Að hjálpa þegar þú þarft á hjálp að halda Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. mars 2023 12:01 Þegar við þurfum á því að halda að hlúa að okkur sjálfum á erfiðum tímum, byggja okkur upp andlega og líkamlega er oft mikilvægt að leita sér hjálpar. Fá stuðning og aðstoð bæði frá fólki sínu og sérfræðingum í kringum sig. Það eru algjör forréttindi að geta nálgast bæði líkamlegan og andlegan stuðning og sem betur fer miðar okkur fram á við í samfélaginu í að bjóða upp á slíkan stuðning. Það er hins vegar annað mikilvægt sjónarhorn sem er vert að skoða og beina sjónum okkar að. Sjónarhorn sem snýr að mikilvægi þess að gefa af sér og hjálpa. Þ.e. ávinningnum sem fylgir hjálpsemi, fórnfýsni og framlags. Það kann að hljóma þversagnarkennt að tala um hjálpsemi og fórnfýsni fyrir fólk sem þarfnast aðstoðar. En staðreyndin er sú að með því að tileinka okkur hjálpsemi og fórnfýsni erum við að hjálpa okkur sjálfum í leiðinni. Þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að það að gefa af sér og hjálpa öðrum hefur líkamlegan, andlegan og hugrænan ávinning umfram það að þiggja stuðning og hjálp. Rannsóknir hafa kannað áhrif þess að þiggja og gefa aðstoð hjá einstaklingum með líkamlega sjúkdóma. Í rannsókn á hópi af einstaklingum með MS-sjúkdóm var hópnum skipt í tvennt, þar sem annar helmingurinn fékk símtal frá aðila sem sýndi þeim ást, umhyggju og stuðning. Hinn helmingurinn hringdi í einstakling einu sinni í viku þar sem þeir áttu að sýna ást, umhyggju og stuðning til manneskjunnar. Í lok rannsóknarinnar, tveimur árum seinna voru hóparnir skoðaðir og bornir saman á fimm þáttum: vellíðan, sjálfstrausti, líkamlegri virkni, von og þunglyndi. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir sem gáfu af sér í formi símtala voru 8 sinnum heilbrigðari en hinn hópurinn sem fékk símtölin á öllum fimm þáttunum (2). Í rannsókn á einstaklingum með lungnasjúkdóm voru þeir mældir á tveimur þátttum: 1) Hversu mikið þeir fengu ást, stuðning og umhyggju frá öðrum og 2) Hversu mikið þeir gáfu það frá sér til annarra. Það kom í ljós að seinni þátturinn spáði mun betur fyrir um líkamlegan bata og vellíðan heldur en fyrri þátturinn og því meira sem einstaklingurinn gaf af sér því betri var heilsan hans. Þetta átti jafnvel við um einstaklinga sem gátu ekki hreyft sig og voru fastir við skilunarvél (3). Rannsóknir hafa einnig kannað áhrif þess að gefa og þiggja stuðning fyrir fólk með andleg veikindi. Sem dæmi var kannað áhrif þessa að veita stuðning fyrir einstaklinga sem höfðu nýlega misst maka sinn í samanburði við það að fá stuðning. Þeir sem veittu stuðning upplifðu ekkert þunglyndi 6 mánuðum síðar á meðan þeir sem fengu stuðning upplifðu ennþá viðvarandi þunglyndi (4). Að lokum hefur fórnfýsni og framlag verið kannað í hópi af háskólanýnemum. Þar sem það kom í ljós að þeir sem höfðu það að markmiði að gefa af sér í formi einhvers framlags voru betur félagslega staddir, höfðu betri líkamlega heilsu og hugræna frammistöðu í samanburði við þá sem höfðu markmið sem fólst í því að ná árangri (5). Það má halda áfram að telja upp rannsóknir sem sýna fram á ávinninginn sem fylgir því að gefa af sér umfram það að einungis þiggja frá öðrum. Tekið saman hafa rannsóknir sýnt að ávinningurinn sem fylgir gjafmildi, fórnfýsi og framlagi er m.a. betri félagsleg, hugræn og líkamleg frammistaða, meiri persónuleg vellíðan, líkamleg virkni, sjálfstraust, von og minni depurð, lægri blóðþrýstingur, minni dánarhætta, kemur í veg fyrir depurð eftir mikinn missi, aukin skuldbunding og þátttaka starfsmanna á vinnustaðnum og aukning í jákvæðri hegðun, hjálpsemi og hegðun sem stuðlar að félagsfærni og vináttu (1). Það er því mikilvægt að huga sérstaklega að fórnfýsni og hjálpsemi fyrir þann hóp sem þarfnast aðstoðar, því með því að gefa þeim tækifæri til þess að erum við að hjálpa þeim í leiðinni. Höfundur er sálfræðingur, doktorsnemi við sálfræðideild í Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Proency. Heimildir: 1) Cameron, K. (2021). Positively energizing leadership: Virtuous actions and relationships that create high performance. Berrett-Koehler Publishers. 2) Schwartz, C., & Sender, R. (1991). Helping others helps oneself: Response shift effects to peer support. Social Science and Medicine, 48 , 1563–1575. 3) Brown, S. L., & Brown, R. M. (2006). Selective investment theory: Recasting the functional significance of close relationships. Psychological Inquiry, 17 , 1–29. Brown, S. L., Nesse, R., Vinokur, A. D., & Smith, D. M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14 , 320–327. 4) Brown, S.L., Nesse, R., Vinokur, A.D., & Smith, D.M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14, 320-327. 5) Crocker, J., & Canevello, A. (2016). Egosystem and ecosystem: Motivational orientation of the self in relation to others. In Brown, K. W., & Leary, M.R. (Eds.), Oxford library of psychology: The Oxford handbook of hypoegoic phenomena (pp. 271- 283). New York, NY: Oxford University Press. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þegar við þurfum á því að halda að hlúa að okkur sjálfum á erfiðum tímum, byggja okkur upp andlega og líkamlega er oft mikilvægt að leita sér hjálpar. Fá stuðning og aðstoð bæði frá fólki sínu og sérfræðingum í kringum sig. Það eru algjör forréttindi að geta nálgast bæði líkamlegan og andlegan stuðning og sem betur fer miðar okkur fram á við í samfélaginu í að bjóða upp á slíkan stuðning. Það er hins vegar annað mikilvægt sjónarhorn sem er vert að skoða og beina sjónum okkar að. Sjónarhorn sem snýr að mikilvægi þess að gefa af sér og hjálpa. Þ.e. ávinningnum sem fylgir hjálpsemi, fórnfýsni og framlags. Það kann að hljóma þversagnarkennt að tala um hjálpsemi og fórnfýsni fyrir fólk sem þarfnast aðstoðar. En staðreyndin er sú að með því að tileinka okkur hjálpsemi og fórnfýsni erum við að hjálpa okkur sjálfum í leiðinni. Þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að það að gefa af sér og hjálpa öðrum hefur líkamlegan, andlegan og hugrænan ávinning umfram það að þiggja stuðning og hjálp. Rannsóknir hafa kannað áhrif þess að þiggja og gefa aðstoð hjá einstaklingum með líkamlega sjúkdóma. Í rannsókn á hópi af einstaklingum með MS-sjúkdóm var hópnum skipt í tvennt, þar sem annar helmingurinn fékk símtal frá aðila sem sýndi þeim ást, umhyggju og stuðning. Hinn helmingurinn hringdi í einstakling einu sinni í viku þar sem þeir áttu að sýna ást, umhyggju og stuðning til manneskjunnar. Í lok rannsóknarinnar, tveimur árum seinna voru hóparnir skoðaðir og bornir saman á fimm þáttum: vellíðan, sjálfstrausti, líkamlegri virkni, von og þunglyndi. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir sem gáfu af sér í formi símtala voru 8 sinnum heilbrigðari en hinn hópurinn sem fékk símtölin á öllum fimm þáttunum (2). Í rannsókn á einstaklingum með lungnasjúkdóm voru þeir mældir á tveimur þátttum: 1) Hversu mikið þeir fengu ást, stuðning og umhyggju frá öðrum og 2) Hversu mikið þeir gáfu það frá sér til annarra. Það kom í ljós að seinni þátturinn spáði mun betur fyrir um líkamlegan bata og vellíðan heldur en fyrri þátturinn og því meira sem einstaklingurinn gaf af sér því betri var heilsan hans. Þetta átti jafnvel við um einstaklinga sem gátu ekki hreyft sig og voru fastir við skilunarvél (3). Rannsóknir hafa einnig kannað áhrif þess að gefa og þiggja stuðning fyrir fólk með andleg veikindi. Sem dæmi var kannað áhrif þessa að veita stuðning fyrir einstaklinga sem höfðu nýlega misst maka sinn í samanburði við það að fá stuðning. Þeir sem veittu stuðning upplifðu ekkert þunglyndi 6 mánuðum síðar á meðan þeir sem fengu stuðning upplifðu ennþá viðvarandi þunglyndi (4). Að lokum hefur fórnfýsni og framlag verið kannað í hópi af háskólanýnemum. Þar sem það kom í ljós að þeir sem höfðu það að markmiði að gefa af sér í formi einhvers framlags voru betur félagslega staddir, höfðu betri líkamlega heilsu og hugræna frammistöðu í samanburði við þá sem höfðu markmið sem fólst í því að ná árangri (5). Það má halda áfram að telja upp rannsóknir sem sýna fram á ávinninginn sem fylgir því að gefa af sér umfram það að einungis þiggja frá öðrum. Tekið saman hafa rannsóknir sýnt að ávinningurinn sem fylgir gjafmildi, fórnfýsi og framlagi er m.a. betri félagsleg, hugræn og líkamleg frammistaða, meiri persónuleg vellíðan, líkamleg virkni, sjálfstraust, von og minni depurð, lægri blóðþrýstingur, minni dánarhætta, kemur í veg fyrir depurð eftir mikinn missi, aukin skuldbunding og þátttaka starfsmanna á vinnustaðnum og aukning í jákvæðri hegðun, hjálpsemi og hegðun sem stuðlar að félagsfærni og vináttu (1). Það er því mikilvægt að huga sérstaklega að fórnfýsni og hjálpsemi fyrir þann hóp sem þarfnast aðstoðar, því með því að gefa þeim tækifæri til þess að erum við að hjálpa þeim í leiðinni. Höfundur er sálfræðingur, doktorsnemi við sálfræðideild í Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Proency. Heimildir: 1) Cameron, K. (2021). Positively energizing leadership: Virtuous actions and relationships that create high performance. Berrett-Koehler Publishers. 2) Schwartz, C., & Sender, R. (1991). Helping others helps oneself: Response shift effects to peer support. Social Science and Medicine, 48 , 1563–1575. 3) Brown, S. L., & Brown, R. M. (2006). Selective investment theory: Recasting the functional significance of close relationships. Psychological Inquiry, 17 , 1–29. Brown, S. L., Nesse, R., Vinokur, A. D., & Smith, D. M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14 , 320–327. 4) Brown, S.L., Nesse, R., Vinokur, A.D., & Smith, D.M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14, 320-327. 5) Crocker, J., & Canevello, A. (2016). Egosystem and ecosystem: Motivational orientation of the self in relation to others. In Brown, K. W., & Leary, M.R. (Eds.), Oxford library of psychology: The Oxford handbook of hypoegoic phenomena (pp. 271- 283). New York, NY: Oxford University Press.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun