Vongóðir um að halda tréhúsinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. mars 2023 23:46 Formaður heilbrigðisnefndar segist bjartsýnn á að lausn finnist á málunum þannig að sex vinir geti fengið að halda trjákofanum sínum sem þeim hafði verið fyrirskipað að rífa. Drengirnir segja verkefnið hafa styrkt vináttu sína heilmikið. Fréttablaðið greindi frá því um helgina að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefði fyrirskipað að rífa þyrfti trjáhús sem sex vinir á þrettánda ári hafa eytt miklum tíma í að smíða undanfarna mánuði. „Það var bara miði hérna á stiganum. Og við fengum bara tilkynningu að við þurfum að taka hann niður fyrir 7. apríl. Ef við tækjum hann ekki ætluðu þeir að gera það, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur,“ útskýrðu drengirnir. Þeir sögðust ekki hafa fengið almennilegar útskýringar á hvers vegna þyrfti að rífa kofann en það hefði eitthvað með það að gera að hann væri ekki nægilega traustur, að eldvörnum væri ábótavant og að hætta væri á að heimilislausir aðilar kynnu að hreiðra þar um sig. Fréttirnar um að rífa þyrfti kofann komu eðlilega illa við drengina enda höfðu þeir skipulagt sumarið með viðveru þar í huga. „Við vorum búnir að sjá fyrir okkur að kannski mæta hérna á hverjum einasta degi, fara kannski ofan í Reynisvatn, búa okkur til fleka og fara að veiða. Bara hafa kannski eitt af bestu sumrunum sem við gætum haft.“ Garðar Breki, Sigurður Logi, Alexander Logi, Andri Pétur, Arnar Magni og Andri Pétur hafa eytt miklum tíma undanfarna mánuði í að smíða þetta forláta tréhús. Vísir/Arnar Aðalsteinn Haukur Sverrisson er formaður heilbrigðisnefndar. Hann kom upp að Reynisvatni í dag þar sem kofinn er staðsettur, tók út meistaraverkið og ræddi við drengina. „Þetta er geggjaður kofi, flott að sjá þessa ungu duglegu stráka leika sér í náttúrunni. Ég vill sjá meira af þessu,“ sagði Aðalsteinn. Hann segir málið falla á milli hluta þar sem ekki séu til nein eyðublöð til að sækja um leyfi til að byggja tréhús í borgarlandi. „Heilbrigðiseftirlitið fékk bara tilkynningu um kofann á sínum tíma og út af ákveðnum reglum sem gilda í borgarlandinu er þeim skylt að sinna eftirlits og öryggiseftirliti með hlutum sem eru byggðir í borgarlandi,“ segir Aðalsteinn. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé horft á málið út frá öryggissjónarmiðum. „Það er ekki af neinum illum ásetningi sem að er verið að gera þetta, þetta er bara náttúrulega ákall á auknar öryggisráðstafanir, sérstaklega til að passa upp á börnin okkar. Þegar ég var strákur hefði enginn skipt sér af þessu en því miður eru breyttir tímar.“ Formaður heilbrigðisnefndar segir málið falla á milli hluta þar sem ekki séu til nein eyðublöð til að sækja um leyfi til að byggja tréhús í borgarlandi.Vísir/Arnar Aðalsteinn segist þó bjartsýnn á að lausn finnist á málunum og segir samtalið komið af stað. Drengirnir eru líka vongóðir. „Við erum alveg til í að spyrja um leyfi og leysa það sem þarf að leysa, finna lausnir. Og viljum líka þakka fyrir að ef við fáum að hafa kofann, alveg innilega, því við vorum búnir að eyða svo miklum tíma í þetta verk.“ Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því um helgina að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefði fyrirskipað að rífa þyrfti trjáhús sem sex vinir á þrettánda ári hafa eytt miklum tíma í að smíða undanfarna mánuði. „Það var bara miði hérna á stiganum. Og við fengum bara tilkynningu að við þurfum að taka hann niður fyrir 7. apríl. Ef við tækjum hann ekki ætluðu þeir að gera það, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur,“ útskýrðu drengirnir. Þeir sögðust ekki hafa fengið almennilegar útskýringar á hvers vegna þyrfti að rífa kofann en það hefði eitthvað með það að gera að hann væri ekki nægilega traustur, að eldvörnum væri ábótavant og að hætta væri á að heimilislausir aðilar kynnu að hreiðra þar um sig. Fréttirnar um að rífa þyrfti kofann komu eðlilega illa við drengina enda höfðu þeir skipulagt sumarið með viðveru þar í huga. „Við vorum búnir að sjá fyrir okkur að kannski mæta hérna á hverjum einasta degi, fara kannski ofan í Reynisvatn, búa okkur til fleka og fara að veiða. Bara hafa kannski eitt af bestu sumrunum sem við gætum haft.“ Garðar Breki, Sigurður Logi, Alexander Logi, Andri Pétur, Arnar Magni og Andri Pétur hafa eytt miklum tíma undanfarna mánuði í að smíða þetta forláta tréhús. Vísir/Arnar Aðalsteinn Haukur Sverrisson er formaður heilbrigðisnefndar. Hann kom upp að Reynisvatni í dag þar sem kofinn er staðsettur, tók út meistaraverkið og ræddi við drengina. „Þetta er geggjaður kofi, flott að sjá þessa ungu duglegu stráka leika sér í náttúrunni. Ég vill sjá meira af þessu,“ sagði Aðalsteinn. Hann segir málið falla á milli hluta þar sem ekki séu til nein eyðublöð til að sækja um leyfi til að byggja tréhús í borgarlandi. „Heilbrigðiseftirlitið fékk bara tilkynningu um kofann á sínum tíma og út af ákveðnum reglum sem gilda í borgarlandinu er þeim skylt að sinna eftirlits og öryggiseftirliti með hlutum sem eru byggðir í borgarlandi,“ segir Aðalsteinn. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé horft á málið út frá öryggissjónarmiðum. „Það er ekki af neinum illum ásetningi sem að er verið að gera þetta, þetta er bara náttúrulega ákall á auknar öryggisráðstafanir, sérstaklega til að passa upp á börnin okkar. Þegar ég var strákur hefði enginn skipt sér af þessu en því miður eru breyttir tímar.“ Formaður heilbrigðisnefndar segir málið falla á milli hluta þar sem ekki séu til nein eyðublöð til að sækja um leyfi til að byggja tréhús í borgarlandi.Vísir/Arnar Aðalsteinn segist þó bjartsýnn á að lausn finnist á málunum og segir samtalið komið af stað. Drengirnir eru líka vongóðir. „Við erum alveg til í að spyrja um leyfi og leysa það sem þarf að leysa, finna lausnir. Og viljum líka þakka fyrir að ef við fáum að hafa kofann, alveg innilega, því við vorum búnir að eyða svo miklum tíma í þetta verk.“
Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira