Gagnist ekki fátækum en þó þeim sem hafi milljónir á milli handanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2023 11:05 Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og verðandi ráðherra, vill breytingar á erfðalögum. Vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurkjördæmi leggja í nýju frumvarpi til að foreldrar fái að gefa börnum sínum tíu milljónir króna skattfrjálst í arf. Þó slík lög gagnist ekki tekjulágum hér á landi sé um að ræða lága fjárhæð sem gæti nýst fjölmörgum fjölskyldum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lifa í hliðarveruleika. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og verðandi ráðherra, er til viðtals í Morgunblaðinuum frumvarp um breytingu á erfðalögum og lögum um erfðafjárskatt. Guðrún, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson sem öll eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, leggja til að foreldrar geti arfleitt börn sín um allt að tíu milljónir króna án þess að greiða þurfi af því skatt. Upphæðin verði vísitölutryggð svo réttindin haldi í við verðlag. Með frumvarpinu geti barn átt von á því að geta fengið samtals tuttugu milljónir króna skattfrjálst frá báðum foreldrum. Dreifa megi úr gjöfinni yfir tíu ára tímabil. Geti gagnast fjölmörgum Guðrún segir frumvarpið hafa orðið til vegna ástandsins á húsnæðismarkaði þar sem foreldrar reyni margir hverjir að aðstoða börn sín að komast inn á markaðinn. Stýrivextir hafa farið hratt vaxandi undanfarna mánuði og húsnæðislánin um leið. Guðrún segir erfðafjárskattinn á Íslandi bæði háan og ósanngjarnan. „Við erum að tala um að færa fé á milli kynslóða og af þessu fjármagni er búið að greiða skatta,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún þar til þess að foreldrarnir hafi þegar greitt skatt af tekjum sínum þegar þeirra var aflað. Þá geri hún sér grein fyrir því að úrræðið muni ekki nýtast þeim sem berjist í bökkum hér á landi, þeir tekjulægstu. Úrræðið gæti þó gagnast fjölmörgum sem hafi peninga á milli handanna. Þingmenn eigi að starfa fyrir almenning, ekki fáa auðuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur þingmenn ríkisstjórnarflokksins lifa í einhverjum hliðarveruleika. Hún þakkar fyrir að um þingmannafrumvarp sé að ræða en ekki ríkisstjórnarfrumvarp. Líkurnar á að það verði samþykkt séu því minni. Helga Vala hefur ýmislegt við frumvarpið að athuga.vísir/vilhelm „Ég vona að börnin mín haldi ekki að það sé alvanalegt að foreldrar eigi 10 milljónir til að gefa hverju barni í fasteignakaup. Það er algjör undantekning og ég tel okkur þingmenn eiga fyrst og fremst að starfa fyrir almenning ekki fáa auðuga. Þar eiga okkar áherslur að liggja,“ segir Helga Vala. Hún hefur rýnt í greinargerðina sem fylgir frumvarpinu. Þar komi ýmislegt áhugavert í ljós. Gjöfin komi ekki til frádráttar „Þar er til dæmis áréttað að ef foreldrar ákveða að gefa barni sínu 100 milljónir þá (neyðast) börnin til að greiða erfðafjárskatt af 90 milljónum.“ Þar er tekið dæmi. „Ef foreldrar ákveða að afhenda 100 milljónir króna til erfingja, leiðir það til þess að 10 milljónir eru afhentar í samræmi við þær breytingar sem hér eru lagðar til og síðan væri gerð erfðafjárskýrsla um þá fjármuni sem eru umfram 10 milljónir króna og af þeim greiddur erfðafjárskattur líkt og tíðkast.“ Þá komi líka fram að gjöfin komi ekki til frádráttar við uppgjör dánarbúsins í lokin. „Ég get ekki skilið það öðru vísi en svo að foreldrar geti ákveðið að gefa einu barna sinna (lagasetning fyrir uppáhaldsbarnið) fjármuni sem ekki komi til frádráttar í heildarútgreiðslu úr búi.“ Uppfært klukkan 17:00 Guðrún og Helga Vala tókust á um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Alþingi Fjölskyldumál Skattar og tollar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og verðandi ráðherra, er til viðtals í Morgunblaðinuum frumvarp um breytingu á erfðalögum og lögum um erfðafjárskatt. Guðrún, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson sem öll eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, leggja til að foreldrar geti arfleitt börn sín um allt að tíu milljónir króna án þess að greiða þurfi af því skatt. Upphæðin verði vísitölutryggð svo réttindin haldi í við verðlag. Með frumvarpinu geti barn átt von á því að geta fengið samtals tuttugu milljónir króna skattfrjálst frá báðum foreldrum. Dreifa megi úr gjöfinni yfir tíu ára tímabil. Geti gagnast fjölmörgum Guðrún segir frumvarpið hafa orðið til vegna ástandsins á húsnæðismarkaði þar sem foreldrar reyni margir hverjir að aðstoða börn sín að komast inn á markaðinn. Stýrivextir hafa farið hratt vaxandi undanfarna mánuði og húsnæðislánin um leið. Guðrún segir erfðafjárskattinn á Íslandi bæði háan og ósanngjarnan. „Við erum að tala um að færa fé á milli kynslóða og af þessu fjármagni er búið að greiða skatta,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún þar til þess að foreldrarnir hafi þegar greitt skatt af tekjum sínum þegar þeirra var aflað. Þá geri hún sér grein fyrir því að úrræðið muni ekki nýtast þeim sem berjist í bökkum hér á landi, þeir tekjulægstu. Úrræðið gæti þó gagnast fjölmörgum sem hafi peninga á milli handanna. Þingmenn eigi að starfa fyrir almenning, ekki fáa auðuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur þingmenn ríkisstjórnarflokksins lifa í einhverjum hliðarveruleika. Hún þakkar fyrir að um þingmannafrumvarp sé að ræða en ekki ríkisstjórnarfrumvarp. Líkurnar á að það verði samþykkt séu því minni. Helga Vala hefur ýmislegt við frumvarpið að athuga.vísir/vilhelm „Ég vona að börnin mín haldi ekki að það sé alvanalegt að foreldrar eigi 10 milljónir til að gefa hverju barni í fasteignakaup. Það er algjör undantekning og ég tel okkur þingmenn eiga fyrst og fremst að starfa fyrir almenning ekki fáa auðuga. Þar eiga okkar áherslur að liggja,“ segir Helga Vala. Hún hefur rýnt í greinargerðina sem fylgir frumvarpinu. Þar komi ýmislegt áhugavert í ljós. Gjöfin komi ekki til frádráttar „Þar er til dæmis áréttað að ef foreldrar ákveða að gefa barni sínu 100 milljónir þá (neyðast) börnin til að greiða erfðafjárskatt af 90 milljónum.“ Þar er tekið dæmi. „Ef foreldrar ákveða að afhenda 100 milljónir króna til erfingja, leiðir það til þess að 10 milljónir eru afhentar í samræmi við þær breytingar sem hér eru lagðar til og síðan væri gerð erfðafjárskýrsla um þá fjármuni sem eru umfram 10 milljónir króna og af þeim greiddur erfðafjárskattur líkt og tíðkast.“ Þá komi líka fram að gjöfin komi ekki til frádráttar við uppgjör dánarbúsins í lokin. „Ég get ekki skilið það öðru vísi en svo að foreldrar geti ákveðið að gefa einu barna sinna (lagasetning fyrir uppáhaldsbarnið) fjármuni sem ekki komi til frádráttar í heildarútgreiðslu úr búi.“ Uppfært klukkan 17:00 Guðrún og Helga Vala tókust á um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Alþingi Fjölskyldumál Skattar og tollar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira