Tókust á við lögreglu og komu í veg fyrir handtöku Imrans Khans Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2023 11:18 Stuðningsmenn Imrans Khans haf atekist á við lögregluþjóna í Lahore frá því í gær. AP/K.M. Chaudary Til átaka kom milli lögregluþjóna og stuðningsmanna Imrans Khans, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, þegar þeir fyrrnefndu reyndu að handtaka þann síðarnefnda í gær. Til stóð að handtaka hann fyrir að mæta ekki í dómsal vegna ákæra um spillingu en það reyndist erfitt. Þegar lögregluþjóna bar að garði við heimili Khans í Lahore í Pakistan voru þar fjölmargir stuðningsmenn hans sem stöðvuðu lögregluþjóna. Við tóku átök sem hafa enn ekki tekið enda og eru rúmlega tíu lögregluþjónar og um 35 mótmælendur sagðir slasaðir. Einnig hefur komið til mótmæla víðar í Pakistan. Eins og í Karachi, Islamabad og Peshawar, þar sem stuðningsmenn Khans hafa mótmælt því að reynt hafi verið að handtaka hann. Lögregluþjónar hafa beitt táragasi gegn stuðningsmönnum Khans, sem hafa kastað grjóti og múrsteinum að lögregluþjónum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar segir að yfirvöld séu að senda lögreglunni í Lahore liðsauka svo hægt sé að ljúka umsátrinu um heimili Khans og handtaka hann. Khan steig út úr húsi sínu í morgun og ræddi við stuðningsmenn sína. Hann sagðist tilbúinn til að fara til Islamabad og mæta í dómsal þann 18. mars en að lögreglan hefði ekki samþykkt það. Khan, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2018, var komið frá völdum í apríl í fyrra. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir spillingu og önnur brot. Khan særðist í skotárás í nóvember þegar maður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad. Honum hafði verið skipað að mæta í dómsal á síðasta föstudag og svara ásökunum um það að hann hefði selt gjafir sem hann fékk á meðan hann var í embætti forsætisráðherra og um að hann hafði reynt að leyna eignum sínum. Khan hefur haldið því fram að hann hafi ekki getað ferðast til Islamabada vegna sára sem hann hlaut í áðurnefndri skotárás. Hann fór þó til Islamabad í síðustu viku og fór í þrjá dómsali vegna þriggja mismunandi dómsmála. Hann mætti þó ekki í þann fjórða, þar sem verið var að taka fyrir spillingarmálið. Khan heldur því fram að hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna. Shahbaz Sharif, núverandi forsætisráðherra, segir það ekki rétt. Dómstólar hafi gefið út handtökuskipun gegn Khan og ekki sé verið að beita hann ofsóknum. „Við munum handtaka hann og það verður gert samkvæmt dómstólum,“ hefur AP eftir einum yfirmönnum lögreglunnar í Lahore. Pakistan Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Þegar lögregluþjóna bar að garði við heimili Khans í Lahore í Pakistan voru þar fjölmargir stuðningsmenn hans sem stöðvuðu lögregluþjóna. Við tóku átök sem hafa enn ekki tekið enda og eru rúmlega tíu lögregluþjónar og um 35 mótmælendur sagðir slasaðir. Einnig hefur komið til mótmæla víðar í Pakistan. Eins og í Karachi, Islamabad og Peshawar, þar sem stuðningsmenn Khans hafa mótmælt því að reynt hafi verið að handtaka hann. Lögregluþjónar hafa beitt táragasi gegn stuðningsmönnum Khans, sem hafa kastað grjóti og múrsteinum að lögregluþjónum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar segir að yfirvöld séu að senda lögreglunni í Lahore liðsauka svo hægt sé að ljúka umsátrinu um heimili Khans og handtaka hann. Khan steig út úr húsi sínu í morgun og ræddi við stuðningsmenn sína. Hann sagðist tilbúinn til að fara til Islamabad og mæta í dómsal þann 18. mars en að lögreglan hefði ekki samþykkt það. Khan, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2018, var komið frá völdum í apríl í fyrra. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir spillingu og önnur brot. Khan særðist í skotárás í nóvember þegar maður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad. Honum hafði verið skipað að mæta í dómsal á síðasta föstudag og svara ásökunum um það að hann hefði selt gjafir sem hann fékk á meðan hann var í embætti forsætisráðherra og um að hann hafði reynt að leyna eignum sínum. Khan hefur haldið því fram að hann hafi ekki getað ferðast til Islamabada vegna sára sem hann hlaut í áðurnefndri skotárás. Hann fór þó til Islamabad í síðustu viku og fór í þrjá dómsali vegna þriggja mismunandi dómsmála. Hann mætti þó ekki í þann fjórða, þar sem verið var að taka fyrir spillingarmálið. Khan heldur því fram að hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna. Shahbaz Sharif, núverandi forsætisráðherra, segir það ekki rétt. Dómstólar hafi gefið út handtökuskipun gegn Khan og ekki sé verið að beita hann ofsóknum. „Við munum handtaka hann og það verður gert samkvæmt dómstólum,“ hefur AP eftir einum yfirmönnum lögreglunnar í Lahore.
Pakistan Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira