Þetta kemur fram í niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands.
Hlutfall atvinnulausra karla mældist 6,4 prósent í febrúar en í janúar mældist það 3,3 prósent og tvöfaldast því tæplega milli mánaða.
Hlutfall atvinnulausra kvenna tók ekki jafn drastískum breytingum og jókst um einungis 0,4 prósentustig milli mánaða. Hlutfallið stendur nú í 3,3 prósentum.