Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2023 12:31 Herbergið sem eldurinn kom upp í var mjög illa farið. Vísir/Arnar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hádegisbil í gær vegna elds í húsi við Funahöfða 17a. Eldur hafði kviknað í herbergi á annarri hæð hússins en þar er að finna gistirými, sem eru til útleigu. Slökkvistarf gekk hratt og enginn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Eldurinn var ekki stór og bundinn við eitt herbergi. „En samt alvarlegur. Þarna eru margir íbúar og alltaf alvarlegt þegar þannig kemur upp. Töluverður eldur í einu herbergi og mikið tjón í því og töluvert tjón vegna sóts og lyktar,“ segir Vernharð Gunnarsson, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Sextíu eru skráðir til heimilis í húsinu en rúmlega þrjátíu herbergi. Vernharð segir erfitt að vita hve margir búa þarna nákvæmlega. „Þegar við komum á staðinn þá höfðu fjórtán flúið út úr byggingunni,“ segir hann. Á radarnum hjá slökkviliðinu Húsnæðið hefur á undanförnum áratug nokkrum sinnum verið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum vegna aðstæðna þar. Fjallað var um það í þáttunum Brestir á Stöð 2 árið 2014 þar sem rætt var við leigjendur, sem lýstu aðbúnaði mjög slæmum. Þá kveikti leigjandi í húsinu árið 2018 en sá glímdi við veikindi. „Þetta er ein af þeim byggingum sem við höfum haft ár radarnum vegna íbúðar í atvinnuhúsnæði. Við töldum fyrst í gær að þetta væri samþykkt íbúðarhúsnæði en við nánari athugun kom í ljós að erindi til byggingarfulltrúa hafði á sínum tíma verið synjað,“ segir Vernharð. Slökkviliðið hafi gert athugasemdir við brunavarnir í húsinu en ekki talið tilefni til að grípa til harðari aðgerða. Nú verði gengið eftir því að brunavarnir verði efldar. „Þar með talið að fá uppdrætti og teikningar af húsnæðinu samþykktar hjá byggingarfulltrúa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að um tuttugu herbergi væru í húsinu en það hefur verið leiðrétt. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hádegisbil í gær vegna elds í húsi við Funahöfða 17a. Eldur hafði kviknað í herbergi á annarri hæð hússins en þar er að finna gistirými, sem eru til útleigu. Slökkvistarf gekk hratt og enginn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Eldurinn var ekki stór og bundinn við eitt herbergi. „En samt alvarlegur. Þarna eru margir íbúar og alltaf alvarlegt þegar þannig kemur upp. Töluverður eldur í einu herbergi og mikið tjón í því og töluvert tjón vegna sóts og lyktar,“ segir Vernharð Gunnarsson, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Sextíu eru skráðir til heimilis í húsinu en rúmlega þrjátíu herbergi. Vernharð segir erfitt að vita hve margir búa þarna nákvæmlega. „Þegar við komum á staðinn þá höfðu fjórtán flúið út úr byggingunni,“ segir hann. Á radarnum hjá slökkviliðinu Húsnæðið hefur á undanförnum áratug nokkrum sinnum verið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum vegna aðstæðna þar. Fjallað var um það í þáttunum Brestir á Stöð 2 árið 2014 þar sem rætt var við leigjendur, sem lýstu aðbúnaði mjög slæmum. Þá kveikti leigjandi í húsinu árið 2018 en sá glímdi við veikindi. „Þetta er ein af þeim byggingum sem við höfum haft ár radarnum vegna íbúðar í atvinnuhúsnæði. Við töldum fyrst í gær að þetta væri samþykkt íbúðarhúsnæði en við nánari athugun kom í ljós að erindi til byggingarfulltrúa hafði á sínum tíma verið synjað,“ segir Vernharð. Slökkviliðið hafi gert athugasemdir við brunavarnir í húsinu en ekki talið tilefni til að grípa til harðari aðgerða. Nú verði gengið eftir því að brunavarnir verði efldar. „Þar með talið að fá uppdrætti og teikningar af húsnæðinu samþykktar hjá byggingarfulltrúa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að um tuttugu herbergi væru í húsinu en það hefur verið leiðrétt.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira