Gjaldþrot kom eiganda Eins og fætur toga í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2023 14:21 Lýður B. Skarphéðinsson eigandi Eins og fætur toga er sérfræðingur í göngu- og hlaupagreiningum. Eins og fætur toga Félagið Eins og fætur toga ehf., sem hefur sérhæft sig í göngugreiningu og sölu á hlaupaskóm og innleggjum, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og tveimur verslunum lokað. Eigandinn segir stöðuna sem upp er komin hafa komið sér í opna skjöldu. Skiptastjóri segist vonast til að geta selt reksturinn svo starfsemin geti haldið áfram. Fyrirtækið er í eigu Lýðs B. Skarphéðinssonar og Elvu Bjarkar Sveinsdóttur en félagið var stofnað árið 2010. Fjölmargir Íslendingar hafa farið í göngugreiningu hjá fyrirtækinu, bæði í Kringlunni og síðar á Höfðabakka, og fengið innlegg til að bæta líðan sína. Það var einmitt á Facebook-síðu fyrirtækisins í síðustu viku sem óvænt tilkynning barst. „Góðan dag. Verslanirnar eru báðar tímabundið lokaðar. Önnur tilkynning verður birt fljótlega. Biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði í tilkynningunni. Vísað var á lögfræðing hjá lögfræðistofunni Logos fyrir frekari fyrirspurnir. Viðskiptavinir brugðust áhyggjufullir við. Sumir vegna þess að þeir höfðu ekki fengið innlegg afhent en þegar greitt fyrir þau. Aðrir að óttast að vandræði væru með viðskiptin og búðin væri að leggjast af. Viðskiptavinir hafa lýst yfir áhyggjum við tilkynningu á Facebook-síðu Fætur toga. Lýður segir í samtali við Vísi að staðan sé viðkvæm í augnablikinu. „Þetta kom gjörsamlega aftan að okkur. Það er verið að vinna í því að opna aftur,“ segir Lýður. Enga uppgjöf sé á þeim að finna og málið sé í skoðun. Það sé þó ekki alfarið í þeirra höndum. Vonast til að selja reksturinn „Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta,“ segir Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá Logos. Guðbjörg Helga Hjartardóttir hefur verið skipaður skiptastjóri og sjá þau Bjarki um uppgjörið. Vefsíðu fyrirtækisins hefur verið lokað en Facebook-síðan er enn opin. „Við vonumst til þess að koma þessu aftur í rekstur. Að við náum að selja hann aftur eða eitthvað slíkt.“ Bjarki segir að kröfuhafi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á í síðustu viku. Samdægurs hafi lögmennirnir farið í verslunirnar, í Kringlunni og uppi á Höfða, og fengið þeim lokað. Bjarki vill ekki upplýsa hver kröfuhafinn um gjaldþrotaskipti sé. Bjarki segist svara áhyggjufullum viðskiptavinum með þeim hætti að verið sé að vinna í málinu og haft verði samband við þá í næstu viku. Þau innlegg sem greitt hafi verið fyrir verði afhent þegar málin hafa skýrst. Í innköllun í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla sem telji sig eiga kröfur á hendur félaginu að lýsa þeim yfir innan tveggja mánaða. Gjaldþrot Heilsa Verslun Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Fyrirtækið er í eigu Lýðs B. Skarphéðinssonar og Elvu Bjarkar Sveinsdóttur en félagið var stofnað árið 2010. Fjölmargir Íslendingar hafa farið í göngugreiningu hjá fyrirtækinu, bæði í Kringlunni og síðar á Höfðabakka, og fengið innlegg til að bæta líðan sína. Það var einmitt á Facebook-síðu fyrirtækisins í síðustu viku sem óvænt tilkynning barst. „Góðan dag. Verslanirnar eru báðar tímabundið lokaðar. Önnur tilkynning verður birt fljótlega. Biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði í tilkynningunni. Vísað var á lögfræðing hjá lögfræðistofunni Logos fyrir frekari fyrirspurnir. Viðskiptavinir brugðust áhyggjufullir við. Sumir vegna þess að þeir höfðu ekki fengið innlegg afhent en þegar greitt fyrir þau. Aðrir að óttast að vandræði væru með viðskiptin og búðin væri að leggjast af. Viðskiptavinir hafa lýst yfir áhyggjum við tilkynningu á Facebook-síðu Fætur toga. Lýður segir í samtali við Vísi að staðan sé viðkvæm í augnablikinu. „Þetta kom gjörsamlega aftan að okkur. Það er verið að vinna í því að opna aftur,“ segir Lýður. Enga uppgjöf sé á þeim að finna og málið sé í skoðun. Það sé þó ekki alfarið í þeirra höndum. Vonast til að selja reksturinn „Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta,“ segir Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá Logos. Guðbjörg Helga Hjartardóttir hefur verið skipaður skiptastjóri og sjá þau Bjarki um uppgjörið. Vefsíðu fyrirtækisins hefur verið lokað en Facebook-síðan er enn opin. „Við vonumst til þess að koma þessu aftur í rekstur. Að við náum að selja hann aftur eða eitthvað slíkt.“ Bjarki segir að kröfuhafi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á í síðustu viku. Samdægurs hafi lögmennirnir farið í verslunirnar, í Kringlunni og uppi á Höfða, og fengið þeim lokað. Bjarki vill ekki upplýsa hver kröfuhafinn um gjaldþrotaskipti sé. Bjarki segist svara áhyggjufullum viðskiptavinum með þeim hætti að verið sé að vinna í málinu og haft verði samband við þá í næstu viku. Þau innlegg sem greitt hafi verið fyrir verði afhent þegar málin hafa skýrst. Í innköllun í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla sem telji sig eiga kröfur á hendur félaginu að lýsa þeim yfir innan tveggja mánaða.
Gjaldþrot Heilsa Verslun Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira