Greiðslur Barcelona til varaformanns dómaranefndar hafi ekki haft áhrif á úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. mars 2023 07:01 Joan Laporta, forseti Barcelona, og Xavi, þjálfari liðsins. Sá fyrrnefndi hefur þvertekið fyrir þær sögusagnir um að greiðslurnar hafi verið til að hafa áhrif á dómara. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images Spænski ríkissjóðurinn hefur ekki fundið neinar sönnunargögn sem benda til þess að greiðslur spænska stórveldisins Barcelona til fyrirtækis í eigu José María Enríquez Negreira á árunum 2016 til 2018 hafi haft áhrif á úrslit í leikjum félagsins. Negreira var á þessum tíma varaformaður spænsku dómaranefndarinnar, CTA. Fjallað var um „Caso Negreira“ eða „Negreira-málið“ hér á Vísi fyrir rúmum mánuði síðan þegar kom í ljós að Barcelona hafði greitt fyrirtækinu í kringum 1,4 milljónir evra á tímabilinu, sem samsvarar um 217 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti Barcelona, sagði hins vegar frá því að greiðslurnar næðu mun lengra aftur í tímann. Heildarupphæðin hafi því verið rúmlega sjö milljónir evra á 17 ára tímabili. Spænski miðillinn EFE greinir nú hins vegar frá því að spænski ríkissjóðurinn hafi ekki fundið neinar sannanir fyrir því að greiðslurnar hafi haft nokkur áhrif á úrslit leikja félagsins og að félagið hafi ekki hagnast á ákvörðunum dómara á þessu tímabili. The Spanish Treasury have found no evidence that Barcelona's payments to former referee committee vice president Negreira influenced results, reports @EFEnoticias pic.twitter.com/ivdcM2yThh— B/R Football (@brfootball) March 21, 2023 Hvort „Negreira-málinu“ sé nú lokið verður hins vegar að koma í ljós. Fyrr í þessum mánuði bættust erkifjendur Barcelona í hóp þeirra félaga sem ætlar gegn Barcelona í dómsalnum, en Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur verið harður í sínum málflutningi og segir ekkert til í þeim fréttum að félagið hafi keypt dómara eða reynt að hafa áhrif á þá. Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid ætlar gegn Barcelona í dómsalnum Real Madrid bættist um helgina í hóp þeirra sem hafa höfðað mál gegn Barcelona og tveimur fyrrum forsetum Barcelona félagsins. 13. mars 2023 15:01 „Við keyptum aldrei dómara“ Joan Laporta, forseti Barcelona, segir ekkert til í þeim fréttum að félagið hafi keypt dómara eða reynt að hafa áhrif á þá. 8. mars 2023 12:31 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Sjá meira
Fjallað var um „Caso Negreira“ eða „Negreira-málið“ hér á Vísi fyrir rúmum mánuði síðan þegar kom í ljós að Barcelona hafði greitt fyrirtækinu í kringum 1,4 milljónir evra á tímabilinu, sem samsvarar um 217 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti Barcelona, sagði hins vegar frá því að greiðslurnar næðu mun lengra aftur í tímann. Heildarupphæðin hafi því verið rúmlega sjö milljónir evra á 17 ára tímabili. Spænski miðillinn EFE greinir nú hins vegar frá því að spænski ríkissjóðurinn hafi ekki fundið neinar sannanir fyrir því að greiðslurnar hafi haft nokkur áhrif á úrslit leikja félagsins og að félagið hafi ekki hagnast á ákvörðunum dómara á þessu tímabili. The Spanish Treasury have found no evidence that Barcelona's payments to former referee committee vice president Negreira influenced results, reports @EFEnoticias pic.twitter.com/ivdcM2yThh— B/R Football (@brfootball) March 21, 2023 Hvort „Negreira-málinu“ sé nú lokið verður hins vegar að koma í ljós. Fyrr í þessum mánuði bættust erkifjendur Barcelona í hóp þeirra félaga sem ætlar gegn Barcelona í dómsalnum, en Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur verið harður í sínum málflutningi og segir ekkert til í þeim fréttum að félagið hafi keypt dómara eða reynt að hafa áhrif á þá.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid ætlar gegn Barcelona í dómsalnum Real Madrid bættist um helgina í hóp þeirra sem hafa höfðað mál gegn Barcelona og tveimur fyrrum forsetum Barcelona félagsins. 13. mars 2023 15:01 „Við keyptum aldrei dómara“ Joan Laporta, forseti Barcelona, segir ekkert til í þeim fréttum að félagið hafi keypt dómara eða reynt að hafa áhrif á þá. 8. mars 2023 12:31 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Sjá meira
Real Madrid ætlar gegn Barcelona í dómsalnum Real Madrid bættist um helgina í hóp þeirra sem hafa höfðað mál gegn Barcelona og tveimur fyrrum forsetum Barcelona félagsins. 13. mars 2023 15:01
„Við keyptum aldrei dómara“ Joan Laporta, forseti Barcelona, segir ekkert til í þeim fréttum að félagið hafi keypt dómara eða reynt að hafa áhrif á þá. 8. mars 2023 12:31