Fékk sendan notaðan klósettpappír frá aðdáanda Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. mars 2023 13:13 Tónlistarkonan Bebe Rexha fékk heldur óhefðbundna sendingu frá aðdáanda nú á dögunum. Getty/Jeff Kravitz Það er vitað mál að stjörnurnar fá send bréf og varning af ýmsu tagi frá aðdáendum sínum. Tónlistarkonan Bebe Rexha fékk þó heldur óhefðbundna sendingu á dögunum þegar henni barst notaður klósettpappír frá aðdáanda. Rexha greinir frá þessu á Twitter síðu sinni þar sem hún birtir mynd af sendingunni. Söngkonan kveðst hafa þvegið á sér hendurnar tíu sinnum eftir að hún hafði handleikið sendinguna, grunlaus um hvað það væri sem leyndist í henni. Í athugasemdakerfi undir færslunni spyr einn aðdáandi hvort Rexha fái reglulega svona undarlegar sendingar. „Nei þetta er algjörlega galið. Hvað í andskotanum,“ svarar Rexha. Þá bendir annar aðdáandi á það að það sé kolólöglegt að senda líffræðilegan úrgang í pósti. Someone mailed me used toilet paper pic.twitter.com/83XqEOAXW7— Bebe Rexha (@BebeRexha) March 24, 2023 Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem Hollywood stjarna fær óvenjulega sendingu frá aðdáanda. Leikarinn Zac Effron fékk eitt sinn senda húð af aðdáanda sínum. Þá segist rokkarinn Alice Cooper eitt sinn hafa fengið senda litla kistu sem innihélt hjarta úr ketti. Leikarinn Jared Leto er sagður hafa fengið sent eyra af manneskju. Eyranu fylgdi miði sem á stóð: „Ertu að hlusta?“. Leto virðist þó hafa haft ákveðinn húmor fyrir þessu undarlega uppátæki því hann festi eyrað á keðju og bar það sem hálsmen. Tónlistarkonan Ke$ha fékk eitt sinn sendar tennur í pósti. Hún fór svipaða leið og Leto og lét gera skartgripi úr þeim. Það er því aldrei að vita nema Bebe Rexha fari sömu leið og ákveði að föndra eitthvað fallegt úr klósettpappírnum. Hollywood Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira
Rexha greinir frá þessu á Twitter síðu sinni þar sem hún birtir mynd af sendingunni. Söngkonan kveðst hafa þvegið á sér hendurnar tíu sinnum eftir að hún hafði handleikið sendinguna, grunlaus um hvað það væri sem leyndist í henni. Í athugasemdakerfi undir færslunni spyr einn aðdáandi hvort Rexha fái reglulega svona undarlegar sendingar. „Nei þetta er algjörlega galið. Hvað í andskotanum,“ svarar Rexha. Þá bendir annar aðdáandi á það að það sé kolólöglegt að senda líffræðilegan úrgang í pósti. Someone mailed me used toilet paper pic.twitter.com/83XqEOAXW7— Bebe Rexha (@BebeRexha) March 24, 2023 Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem Hollywood stjarna fær óvenjulega sendingu frá aðdáanda. Leikarinn Zac Effron fékk eitt sinn senda húð af aðdáanda sínum. Þá segist rokkarinn Alice Cooper eitt sinn hafa fengið senda litla kistu sem innihélt hjarta úr ketti. Leikarinn Jared Leto er sagður hafa fengið sent eyra af manneskju. Eyranu fylgdi miði sem á stóð: „Ertu að hlusta?“. Leto virðist þó hafa haft ákveðinn húmor fyrir þessu undarlega uppátæki því hann festi eyrað á keðju og bar það sem hálsmen. Tónlistarkonan Ke$ha fékk eitt sinn sendar tennur í pósti. Hún fór svipaða leið og Leto og lét gera skartgripi úr þeim. Það er því aldrei að vita nema Bebe Rexha fari sömu leið og ákveði að föndra eitthvað fallegt úr klósettpappírnum.
Hollywood Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira