Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2023 20:06 Dreki og Svanhvít, sem elska að fara á hestbak saman. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti. Dreki býr á bænum Bjarnastöðum í Ölfusi ásamt fleiri hundum á bænum og eigendum sínum. Fyrir þau ykkar, sem eruð búin að sjá nýju íslensku kvikmyndina í bíóhúsum í leikstjórn Hilmars Oddssonar „Á ferð með mömmu“ þá hafði þið séð hundinn Dreka í myndinni fara með stórt hlutverk með þeim Þresti Leó Gunnarssyni og Kristbjörgu Kjeld í aðalhlutverkum. Dreki heitir reyndar Bresneff í myndinni. Dreki er mjög vel þjálfaður hundar og hefur gaman af því að leika við heimasætuna á bænum, hana Kötlu Björk. „Hann er náttúrulega aðalstjarnan við hliðina á Þresti og Kristbjörgu, lék bara sitt hlutverk mjög vel og hann er örugglega til í að halda áfram að leika í kvikmyndum“, segir Cora Jovanna Claas, eigandi Dreka. Dreki kann mjög vel við sveitalífið í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvernig gekk að láta hann leika öll þessi hlutverk? „Það var ekkert mál að því að hann þurfti bara vera vinur hans Jóns (sem Þröstur Leó leikur), Bresnef og Jón, það var ekkert mál, honum finnst bara gaman að vera vinur fólks,“ segir Cora. En hvernig hundur er Dreki? „Ef hann væri maður þá væri hann svona gamall karl. Þó hann sé pinkulítill, hann er ekki nema 8 kíló, þá getur hann alveg svarað fyrir sig og hann stjórnar hinum hundum okkar, sem eru mun stærri mjög en hann sjálfur.“ Og annar hundur frá Coru leikur í myndinni, hún Ronja, sem verður fyrir bíl í myndinni. Cora Jovanna Claas, með kvikmyndastjörnurnar sínar, Dreka og Ronju.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Dreka líður best heima í sveitinni og skottast með fjölskyldunni í útiverkin eins og í kringum hænurnar og hestanna. Skemmtilegast þykir honum þó að fara með hestbak með hænunni Svanhvíti, enda ná þau ná ótrúlega vel saman. Heimasætan á Bjarnastöðum, Katla Björk með Svanhvíti og Dreka. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bíómyndin “Á ferð með mömmu” hefur notið mikilla vinsælda og er sýnd í fjölmörgum bíóhúsum. Hilmar Oddsson sá um leikstjórn og handrit og Hlín Jóhannesdóttir er aðalframleiðandi myndarinnar. Þessi þrjú fara með aðalhlutverk myndarinnar.Aðsend Ölfus Hundar Kvikmyndagerð á Íslandi Dýr Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Dreki býr á bænum Bjarnastöðum í Ölfusi ásamt fleiri hundum á bænum og eigendum sínum. Fyrir þau ykkar, sem eruð búin að sjá nýju íslensku kvikmyndina í bíóhúsum í leikstjórn Hilmars Oddssonar „Á ferð með mömmu“ þá hafði þið séð hundinn Dreka í myndinni fara með stórt hlutverk með þeim Þresti Leó Gunnarssyni og Kristbjörgu Kjeld í aðalhlutverkum. Dreki heitir reyndar Bresneff í myndinni. Dreki er mjög vel þjálfaður hundar og hefur gaman af því að leika við heimasætuna á bænum, hana Kötlu Björk. „Hann er náttúrulega aðalstjarnan við hliðina á Þresti og Kristbjörgu, lék bara sitt hlutverk mjög vel og hann er örugglega til í að halda áfram að leika í kvikmyndum“, segir Cora Jovanna Claas, eigandi Dreka. Dreki kann mjög vel við sveitalífið í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvernig gekk að láta hann leika öll þessi hlutverk? „Það var ekkert mál að því að hann þurfti bara vera vinur hans Jóns (sem Þröstur Leó leikur), Bresnef og Jón, það var ekkert mál, honum finnst bara gaman að vera vinur fólks,“ segir Cora. En hvernig hundur er Dreki? „Ef hann væri maður þá væri hann svona gamall karl. Þó hann sé pinkulítill, hann er ekki nema 8 kíló, þá getur hann alveg svarað fyrir sig og hann stjórnar hinum hundum okkar, sem eru mun stærri mjög en hann sjálfur.“ Og annar hundur frá Coru leikur í myndinni, hún Ronja, sem verður fyrir bíl í myndinni. Cora Jovanna Claas, með kvikmyndastjörnurnar sínar, Dreka og Ronju.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Dreka líður best heima í sveitinni og skottast með fjölskyldunni í útiverkin eins og í kringum hænurnar og hestanna. Skemmtilegast þykir honum þó að fara með hestbak með hænunni Svanhvíti, enda ná þau ná ótrúlega vel saman. Heimasætan á Bjarnastöðum, Katla Björk með Svanhvíti og Dreka. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bíómyndin “Á ferð með mömmu” hefur notið mikilla vinsælda og er sýnd í fjölmörgum bíóhúsum. Hilmar Oddsson sá um leikstjórn og handrit og Hlín Jóhannesdóttir er aðalframleiðandi myndarinnar. Þessi þrjú fara með aðalhlutverk myndarinnar.Aðsend
Ölfus Hundar Kvikmyndagerð á Íslandi Dýr Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent