Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Kolbeinn Tumi Daðason og Árni Sæberg skrifa 2. apríl 2023 18:16 Guðmundur Elís í haldi lögreglu árið 2020 þegar hann var grunaður um tilraun til manndráps. Vísir Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. „Ekki hefur einhver séð systur mína eða heyrt eitthvað frá henni? Hún fór að heiman um 19 leytið í gærkvöldi og skilaði sér aldrei heim í nótt,“ sagði í skilaboðum frá eldri systur stúlkunnar sem voru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum framan af degi í dag. Fjölskyldan óttaðist að hún hefði farið með Guðmundi Elís Sigurvinssyni, dæmdum ofbeldismanni, þar sem þau hefðu verið í samskiptum undanfarið. Stúlkan er fædd 2007 og verður sextán ára á árinu. Guðmundur Elís verður 24 ára í sumar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk Guðmundur vinnu á bát og var á leið í róður í morgunsárið klukkan fjögur. Skipstjórinn á bátnum mun hafa orðið afar hissa þegar hann fékk símtal í dag og spurður hvort það væri mögulega fimmtán ára stúlka um borð. Samkvæmt heimildum fréttastofu viðurkenndi Guðmundur Elís að vinkona hans væri um borð og sagði skipstjórinn stúlkunni að hringja strax í foreldra sína. Var Guðmundur Elís í brúnni ásamt skipstjóra þar til báturinn kom til hafnar í Reykjanesbæ um klukkan 15:30 í dag. Þar biðu tveir lögreglubílar og var Guðmundur færður í járn og stúlkunni komið í öruggar hendur. Þá ræddi lögregla við skipstjórann. Klippa: Guðmundur Elís handtekinn í Reykjanesbæ Rannsókn málsins er á forræði Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, staðfestir að embættið hafi aðstoðað kollega sína í Vestmannaeyjum við handtöku í dag. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum staðfestir að karlmaður hafi verið handtekinn að beiðni Lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir að henni bárust upplýsingar um að stúlkan hafi verið um borð í skipinu Grímsnes. Hann segir að maðurinn hafi verið yfirheyrður og að málið sé í rannsókn. Hann getur ekki sagt til um það hvort hann sé grunaður um saknæma háttsemi. Þá liggi ekki fyrir að svo stöddu hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum. Fyrrverandi kærasta Guðmundar Elís hefur greint frá miklu ofbeldi í sambandi þeirra. Myndir sem sýndu áverka stúlkunnar vöktu mikla athygli og þótti mörgum tólf mánaða dómur mildur í því samhengi. Þá var Guðmundur Elís handtekinn í september 2021 grunaður um kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum. Jóhannes Ólafsson kveðst ekki búa yfir upplýsingum um stöðu rannsóknar þess máls. Vestmannaeyjar Reykjanesbær Lögreglumál Tengdar fréttir Ofbeldismaður á skilorði grunaður um kynferðisbrot í Eyjum Karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. Hann var í fyrra dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. 3. september 2021 12:01 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Engar myndavélar á vegum lögreglunnar þar sem líkamsárásin átti sér stað Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum. 11. september 2020 23:00 Hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar ef hún færi Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás. 10. september 2020 20:12 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
„Ekki hefur einhver séð systur mína eða heyrt eitthvað frá henni? Hún fór að heiman um 19 leytið í gærkvöldi og skilaði sér aldrei heim í nótt,“ sagði í skilaboðum frá eldri systur stúlkunnar sem voru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum framan af degi í dag. Fjölskyldan óttaðist að hún hefði farið með Guðmundi Elís Sigurvinssyni, dæmdum ofbeldismanni, þar sem þau hefðu verið í samskiptum undanfarið. Stúlkan er fædd 2007 og verður sextán ára á árinu. Guðmundur Elís verður 24 ára í sumar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk Guðmundur vinnu á bát og var á leið í róður í morgunsárið klukkan fjögur. Skipstjórinn á bátnum mun hafa orðið afar hissa þegar hann fékk símtal í dag og spurður hvort það væri mögulega fimmtán ára stúlka um borð. Samkvæmt heimildum fréttastofu viðurkenndi Guðmundur Elís að vinkona hans væri um borð og sagði skipstjórinn stúlkunni að hringja strax í foreldra sína. Var Guðmundur Elís í brúnni ásamt skipstjóra þar til báturinn kom til hafnar í Reykjanesbæ um klukkan 15:30 í dag. Þar biðu tveir lögreglubílar og var Guðmundur færður í járn og stúlkunni komið í öruggar hendur. Þá ræddi lögregla við skipstjórann. Klippa: Guðmundur Elís handtekinn í Reykjanesbæ Rannsókn málsins er á forræði Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, staðfestir að embættið hafi aðstoðað kollega sína í Vestmannaeyjum við handtöku í dag. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum staðfestir að karlmaður hafi verið handtekinn að beiðni Lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir að henni bárust upplýsingar um að stúlkan hafi verið um borð í skipinu Grímsnes. Hann segir að maðurinn hafi verið yfirheyrður og að málið sé í rannsókn. Hann getur ekki sagt til um það hvort hann sé grunaður um saknæma háttsemi. Þá liggi ekki fyrir að svo stöddu hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum. Fyrrverandi kærasta Guðmundar Elís hefur greint frá miklu ofbeldi í sambandi þeirra. Myndir sem sýndu áverka stúlkunnar vöktu mikla athygli og þótti mörgum tólf mánaða dómur mildur í því samhengi. Þá var Guðmundur Elís handtekinn í september 2021 grunaður um kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum. Jóhannes Ólafsson kveðst ekki búa yfir upplýsingum um stöðu rannsóknar þess máls.
Vestmannaeyjar Reykjanesbær Lögreglumál Tengdar fréttir Ofbeldismaður á skilorði grunaður um kynferðisbrot í Eyjum Karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. Hann var í fyrra dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. 3. september 2021 12:01 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Engar myndavélar á vegum lögreglunnar þar sem líkamsárásin átti sér stað Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum. 11. september 2020 23:00 Hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar ef hún færi Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás. 10. september 2020 20:12 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Ofbeldismaður á skilorði grunaður um kynferðisbrot í Eyjum Karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. Hann var í fyrra dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. 3. september 2021 12:01
Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08
Engar myndavélar á vegum lögreglunnar þar sem líkamsárásin átti sér stað Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum. 11. september 2020 23:00
Hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar ef hún færi Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás. 10. september 2020 20:12