Barcelona hafi rætt við Messi um endurkomu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 23:30 Það var tilfinningaþrungin stund þegar Messi tilkynnti um brottför sína frá Barcelona. Adria Puig/Anadolu Agency via Getty Images Rafael Yuste, varaforseti spænska stórveldisins Barcelona, segir að félagið hafi verið í sambandi við Lionel Messi um mögulega endurkomu leikmannsins til félagsins. Messi er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar og í augum stuðningsmanna Barcelona er Argentínumaðurinn í guðatölu. Hann hóf ferilinn hjá félaginu og er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi með 672 mörk í 778 leikjum fyrir félagið. Þessi 35 ára gamli leikmaður yfirgaf Barcelona árið 2021 vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hann hafði þá tekið á sig launalækkun, en félagið þurfti þó að ná að losa leikmenn undan samningi til að halda Messi innan raða félagsins. Hann gekk í raðir Paris Saint-Germain sumarið 2021 og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Sá samningur rennur út í sumar, en einhverjir telja þó að Messi vilji vera áfram í herbúðum franska liðsins. "I would love for him to return. We're in contact."Barcelona vice president Rafael Yuste says the club are “in contact” with Lionel Messi’s camp over a potential return. #FCB pic.twitter.com/OMjSEwqip2— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 31, 2023 „Leo og fjölskylda hans vita hversu mikils hann er metinn innan félagsins,“ sagði Yuste í vikunni. „Ég hef tekið þátt í samningaviðræðum sem hafa því miður ekki skilað ákveðnum árangri. Það hefur alltaf pirrað mig að Leo hafi ekki getað haldið áfram hjá félaginu.“ „Messi veit hversu mikils hann er metinn hérna. Ég myndi elska það að fá hann aftur. Við höfum að sjálfsögðu haft samband,“ bætti Yuste við. Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Messi er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar og í augum stuðningsmanna Barcelona er Argentínumaðurinn í guðatölu. Hann hóf ferilinn hjá félaginu og er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi með 672 mörk í 778 leikjum fyrir félagið. Þessi 35 ára gamli leikmaður yfirgaf Barcelona árið 2021 vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hann hafði þá tekið á sig launalækkun, en félagið þurfti þó að ná að losa leikmenn undan samningi til að halda Messi innan raða félagsins. Hann gekk í raðir Paris Saint-Germain sumarið 2021 og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Sá samningur rennur út í sumar, en einhverjir telja þó að Messi vilji vera áfram í herbúðum franska liðsins. "I would love for him to return. We're in contact."Barcelona vice president Rafael Yuste says the club are “in contact” with Lionel Messi’s camp over a potential return. #FCB pic.twitter.com/OMjSEwqip2— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 31, 2023 „Leo og fjölskylda hans vita hversu mikils hann er metinn innan félagsins,“ sagði Yuste í vikunni. „Ég hef tekið þátt í samningaviðræðum sem hafa því miður ekki skilað ákveðnum árangri. Það hefur alltaf pirrað mig að Leo hafi ekki getað haldið áfram hjá félaginu.“ „Messi veit hversu mikils hann er metinn hérna. Ég myndi elska það að fá hann aftur. Við höfum að sjálfsögðu haft samband,“ bætti Yuste við.
Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira