Viðræðuhópur um Samgöngusáttmála skilar af sér tillögum að uppfærslu hans. Tillaga að uppfærslu Samgöngusáttmála liggur fyrir, fer til kynningar og afgreiðslu á viðeigandi stöðum. Júní: Uppfærsla á Samgöngusáttmála lögð endanlega fyrir. Lesa má umrætt minnisblað hér. Samgöngur Borgarlína Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mosfellsbær Vegagerð Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Kópavogur Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Leggja til að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun, 21. febrúar. 20. febrúar 2023 16:09 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Á vef Stjórnarráðsins segir að fyrir nýliðna helgi hafi verkáætlun um umrædda uppfærslu verið samþykkt á fundi oddvita stjórnarflokkanna þriggja í ríkisstjórn með bæjarstjórum Garðabæjar, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Kópavogs auk borgarstjóra Reykjavíkur og forsvarsmönnum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Aukinn kostnaður Árið 2019 undirrituðu ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, Samgöngusáttmálan svokallaða. Þegar hann var kynntur til leiks var rætt um að á tímabilinu yrðu 52,2 milljarðar lagðir í stofnvegi, 49,6 milljarðar í innviði Borgarlínu og almenningssamgöngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng og 7,2 milljarðar í bætta umferðarstýringu og sértækar öryggisaðgerðir. Auk þess var lagt upp með að ríkið myndi leggja til 45 milljarða og sveitarfélög fimmán milljarða. Gert var ráð fyrir að sérstök fjármögnun stæði straum af 60 milljörðum krónum. Samgöngumálin á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar verið í brennidepli undanfarna mánuði en meðal þeirra sem hafa gagnrýnt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eða Borgarlínu eru borgarfulltrúar og jafnvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Miklar verðhækkanir vegna aukinnar verðbólgu og ýmissa annarra vandamála hafa leitt til þess að áætlaður kostnaður við sáttmálann hefur hækkað. Í minnisblaði um uppfærslu sáttmálans er komið inn á þetta. „Verðlag í verklegum framkvæmdum hefur hækkað umfram almenna verðlagsþróun . Vísitala sáttmálans hefur hækkað um 28%, á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað um 22%. Skuldbinding sáttmálans hefur af þeim sökum hækkað úr 120 ma.kr. í um 153 ma.kr.,“ segir í minnisblaðinu. Því hefur verið ákveðið að ráðast i gerð viðauka við sáttmálann og mun vinna við það hefjast í þessum mánuði með það að markmiði að hægt sé að skrifa undir viðaukann í sumar. „Betri samgöngum verður falið að uppfæra framkvæmdatöflu sáttmálans, þ.m.t. tíma- og kostnaðaráætlanir. Einnig að meta áhrif stofnvega- og Borgarlínuinnviða m.t.t. markmiða um greiðar samgöngur, fjölbreytta ferðamáta, kolefnishlutlaust samfélag og umferðaröryggi. Á þeim grunni verði sett mælanleg undirmarkmið og árangursvísar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Í umræddu minnisblaði kemur fram að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi varðandi sáttmálann, ekki bara kostnaðarhækkanir. „Kostnaður við einstakar framkvæmdir var vanáætlaður, jafnvel umfram upphaflega áætlað óvissustig. Hluti kostnaðaráætlana sem lágu fyrir við gerð Samgöngusáttmálans byggðu á eldri útfærslum, svo sem Arnarnesvegur og mislæg gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Kostnaðaráætlun vegna Sæbrautarstokks lá ekki að fullu fyrir á þeim tíma sem Samgöngusáttmálinn var undirritaður. Kostnaðarmat við verkefnið „Sæbraut – Holtavegur Stekkjabakki“ miðaðist við mun minna verkefni. Í kostnaðarmati Borgarlínu var þó gert ráð fyrir brú yfir Sæbraut. Sæbrautarstokkur er mjög mikilvægt verkefni m.a. m.t.t. tilkomu Sundabrautar. Þá er stokkurinn grundvallarforsenda í staðarvali Björgunarmiðstöðvar á Kleppsreit,“ segir í minnisblaðinu. Tímalína við gerð viðaukans Mars: Stýrihópur samþykkir minnisblað og ræði sameiginlegan skilning þess. Viðræðuhópur um Samgöngusáttmála skipaður, Betri samgöngur hefja vinnu við þá verkliði sem að þeim snýr. Viðræðuhópur um rekstur taki aftur upp störf með skilgreindar forsendur. Apríl: Betri samgöngur vinna að nauðsynlegum greiningum. Viðræðuhópur um rekstur skilar af sér endanlegum tillögum að samkomulagi. Maí: Viðræðuhópur um Samgöngusáttmála skilar af sér tillögum að uppfærslu hans. Tillaga að uppfærslu Samgöngusáttmála liggur fyrir, fer til kynningar og afgreiðslu á viðeigandi stöðum. Júní: Uppfærsla á Samgöngusáttmála lögð endanlega fyrir. Lesa má umrætt minnisblað hér.
Samgöngur Borgarlína Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mosfellsbær Vegagerð Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Kópavogur Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Leggja til að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun, 21. febrúar. 20. febrúar 2023 16:09 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Leggja til að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun, 21. febrúar. 20. febrúar 2023 16:09
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent