„Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 07:49 Bók Trump er sögð innihalda 150 bréf frá þekktum einstaklingum. Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. Letters to Trump, eða Bréf til Trump, er safn um 150 bréfa frá einstaklingum á borð við Elísabetu II Bretlandsdrottningu, Díönu prinsessu, Opruh Winfrey, Hillary Clinton, Richard Nixon og Ronald Reagan. „Ég held að þau muni afhjúpa afar áhugavert líf,“ sagði Trump um bréfin. „Ég þekkti þau öll og hvert einasta kyssti á mér rassinn. En nú kyssir aðeins helmingur á mér rassinn,“ bætti hann við, smekklegur að vanda. Donald Trump Jr., sonur forsetans fyrrverandi, sagði föður sinn hafa átt í bréfasamskiptum við sumt af áhugaverðasta fólki heims en það hefði verið ótrúlegt hversu aðdáun þeirra á honum hefði horfið fljótt eftir að hann bauð sig fram sem Repúblikani. „Í Letters to Trump sést nákvæmlega hvað þeim þótti um hann og hversu fölsk nýtilkomin vanþóknun þeirra er,“ sagði Jr. Trump deildi bréfi með Breitbart frá John F Kennedy Jr., syni Kennedy forseta, sem var útgefandi þegar hann reit bréfið. Þakkaði hann Trump fyrir að hafa heimsótt sig á skrifstofu sinni „til að ræða stjórnmál, New York, menn og konur“. Samkvæmt Axios er einnig að finna bréf í bókinni frá Opruh Winfrey, þar sem fjölmiðlakonan segir miður að þau tvö séu ekki í framboði saman. „Hvílíkt teymi!“ ku hún segja í bréfinu, frá 2000. „Því miður talaði hún aldrei aftur við mig eftir að ég tilkynnti um framboð mitt til forseta árið 2015,“ segir Trump í bókinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Letters to Trump, eða Bréf til Trump, er safn um 150 bréfa frá einstaklingum á borð við Elísabetu II Bretlandsdrottningu, Díönu prinsessu, Opruh Winfrey, Hillary Clinton, Richard Nixon og Ronald Reagan. „Ég held að þau muni afhjúpa afar áhugavert líf,“ sagði Trump um bréfin. „Ég þekkti þau öll og hvert einasta kyssti á mér rassinn. En nú kyssir aðeins helmingur á mér rassinn,“ bætti hann við, smekklegur að vanda. Donald Trump Jr., sonur forsetans fyrrverandi, sagði föður sinn hafa átt í bréfasamskiptum við sumt af áhugaverðasta fólki heims en það hefði verið ótrúlegt hversu aðdáun þeirra á honum hefði horfið fljótt eftir að hann bauð sig fram sem Repúblikani. „Í Letters to Trump sést nákvæmlega hvað þeim þótti um hann og hversu fölsk nýtilkomin vanþóknun þeirra er,“ sagði Jr. Trump deildi bréfi með Breitbart frá John F Kennedy Jr., syni Kennedy forseta, sem var útgefandi þegar hann reit bréfið. Þakkaði hann Trump fyrir að hafa heimsótt sig á skrifstofu sinni „til að ræða stjórnmál, New York, menn og konur“. Samkvæmt Axios er einnig að finna bréf í bókinni frá Opruh Winfrey, þar sem fjölmiðlakonan segir miður að þau tvö séu ekki í framboði saman. „Hvílíkt teymi!“ ku hún segja í bréfinu, frá 2000. „Því miður talaði hún aldrei aftur við mig eftir að ég tilkynnti um framboð mitt til forseta árið 2015,“ segir Trump í bókinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira