Lét fjarlægja fylliefnin og varar ungt fólk við Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. mars 2023 13:15 Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni út vörum, kinnbeinum og kjálka. Getty/Skjáskot Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni úr andliti sínu og hefur líklega sjaldan litið betur út. Hún sýndi frá öllu ferlinu á Instagram og varar ungt fólk við því að fá sér fyllingar. Chyna, sem heitir réttu nafni Angela White, virðist vera að fara í gegnum eins konar endurskilgreiningu á sjálfri sér. Hún segist vera að taka heilsuna föstum tökum og leitast hún nú eftir náttúrulegra útliti en áður. „Ég er í fyrsta lagi bara orðin þreytt á þessu lúkki. Þetta fer mér ekki. Þetta gjörbreytti andlitinu mínu og ég er bara tilbúin að verða Angela aftur. Blac Chyna er Blac Chyna og mér líður eins og ég sé þroskuð upp úr henni. Það er kominn tími fyrir breytingu,“ sagði Chyna á Instagram. Gríðarlegur munur er á andliti Chyna.Getty „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær“ Chyna lét fjarlægja fyllingar úr kjálka, kinnbeinum og vörum og tók það tvö skipti að ná öllu úr. Chyna segist hafa fengið sér fylliefnin ung og að ákvörðunin hafi ekki verið vel ígrunduð á sínum tíma. Hún hafi verið með sterka beinabyggingu af náttúrunnar hendi og því ekki þurft á þessu að halda. „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær. Látið ykkur þetta að kenningu verða. Þetta er ekki þess virði. Þar að auki var ég svo ung að ég hafði ekki einu sinni gefið líkama mínum tækifæri á því að þróast að fullu. Ef þið eruð mjög ung og að hugsa um að fá ykkur fyllingar, treystið mér, andlitið ykkar á eftir að mótast með aldrinum.“ View this post on Instagram A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) Ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fyllingarnar Chyna er ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fylliefnin, því nokkuð hefur borið á slíkum aðgerðum undanfarin misseri. Love Island-stjarnan Molly Mae lét til að mynda fjarlægja fyllingar úr vörum og kjálka fyrir rúmu ári síðan. Molly segist hafa séð mynd af sjálfri sér og hugsað að nú væri nóg komið. Þá eru Kardashian systurnar vinsælu sagðar hafa losað sig við hinar víðfrægu rassafyllingar. Það er því nokkuð ljóst að tískan fer sannarlega í hringi og þar eru fylliefnin engin undantekning. Raunveruleikastjarnan Molly Mae fyrir og eftir að hún lét fjarlægja fyllingar úr andliti.Getty Heilsa Hollywood Tengdar fréttir Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01 Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Sjá meira
Chyna, sem heitir réttu nafni Angela White, virðist vera að fara í gegnum eins konar endurskilgreiningu á sjálfri sér. Hún segist vera að taka heilsuna föstum tökum og leitast hún nú eftir náttúrulegra útliti en áður. „Ég er í fyrsta lagi bara orðin þreytt á þessu lúkki. Þetta fer mér ekki. Þetta gjörbreytti andlitinu mínu og ég er bara tilbúin að verða Angela aftur. Blac Chyna er Blac Chyna og mér líður eins og ég sé þroskuð upp úr henni. Það er kominn tími fyrir breytingu,“ sagði Chyna á Instagram. Gríðarlegur munur er á andliti Chyna.Getty „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær“ Chyna lét fjarlægja fyllingar úr kjálka, kinnbeinum og vörum og tók það tvö skipti að ná öllu úr. Chyna segist hafa fengið sér fylliefnin ung og að ákvörðunin hafi ekki verið vel ígrunduð á sínum tíma. Hún hafi verið með sterka beinabyggingu af náttúrunnar hendi og því ekki þurft á þessu að halda. „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær. Látið ykkur þetta að kenningu verða. Þetta er ekki þess virði. Þar að auki var ég svo ung að ég hafði ekki einu sinni gefið líkama mínum tækifæri á því að þróast að fullu. Ef þið eruð mjög ung og að hugsa um að fá ykkur fyllingar, treystið mér, andlitið ykkar á eftir að mótast með aldrinum.“ View this post on Instagram A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) Ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fyllingarnar Chyna er ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fylliefnin, því nokkuð hefur borið á slíkum aðgerðum undanfarin misseri. Love Island-stjarnan Molly Mae lét til að mynda fjarlægja fyllingar úr vörum og kjálka fyrir rúmu ári síðan. Molly segist hafa séð mynd af sjálfri sér og hugsað að nú væri nóg komið. Þá eru Kardashian systurnar vinsælu sagðar hafa losað sig við hinar víðfrægu rassafyllingar. Það er því nokkuð ljóst að tískan fer sannarlega í hringi og þar eru fylliefnin engin undantekning. Raunveruleikastjarnan Molly Mae fyrir og eftir að hún lét fjarlægja fyllingar úr andliti.Getty
Heilsa Hollywood Tengdar fréttir Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01 Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Sjá meira
Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01
Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30